Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 5

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 5
Það vekur jafnan eftirtekt, þegar ungir listamenn koma fram með einhverjar nýj- ungar á sviði listarinnar, en þar með er ekki sagt, að þær nýjungar öðlist viðurkenningu þegar í stað. Fyrir tæpu ári sýndi Arthúr Ólafsson barkarmyndir í sýningarglugga Morgun- blaðsins. Sú sýning vakti mikla athygli, enda um óvenjulega myndgerð að ræða. •—• Þær viðtökur, sem hún fékk, má beza marka af því, að 12 myndir seldust af 15, sem á sýningunni voru. Ég kom að máli við Arthúr og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Grjót - Börkur - Skeljar Bein- og ýmislegt fleira Rætt við Arthúr Ólafsson listmdlara — Hvað er larigt síðan þú hófst myndsköpun úr berki? -—• Það mun vera töluvert á annað ár síðan. —■ Flefurðu þá ekki notað eitthvað annað til mynd- gerðar en börk? — Jú, ég hef notað alla þá hlutí, sem mér hafa þótt fagrir og ég getað komið fýrir í mynd. —• Já, ég hef einmitt séð mynd eftir þig, sem gerð var úr ryðguðum nöglum og skinnum. •— En nú er ég farinn að gera myndir mínar aðallega úr íslenzku grjóti. — Ertu þá hættur að gera barkarmyndir? — Nei, en'þær mýndir, sem ég geri nú, eru töluvert breyttar frá þvi, sem áður var. Þær eru yfirleitt hlutstæðar eða réttara sagt, ég nota grjót, börk, skeljar, bein og ýmis- legt fleira, og raða því saman á svipaðan hátt og náttúran sjálf. A sumar myndirnar mála ég himin í baksýn. — Hvers konar steintegundir hefur þú aðallegá til þessa? — Ég nota allar mögulegar tegundir, til dæmis mikið af venjulegu grágrýti og fjörusandi, einnig ýmsar bjartari steintegundir, svo sein silfurberg,_ kvarz, líparít og hvers konar kristalla. — Eru allar myndir þínar náttúrustæling eða hefurðu fengist við abstrakt túlkun á þennan hátt? — Myndsköpun mín er glíma við það, að fá fram feg- urð í formum og litum. — Þó hafa sumar myndirnar eitt- hvað táknrænt gildi. Sjálfsmynd. Arthúr Ólafsson: 0^-20. 1 b«i SJÁLFSB JÖRG 5

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.