Fréttablaðið - 01.02.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 01.02.2022, Síða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það má allavega ekki verða þannig að læknar veigri sér við að tjá sig af ótta við að vera kallaðir inn á teppi hjá yfir- boðurum sínum og fái þar skammir fyrir að hafa „rangar“ skoðanir. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Mikil áhersla hefur verið lögð á það á Covid-tímum að skylt og rétt sé að hlýða sérfræðingum enda hafi þeir vit á hlutunum. Svo sannarlega ber að hlusta á sérfræðinga en hins vegar gleymist furðu glatt að þeir eru ekki allir sammála. Sérfræð- ingarnir sem eru ósammála Covid-aðgerðum stjórnvalda fá hins vegar lítið sem ekkert vægi í umræðunni, skoðanir þeirra eru talaðar niður eða jafnvel látið eins og þeir séu ekki til. Þetta getur hvorki talist gott né hollt. Hér á landi hafa sóttvarnayfirvöld sagt að þau séu ekki alvitur og hafa, þegar vel liggur á þeim, beðið um gagnrýni. Verra er að þegar sú gagn- rýni hefur komið hafa viðbrögðin verið ansi dræm og jafnvel hefur verið gert lítið úr þeim sem koma fram með hana. Meðferðin á Jóni Ívari Einarssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Boston, er dæmi um þetta. Ragn ar Freyr Ingvars son, sér fræðing ur í lyf- og gigt ar lækn ing um og fyrr ver andi yf ir- maður Covid-göngu deild ar Land spít ala, talar nú fyrir frekari afléttingum þeirra takmark- ana sem við búum við vegna Covid. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þessum nótum. Hafi hann þakkir fyrir. Innlegg hans er mikilvægt en ekki skal dæmt um það hér hvort sóttvarnayfirvöld taki því af áberandi meiri fögnuði en þau hafa tekið gagnrýni hingað til. Það er mikilvægt að læknar tjái sig um Covid-ástandið, hvort sem þeir vilja ganga fullkomlega í takt við aðgerðir sóttvarnayfir- valda eða fara aðrar leiðir. Það má allavega ekki verða þannig að læknar veigri sér við að tjá sig af ótta við að vera kallaðir inn á teppi hjá yfirboðurum sínum og fái þar skammir fyrir að hafa „rangar“ skoðanir. Í erlendum fjölmiðlum má einstaka sinnum sjá viðtöl við sérfræðinga sem eru ósammála þeim leiðum sem stjórnvöld í landi þeirra hafa valið að fara. Þeir tala til dæmis gegn útgöngubanni, hafa efasemdir um gagn- semi þess að almenningur noti grímu, eru fylgjandi bólusetningum en segja um leið ónauðsynlegt að bólusetja ung börn. Þessir sérfræðingar eru ósammála reglum sem sótt- varnayfirvöld hafa mælt með og stjórnvöld fylgt. Það ætti að vera sjálfsagt og eðlilegt að hlusta á rök þessara sérfræðinga í stað þess að láta eins og þeir séu hluti af hvimleiðum og of fjölmennum hópi afneitunarsinna sem eru uppfullir af samsæriskenningum. Í þessum málum, eins og öðrum, þarf að eiga sér stað málefnaleg umræða, án æsings og upphrópana. n Gagnrýnin Með hækkandi sól og skipulögðum skrefum til aflétt- ingar sóttvarnaráðstafana sjáum við nú loks til lands í faraldrinum sem herjað hefur á heim allan í rúm 2 ár. Listamenn og menningarhús hafa svo sannarlega fundið fyrir högginu sem veiran hefur leitt af sér. Strax í upphafi faraldursins einsettu stjórnarflokkarnir sér að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til þess að tryggja öfluga viðspyrnu samfélagsins og það hafa mörg sveitarfélög einnig gert. Sérstök áhersla var lögð á listir og menningu enda er mikilvægi þeirra óum- deilt fyrir samfélagið. Uppskeran er handan við hornið Nýjustu viðspyrnuaðgerðirnar, og væntanlega þær síðustu, undirstrika það. Með þeim var 450 millj- ónum króna varið til tónlistar og sviðslista sem hafa farið sérlega illa út úr heimsfaraldri með allt að 87% tekjufalli. Með aðgerðunum er okkar frábæru listamönnum skapað aukið rými til frumsköpunar, framleiðslu og viðburðahalds ásamt því að styðja þá til sóknar á erlenda markaði með listsköpun sína. Íslensk list og menning á mikið erindi á erlendri grundu. Það höfum við ítrekað séð á undanförnum árum, en íslenskir listamenn hafa margir gert það gott á erlendum mörkuðum. Kynningarverðmæti skapandi greina fyrir land og þjóð er óumdeilt og er mikil væg ur þátt ur í alþjóðlegri markaðssetn- ingu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og skapandi fólk. Við viljum halda áfram á þeirri braut. Það má einnig reikna fastlega með því að fram- lag lista og menningar til andlegrar og efnahags- legrar viðspyrnu þjóðarinnar verði þýðingarmikið. Mannsandinn nærist meðal annars á menningu, að skemmta sér í góðra vina hópi, sækja tónleika, leik- sýningar eða aðra menningarviðburði. Það styttist óðfluga í að samfélagið lifni við eins og við þekktum það fyrir heimsfaraldur. Uppskeran er handan við hornið og vel undirbyggð viðspyrnan fer að birtast okkur með tilheyrandi ánægju. Við horfum því björtum augum fram á veginn, sannfærð um að íslenskt menningarlíf fari að blómstra sem aldrei fyrr. n Staðið með menningu Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- málaráðherra og varaformaður Framsóknar Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður Framsóknar gar@frettabladid.is Timburmenn í Downingstræti Hinn litríki Boris Johnson situr sem fastast í embætti forsætis- ráðherra Breta þótt að honum sé sótt fyrir linnulítið partístand í Downingstræti númer 10. Birt var skýrsla um veisluhöldin þar sem strangar reglur um sótt- varnir sem giltu fyrir almúgann í Bretlandi voru vandlega brotnar hver af annarri í sextán sam- sætum. Ekki síst er óhófleg áfengisneysla í þessum boðum gagnrýnd enda sé ólíklegt að þeir sem eru drukknir sökkvi sér í smáatriði sóttvarnareglna í réttu hlutfalli við áfengismagnið í blóðinu. Sjálfur segist Boris sjá eftir öllu saman og er þá kannski ekki fyrstur allra til að vakna með hausverk eftir partí. Nýjar leiðir til áhrifa Það er skarð fyrir skildi í þing- liði Miðflokksins sem nú telur aðeins tvo menn. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson íhugar sjálfsagt leiðir til áhrifa nú þegar hann horfir upp á enn eitt kjörtímabilið utan ríkisstjórnar. Skipulagsmál eru fyrirferðarmik- il á áhugasviði Sigmundar sem hugsanlega rennir því hýru auga til Ráðhúss Reykjavíkur þar sem fljótlega á að skipa í borgarstjórn að nýju eftir tímabil mikillar gagnrýni á framgöngu núverandi meirihluta í þeim málaflokki. Þar sýnast vera ýmis sóknarfæri fyrir önnur framboð. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.