Fréttablaðið - 01.02.2022, Síða 2
Reykjavíkurleikarnir á útopnu
Með auglýsingu hefur sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kallað eftir
kröfum frá þeim sem dvöldu á stofnun fyrir fötluð börn fyrir 1. febrúar 1993.
Frestur til að lýsa kröfu var tilgreindur fram til 1. febrúar 2022.
Nú hefur verið ákveðið að framlengja frestinn fram til 21. febrúar 2022 og er
hér með er skorað á alla þá, eða aðra í þeirra umboði, sem dvöldu á stofnun
fyrir fötluð börn, einni eða fleiri, fyrir 1. febrúar 1993 og urðu þar fyrir mis-
gjörðum sem olli þeim varanlegum skaða, að lýsa kröfu um sanngirnisbætur
hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra fyrir 21. febrúar 2022.
Kröfur skulu sendar til skrifstofu Sýslumannsins á Norðurlandi eystra,
að Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði.
Verði kröfu ekki lýst fyrir tilgreindan frest, fellur hún niður.
Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna stofnana fyrir fötluð
börn við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er endurgjalds-
laus. Netfang tengiliðar er tengilidur@tengilidur.is
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sanngirnisbætur
Innköllun
bth@frettabladid.is
VE RK ALÝÐS M ÁL „Þetta gengur
brösuglega, það gengur ekki nógu
vel. Það er þó ekki útilokað að við
náum þessum lista saman,“ segir
Guðmundur Jónatan Baldursson.
Guðmundur hugðist taka þátt í
formannsslag Eflingar ásamt Ólöfu
Helgu Adolfsdóttur og Sólveigu
Önnu Jónsdóttur. Að sögn Guð-
mundar vantar enn nokkra tugi
stuðningsundirskrifta til að koma
saman listanum.
„Við erum að safna. Ég kem úr
rútubílaheiminum og karlarnir
eru tvístraðir út um allt,“ segir Guð-
mundur. Skila þarf listum fyrir
klukkan níu í fyrramálið.
„Eitt vandamálið er að það er svo
erfitt að ræða hlutina eins og þeir
eru. Það er alltaf hjólað í manninn,“
segir Guðmundur. ■
Óvíst um framboð
í formannsstólinn
Fíknifræðingur segir það
bitna illa á skjólstæðingum
sínum að þeir fá ekki starfs-
leyfi hér á landi. Skilyrði fyrir
starfsleyfinu séu sniðin að
námi áfengis- og vímuefna-
ráðgjafa hjá SÁÁ.
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Vagnbjörg Magn-
úsdóttir, fíknifræðingur og stofnandi
Vörðunnar meðferðarstofu, segir
það bitna á skjólstæðingum sínum
og kollega sinna að fíknifræðingar
fái ekki starfsleyfi frá Embætti land-
læknis.
Samkvæmt reglugerð um mennt-
un, réttindi og skyldur áfengis- og
vímuefnaráðgjafa eru skilyrði fyrir
starfsleyfi þau að umsækjandi hafi
verið í fullu starfi eða í sex þúsund
klukkustundir við áfengis- og vímu-
efnaráðgjöf á heilbrigðisstofnun.
Þetta samsvarar þriggja ára starfi.
Þá skal umbjóðandi hafa fengið
kennslu í 300 klukkustundir sem lúti
meðal annars að lyfjafræði ávana- og
vímuefna og siðfræði áfengismeð-
ferðar. Hann skal hafa fengið leið-
sögn frá þar til bærum heilbrigðis-
starfsmanni í alls 225 klukkustundir,
þar af 75 tíma í beinni handleiðslu.
Nám í áfengis- og vímuefnaráð-
gjöf, sem fram fer á heilbrigðisstofn-
unum SÁÁ, felur í sér sömu kröfur og
skilyrði og útlistuð eru í reglugerð-
inni samkvæmt upplýsingum á vef-
síðu SÁÁ og segir Vagnbjörg ógerlegt
fyrir aðra en þá sem fari í gegnum
það nám að uppfylla skilyrðin.
„Þetta eru bara nákvæmlega sömu
kröfur og þar sem við erum starf-
andi á einkastofum er ógerlegt fyrir
okkur að fylla upp í þennan tíma-
fjölda,“ segir Vagnbjörg og bendir á
að fíkniráðgjafar hjá Vörðunni hafi
meistaragráðu frá Hazelden Betty
Ford Grad uate School of Addiction
Studies í Bandaríkjunum. Námið sé
áfallamiðað, ólíkt námi áfengis- og
vímuefnaráðgjafa hér. Þá hafi þær
skilað inn nær þúsund vinnustund-
um í námi ásamt því að hafa verið í
handleiðslu allan tímann.
Fagfélag fíknifræðinga hefur líka
sótt um löggildingu starfsheitis sem
heilbrigðisstétt til heilbrigðisráðu-
neytisins og fékk neitun í maí árið
2020. Í ákvörðun ráðuneytisins segir
„að ekki verði séð að löggilding stétt-
arinnar sé nauðsynleg með tilliti til
öryggis og hagsmuna sjúklings.“
Vagnbjörg segir að fyrir henni
felist tvennt í því að ráðuneytið
neiti beiðni félagsins um löggildingu
starfsheitis sem heilbrigðisstéttar.
„Annars vegar þarf að vernda
þennan hóp fyrir okkur, það er með-
ferðaraðilum sem þjónusta þau, og
gefa þeim platform til þess að kvarta
ef þau telja á sér brotið, við vitum
hversu oft það hefur gerst,“ segir hún.
Nú heyri fíknifræðingar ekki undir
neinn.
„Það er í raun bara hægt að hefja
einkamál á hendur okkur ef við
brjótum á skjólstæðingum. Hins
vegar eru örfáir sem greiða niður
þjónustuna og Félagsþjónusta
Reykjavíkurborgar, sem er með
marga skjólstæðinga með fíkni-
vanda, hefur hætt að greiða niður en
hún gerði það á tímabili á einhvers
konar undanþágu,“ segir Vagnbjörg.
„Niðurgreiðsla til skjólstæðinga er
mikilvægasti þátturinn í því að við
fáum starfsleyfi,“ segir Vagnbjörg.
„Það að fólk hafi val um það hvert
það leitar í ráðgjöf, við viljum ekki
stíga á tær SÁÁ eða annarra heldur
veita fólki þá ráðgjöf sem það þarf
eftir að það hefur fengið læknishjálp
ef það er það sem það þarf.“ ■
Fíknifræðingar fá ekki leyfi
og segja það bitna á fólkinu
Skjólstæðingar fíknifræðinga fá meðferð sjaldan eða aldrei niðurgreidda þar
sem fíknifræðingarnir fá ekki starfsleyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
COVID -19 Rúmlega helmingur
þeirra 67.673 kórónaveirusmita sem
hafa greinst hér á landi frá upphafi
greindust í janúarmánuði. Með
smittölum helgarinnar var heildar-
fjöldi smita kominn í tæplega 34.700
hér á landi og með sama áframhaldi
nær smitfjöldinn yfir hundrað
þúsund öðrum hvorum megin við
næstu mánaðamót.
Undir lok febrúarmánaðar verða
tvö ár liðin frá því að fyrsta kóróna-
veirusmitið kom upp hér á landi.
Á fyrsta ári faraldursins greindust
rúmlega sex þúsund manns með
Covid-19 og þótti stórmál þegar
smitin voru hundrað á dag. Með
stökkbreyttum af brigðum hefur
tilfellum fjölgað ört og voru aðeins
sex dagar í janúarmánuði þar sem
smitin voru undir þúsund á dag.
Um leið hefur alvarlegum tilvik-
um fækkað eins og sést á tölum gær-
dagsins þegar rúmlega tíu þúsund
manns voru í einangrun og aðeins
þrír á gjörgæslu. ■
Helmingur smita frá upphafi í janúar
Rúmlega milljón sýni hafa verið
tekin innanlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það er alltaf hjólað í
manninn.
Guðmundur
Jónatan
Baldursson
Vagnbjörg
Magnúsdóttir
fíknifræðingur
Diana Zavjalova frá Lettlandi er meðal keppenda á Reykjavíkurleikunum sem nú fara fram og standa fram á sunnudag. Riðlakeppnin í keilu hófst á laugardag
og munu fjórir keppendur sem lengst komast útkljá málin sín á milli á fimmtudaginn í Egilshöll þar sem keilukeppnin fer fram. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 Fréttir 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ