Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Page 3
Ritstjórn:
Sigursveinn D. Kristinsson
Ólöf RíkarSsdáttir
f a a Gylfi Baldursson
AÖalbjörn Gunnlaugsson
Theodór Á. Jónsson (ábm.)
PrentsmiSjan Leiftur
2. ÁRGANGUR 1960
ÚTGEFANDI: LANDSSAMBAND FATLÁÐRA
STARFSEMI
SJÁLFSBJARGARFÉLAGANNA
Félög innan Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, eru nú átta að tölu. Á síðastliðnu
ári voru stofnuð þrjú félög, á Húsavík, Bol-
ungarvík og Vestmann aeyjurn.
Á Akureyri hafa verið miklar fram-
kvæmdir undanfarið. Þar hefur verið komið
upp félags- og vinnuheimili, sem hlaut nafn-
ið Bjarg. Var húsið vígt á annan hvítasunnu-
dag, um það bil tíu mánuðum eftir að vinna
hófst við bygginguna.
Stærð hússins er 195 fermetrar. Megin-
hluti þess er salur, en auk hans er rúmgott
eldhús, tvö snyrtiherbergi, fundarherbergi
og forstofur. Undir húsinu er kjallari, 64
fermetrar að stærð, ætlaður fyrir geymsl-
ur. Er húsið að öllu leyti mjög vistlegt og
innrétting hentug. Kostnaðarverð byggingar-
innar, eins og hún er í dag, er nálega 600
þúsund krónur. Síðar er ætlunin að bæta
við vinnusal.
Næsta aðkallandi verkefni félagsins er að
koma á fót einhvers konar starfsemi í
húsinu.
Á vetrinum voru haldin mörg föndur- og
skemmtikvöld, auk tveggja fjáröflunardaga.
Félagar eru 104. Formaður er Adolf Ingi-
marsson.
I Árnessýslu er mjög erfitt um vik með
alla starfsemi, þar sem félagarnir búa svo
dreift. Þó hafa verið haldnir nokkrir fundir
á árinu, auk einnar skemmtunar. Félagar
eru 18. — Formaður er Valgerður Hauks-
dóttir.
Félagið í Bolungavik var stofnað 5. sept-
ember 1959. Fullgildir stofnendur voru 15
talsins. — Formaður var kosinn Kristján
Júlíusson.
Á Húsavík var stofnað félag 20. júní 1960.
Stofnendur voru 30. — Formaður félagsins
er Jón Þór Buch.
Síðastliðið ár var ár
mikilla framkvæmda í
félagi Sjálfsbjargar á
Isafirði.
Béðust félagar í það
þrekvirki, að koma á
fót vinnustofu, sem
starfrækt er nú með
miklum blóma. — Fé-
lagið hefur nú yfir að
ráða húsnæði í kjall-
ara íþróttahússins á Trausti Sigurlaugsson.
SJÁLFSB5 ÖRG 3