Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 11

Sjálfsbjörg - 15.09.1959, Blaðsíða 11
Á sambandsþingi skulu m. a. afgreidd þessi mál: 1. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar sambandsins. 2. Samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næsta reikningsár. 3. Skýrsla sambandsstjórnar um störf sambandsins milli þinga. 4. Kosin sambandsstjórn. 5. Kosnir tveir endurskoðendur og tveir til vara. 6. Ákvörðun um hvar næsta þing skuli háð. Sambandsstjórn sé þannig kosin: Forseti, ritari og gjaldkeri skulu kosnir sérstaklega og mynda þeir framkvæmdanefnd sam- bandsins. Æskilegt er, að meðlimir fram- kvæmdanefndar séu búsettir í Reykjavík. Þá skal kjósa varaforseta, skal hann einnig kosinn sérstaklega, og 5 meðstjórnendur. Atkvæðisrétt hafa aðeins kjörnir fulltrúar. Allar kosningar á sambandsþingi skulu bundnar við uppástungur og vera skriflegar. Sambandsstjórn skal halda fundi eigi sjaldnar en 4 sinnum á ári. Gerðabók skal halda yfir fundi sambandsstjórnar, og skrifa allir fundarmenn undir fundargerðirnar. 12. gr. Álit og ályktanir í stórmálum, er sam- bandsstjórn ætlar að leggja fyrir sambands- þing, skal hún senda sambandsfélögunum eigi síðar en mánuði fyrir sambandsþing. Mál þau og tillögur, er félög óska að tek- in verði fyrir á þinginu, skal senda sam- bandsstjórn skriflega eigi síðar en mánuði fyrir sambandsþing. Skal sambandsstjórn leggja þau fyrir sambandsþing ásamt um- sögn sinni. 13. gr. I öllum málum á þinginu ræður ein- faldur meiri hluti atkvæða úrslitum, ef ekki er öðru vísi ákveðið í lögum þessum. Atkvæðagreiðslur skulu vera skriflegar, ef sambandsstjórn, eða minnst 6 fulltrúar, krefjast þess. 14. gr. Sambandsþingið hefur æðsta vald í öllum málum sambandsins. Þingið er lögmætt, ef það er löglega boðað. Þingfundur er lög- mætur, þegar fullur helmingur þingfulltrúa er á þingi. V. kafli: Um sambandsstjórn. 15. gr. Sambandsstjórn hefur, milli þinga, æðsta vald í öllum málefnum sambandsins og ber hverju félagi í sambandinu og hverjum þeim er trúnaðarstarfi gegnir fyrir sam- bandið, að hlýða fyrirmælum hennar og úr- skurðum, en rétt hefur hvert félag og ein- staklingar til þess að skjóta ágreiningsmál- um sínum við sambandsstjórn, til sambands- þings, sem þá fellir fullnaðarúrskurð í mál- inu. Ef ekki er hægt að ná sambandsstjórn saman til fundar til þess að afgreiða að- kallandi mál, hefur framkvæmdanefnd rétt hönd milli funda sambandsstjórnar. VI. kafli: Um lagabreytingar. 16. gr. Lögum sambandsins má aðeins breyta á reglulegu sambandsþingi. Skulu lagabreyt- ingar aðeins ræddar á 2 þingfundum og telst breyting ekki samþykkt nema 2/3 at- kvæða á þingfundi samþykki hana. Tillögur til breytinga á lögum, sem aðrir en sambandsstjórn bera fram, skal senda henni eki síðar en mánuði fyrir sambands- þing og fer með þær eftir því er segir í 12. gr. 17. gr. Lög þessi öðlast gildi er þau hafa verið ■samþykkt á stofnþingi Sjálfsbjrgar — sam- bands fatlaðra, sem haldið er í Reykjavík 4.-6. júní 1959. sjálfsbjörg 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.