Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 27

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 27
Heilbrigðisþjónusta er mannréttíndi Idag, á degi Sameinuðu þjóðanna, erum við hér samankomin undir kjörorðinu „Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi.“ Árið 1977 samþykktu aðildarríki Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að stefna að því að um næstu aldamót hefðu allir jafnan rétt til heilbrigðis- þjónustu. Sjö árum síðar settu Evrópu- ríki innan stofnunarinnar sér 38 mark- mið sem ná þyrfti til að láta drauminn um heilbrigði allra árið 2000 rætast. Árið 1991 setti Alþingi Islendinga fram metnaðarfulla viljayfirlýsingu með samþykkt þingsályktunar: Islensk heil- brigðisáætlun. Þrátt fyrir góðan vilja Alþingis hefur aldrei gengið meira á í heilbrigðismál- um þjóðarinnar en einmitt eftir þessa samþykkt. Lokanir deilda og tilfærsla sjúklinga milli stofnana eru daglegt brauð, hækkuð þjónustugjöld og biðlist- ar lengjast sífellt. Biðlistar eru ógnvænlegt orð - í hugum þeirra sem þjást. I hugum þeirra sem ekki geta legið, ekki geta setið og ekki geta staðið nema með stórum skammti verkjalyfja. Ognvænlegt orð í hugum þeirra sem eiga fyrir höndum ríflega 700 daga bið eftir 7 daga sjúkra- húsvist. Með svo löngum biðtíma gerist það oft, að í stað eins sjúklings eru komnir tveir úr sömu fjölskyldu. Það reynir nefnilega á fleiri fjölskyldumeðlimi að umgangast sinn nánasta og þurfa að horfa upp á þjáningar í langan tíma. Ávarp Gudrídar / Olafsdóttur, formanns Sjálfsbjargar, á baráttu- samkomu á Ingóljstorgi 24. októbersl. Fús býð ég meðlimum ríkisstjórnar- innar að setjast í sæti mitt dag og dag, til að hlusta á fólk, sem kemur í örvænt- ingu sinni til okkar þegar öll sund virð- ast lokuð. Það mundi eflaust opna augu þeirra fyrir því óþolandi ástandi sem skapast þegar læknar hafa gefið faglegt mat um að sjúklingur þurfi nauðsynlega að gangast undir aðgerð, en því miður verður biðin aldrei styttri en ár. Sjúkir gera kröfu til að geta búið við öryggi á þeim sviðum sem eru í okkar valdi. Hjá þessum hópum er heilsugæsl- an og heilbrigðiskerfið nauðsynlegustu stofnanir þjóðfélagsins. Hin stöðuga umræða um niðurskurð á þjónustu vek- ur upp kvíða og öryggisleysi hjá því fólki sem finnur að þrótturinn er að minnka og sjúkdómar fara að sækja á. Stjómvöld engjast sundur og saman til að finna leiðir, einblína á sífellt hækkandi kostnað við heilbrigðisþjón- ustu í gegnum tölvuskjái reiknimeistara sinna - og viljayfirlýsingin góða hefur snúist í ranghverfu sína, svo ekki sé meira sagt. Sífellt verður meira áberandi um- Guöríður Ólafsdóttir flytur ræðu sína á útifundinum á Ingólfstorgi. ræða í þjóðfélaginu um forgangsröðun sjúklinga til heilbrigðisþjónustu, að til þess geti komið að sjúklingum verði neitað um aðgerðir. Þetta er vond umræða, ef hún ber ár- angur og almenningur fer að trúa á for- gangsröðun sem sjálfsagðan hlut. Þá verður auðgildið sett ofar á listann en manngildið. Þá verða þeir sem eiga eitt- hvað í handraðanum settir ofar á listann, því þeir em í aðstöðu til að greiða fyrir sig fullu verði. Fyrir nokkrum árum sendi land- læknisembættið bréfsnuddu nokkra inn á Alþingi með nokkrum spurningum um vilja alþingismanna til fjölda aðgerða á ári hverju. Alþingi íslendinga brást hart við þessu áreiti og alþingismenn vildu ekki fyrir nokkum mun taka afstöðu til málsins. Þrátt fyrir þetta er hér á landi for- gangsröðun. Hún má ekki fara hátt, en er stjórnað af þeim fjármunum sem til heilbrigðisþjónustunnar renna hverju sinni. Þar með veita stjómvöld ábyrgð- inni yfir á heilbrigðisstéttir landsins. Það er þægilegra að beita veigmnarað- ferðinni. I fyrstu grein samþykktrar íslenkrar heilbrigðisáætlunar stendur: „Tilgangur heilbrigðisþjónustunnar er að skapa jafnrétti í heilbrigðisþjón- ustu, að bæta árum við lífið, heilbrigði við lífið og lífi við árin.“ Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, leggur ríka áherslu á að stjómvöld vinni markvisst að því að ná fram þeim þrjá- tíu og tveimur atriðum sem fram koma í samþykktri þingsályktun Alþingis Is- lendingafrá 19. mars 1991. Við krefjumst þess að réttur allra landsmanna til heilbrigðisþjónustu verði tryggður með ákvæði í stjórnarskrá lýð- veldisins Islands. Nauðsynlegt er að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu með ákvæði í stjórnarskrá, þannig að slík grundvallar- mannréttindi verði ekki afnumin eða skert með lagasetningu á hverjum tíma. Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi. Burt með biðlista - Opniö deildir. Fundarmenn á Ingólfstorgi. SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.