Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Page 27
Oft viS þreyttum engjum á,
okkar neyttum krafta þá,
viS að svífa á sama reit
svignaSi hrífa og Ijárinn beit.
Manstu vökur jangnar friö,
jleygar stökur þuldum viS?
Sælulyndi, söng og dans,
samrímt yndi konu og manns?
Manstu haust meS húmi og snjó,
hvildarlaust er brimiS hló?
Andvörp þung viS yztu sker
utþrá sungu í hjarta mér. —
Kvaddi ég alla eitt kvöld þaS haust,
kafald mjalla yfir brauzt.
FriS mig rœndi farandþrá.
Fjöllin mændu draumablá. —
Ég hef gist í glaumsins borg,
glataS, misst og teflt viS sorg.
LeikiS dátt méS lifsins gull,
lifaS hátt og tœmt hvert full.
Bundin klökkva kvæSin min
kvölds í rökkva flyt til þín. —
Þreyttra vona þyrnikrans.
Þú ert kona — annars manns.
Blærinn syngur, björkin grœr.
BrumiS springur fjær og nær.
Létt er í spori þrá til þín.
ÞaS er aS vora — ástin mín!
SJÁLFSB JÖR.G 27