Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Side 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Side 24
kr. ísl.) á mánuði, en sjúkrasamlag kostar dvöl þeirra, eins og á hverju öðru sjúkra- húsi. Að sjálfsögðu koma hér hverjir þeir ör- yrkjar, er athugunar þarfnast, hvort sem það er berklaveiki, mænusótt, slys, tauga- veiklun eða aðrir sjúkdómar, sem valdið hafa örorkunni. Endurþjálfun, ef vel á að takast, krefst samstarfs nokkurra aðila, svo sem lækna, sálfræðinga og vinnumiðlunar. Hinn mikli kostur stofnunar af því tagi, sem hér hefur verið lýst, er sá, að þar er á einum stað séð fyrir hinum æskilegustu skilyrðum til al- hliða rannsóknar á vinnugetu öryrkja, leið- beiningum fyrir þá og félagslegri aðstoð. Jafnframt er nauðsynlegasta verkþjálfun íátin í té, ásamt æfingameðferð fyrir lamaða Þá er séð svo um, að sérfræðingar þeir, sem við rannsóknardeildina starfa, geti fylgzt með fólkinu, kynnzt því og leiðbeint frekar, með- an það nýtur þjálfunar. Slík stofnun greiðir mörgum, er beðið hafa varanlegt tjón á heil- brigði, leið þeirra út í atvinnulífið. lettara tacji „Hvað finnst þér um þennan píanóleik- ara?“ „Hann leikur í kristilegum dúr“. „Hvað áttu við?“ „Vinstri hönd veit ekki hvað sú hægri gerir“. Séra Bjarni lýsir mannlífinu nú á dögum á þessa leið: „Það byrjar í Laufásborg, svo tekur Is- borg við og síðan Hótel Borg, en svo endar það hjá mörgum í Nýborg“. MINNIMATTAR- KENND Margir þeirra, sem eitthvað eru fatlaðir, eru haldnir minnimáttarkennd. Finnst þeir vera öðruvísi en annað fólk, vanmátt- ugir gagnvart öðrum og lífinu í heild. Þeir verða feimnir og óframfærnir, fást jafnvel ekki til að hafa samneyti við annað fólk. 1 Hávamálum segir: Haltur ríður hrossi, hjörð rekur handarvana, daufur vegur og dugir, o. s. frv. Með öðrum orðum, fatlaður maður getur verið fullgildur þjóðfélagsþegn. Sá sem er fatlaður eða lamaður, getur að vísu ekki staðið öðrum jafnfætis í því er reynir á bilaðan líkamshluta, en í öðrum greinum getur hann fyllilega staðið full- hraustum á sporði, og viðurkennt er að fatl- aðir sýni mikla trúmennsku í starfi. Fatlaður maður eða lamaður á sjálfur enga sök á sínum líkamsgalla. Hvort sem fötlun er meðfædd eða hefur komið af slysi eða sjúkdómi, getur sjúklingurinn ekki átt sök á sínum veikleika, því að enginn verður viljandi veikur eða fatlaður. Fyrir því get- ur fatlaður maður eða lamaður borið höfuðið eins hátt og sá heilbrigði, og hefur ekki ástæðu til minnimáttarkennar. Svo er önnur hlið á þessu máli. Það mun, því miður, stundum eiga sér stað, að þeir, sem umgangast fatlað fólk, einkum unglinga eða börn, taka ekki nóg tillit til vanmáttar þeirra, atyrða þá fyrir slóðaskap, eða fyrir að vera ekki eins og annað fólk. Jafnvel for- eldrar, eða aðrir nánir aðstandendur, sem ættu að vera fötluðum ungmennum til upp- örfunar og styrktar, eru það ekki alltaf sem skyldi. Sumir jafnvel vorkenna sjálfum sér að verða að hafa slíka vesalinga kring um sig. 24 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.