Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 11

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Qupperneq 11
1 stjórn sambandsins fyrir næsta ár voru kosin: Forseti, Theodór Jónsson, Reykjavík. Gjaldkeri, Eiríkir Einarsson, Reykjavík. Ritari, Ólöf Ríkarðsdóttir, Reykjavík. Varaforseti, Zophonías Benediktsson, Reykjavík. Meðstjómendur, Trausti Sigurlaugsson, Isafirði, Sveinn Þorsteinsson, Akureyri, Hulda Steinsdóttir, Siglufirði, Helgi Eggertsson, Reykjavík, og Valgerður Hauksdóttir, Hveragerði. Varamenn: Sigursveinn D. Kristinsson, Kristján Júl- íusson, Bolungavík, Ingibjörg Magnús- dóttir, ísafirði, Heiðrún Steingrímsdótt- ir, Akureyri, Björn Stefánsson, Siglu- firði. Endurskoðendur: Vigfús Gunnarsson, Reykjavík, og Vil- borg Tryggvadóttir, Reykjavík. Til vara: Adolf Ingimarsson, Akureyxi, og Bald- vin Þórðarson, Isafirði. I Bandalagsnefnd öryrkjusamtakanna voru kjömir: Sigursveinn D. Kristinsson og Haukur Kristjánsson, Reykjavík. Til vara: Ólöf Ríkarðsdóttir, Reykjavík, og Zophonías Benediktsson, Reykjavík. Svohljóðandi heillaóskaskeyti barst þing- inu: Landssamband fatlaSra, Akureyri. 12. þing Sambands ísl. berklasjúklinga sendir ykkur sínar beztu kveðjur með ósk um gifturikt starf í framtíðinni. Þingið fagn- ar því samstarfi, sem þegar er hafið með félögum okkar og vonar að það eigi eftir að aukast og margfaldast báðum til blessunar. Þessari ósk SlBS var svarað með svohljóð- andi skeyti: 12. þing Sambands íslenzkra berklasjúkl- inga, haldið að Vífilstöðum. Annað þing Sjálfsbjargar — Landssam- bands fatlaðra þakkar hjartanlega skeyti mót- tekið í dag. Við árnum samtökum ykkar allra heilla og tökum undir óskir ykkar um vax- andi samstarf sambanda okkar í framtíðinni til velfarnaðar sameiginlegum áhugamálum öryrkja í landinu. Fóru þá fram þingslit og var þingforseta, Sigursveini D. Kristinssyni, þökkuð góð fundarstjóm, en hann færði Sjálfsbjörg á Akuréyri þakkir fyrir frábæra fyrirgreiðslu og hjálpsemi í sambandi við þingið. Var síðan sezt að kaffidrykkju í boði félagsins á Akureyri. r-------------------------------------\ FRAIVí LEIÐUM tækifærisgjafir úr ekta silfri Blómavasa Bakka Könnur Kertastjaka Borðbúnað Barnasett Eggjabikara Minjagripi PLIÍTÓ H.F. Skipholti 3 - Reykjavík Sími 19417 <_____________________________________) SJÁLFSBJÖRG 11

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.