Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 01.02.2022, Qupperneq 14
Þótt nákvæm hest- aflatala hafi ekki verið gefin upp verða þau um 400 talsins. Búast má við að nýr A4 verði aðeins boðinn sjálfskiptur með tvinnútfærslum. Ford hefur frumsýnt á myndum nýja Raptor-útgáfu Ford Bronco en bíllinn fer á sölu í Bandaríkjunum í mars næstkomandi. Ætlunin er að bjóða bílinn sem torfærubíl sem ætti að henta vel þeim Íslendingum sem þyrstir í þannig eiginleika. njall@frettabladid.is Bíllinn er hannaður af perform- ance-deild Ford og er þess vegna hærri á grind og með meiri spor- vídd. Þó að nákvæm hestaflatala hafi ekki verið gefin upp ennþá hefur Ford samt sagt að þau séu í kringum 400 talsins. Vélin er þriggja lítra línusexa með for- þjöppu. Raptor-útgáfan kemur á hærri fjöðrun að framan og aftan og öxl- arnir eru þeir sömu og í Bronco DR rally raid. Þetta þýðir að sporvíddin er 218 mm meiri og lágmarks veghæð er 332 mm sem er aukning um 122 mm. Jeppinn kemur svo á 37 tommu dekkjum á 17 tommu felgum beint frá verksmiðju. Undir bílnum er sérstök vörn fyrir fram- stuðara, vél, skiptingu og drif. ■ Stórýktar sögur af dauðadómi jeppans Sjö aksturs- stillingar verða í Raptor-út- gáfunni og heitir ein þeirra Baja sem nýtir fjöðrunina til hins ýtrasta. MYNDIR/FORD Í Bronco Raptor-jeppanum er hægt að losa hurðar eða þakbita úr bílnum. njall@frettabladid.is Njósnamyndir af bílum eru heil atvinnugrein og til eru þeir sem lúra í snjónum í lengri tíma til að lesendur bílablaða geti spáð í hvernig næstu kynslóðir bíla líti út. Einn þeirra náði þessari mynd af næstu kynslóð Audi A4 við vetrar- prófanir í Svíþjóð á dögunum en sá er ekki væntanlegur á markað fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir felubún- að má sjá talsverðar breytingar á framenda með mjórri framljósum og grilli, auk ávalari lína á vélarhlíf. Í raun eru allar línur mýkri í nýja bílnum og meiri halli á afturenda. Búast má við að þessi bíll verði aðeins fáanlegur sjálfskiptur en hann mun halda í dísil- og bensín- vélarnar sem fá munu tvinnút- færslur. Búast má við að MEB- undirvagninn verði notaður áfram en það mun koma ný, tveggja lítra bensínvél með endurhannaðri for- þjöppu. Bensínvélarnar verða með 48V tvinnútfærslu og dýrari útgáfur verða tengiltvinnútgáfur með sömu 14,4 kWst rafhlöðu og í Audi Q5. Ef Audi A4 mun koma í 100% raf- magni verður það á nýjum undir- vagni og þá ekki fyrr en 2025. ■ Næsta kynslóð Audi A4 á njósnamynd Þótt A4 komi ekki fyrr en á næsta ári eru strax að birtast myndir af honum. MYND/SKJÁSKOT njall@frettabladid.is Von er á nýrri kynslóð Mercedes- Benz E-línu á næsta ári en bíllinn kemur á markað seinni hluta 2023. Þrátt fyrir að margir sam- keppnisaðilar muni bjóða upp á rafdrifna útgáfu samhliða verður það ekki raunin hjá Mercedes en E-línan mun halda sig við tvinnút- gáfur og tengiltvinnútgáfur en láta vera að koma með 100 rafdrifna útgáfu. Þess í stað kemur sérstök EQE-útgáfa sem kemur á markað á næstu vikum. E-línan hefur verið á markaði í þrjá áratugi og þrátt fyrir að jepplingsútgáfur hafi tekið sinn hluta markaðarins er E-línan einn mikilvægasti sölubíllinn hjá Mercedes. Um 16% sölu ársins 2020 voru í þessari gerð sem eru meira en 300.000 eintök á ári. Aukin- heldur mun ekki koma Coupé eða blæjuútgáfa af E-línunni en ný gerð, CLE, mun sjá um að taka við þeim kaupendum. Bíllinn mun koma á MRA2-undirvagninum svo að hann mun geta nýtt alla þann tæknibún- að sem Mercedes býður upp á. ■ Áfram brunahreyflar í næstu kynslóð E-línu Þótt rafdrifin EQE-útgáfa sé handan við hornið ætlar Mercedes samt að koma með næstu kynslóð E-línu með brunahreyflum. MYND/SKJÁSKOT njall@frettabladid.is Það finnst kannski sumum fokið í f lest skjól þegar merki eins og Lamborghini tilkynnir um rafvæðingu framleiðslu sinnar. Lamborgh ini hefur sagt að árið 2022 verði síðasta árið þar sem aðeins brunahreyflar verði í boði í nýjum bílum þeirra. Auk þess hefur Lamborgh ini tilkynnt að allir bílar þeirra í náinni framtíð verði rafdrifnir að einhverju leyti. Strax á næsta ári munu koma tvinnútgáfur Lamborghini-bíla á markað og Lamborghini hefur einnig staðfest að fyrsti 100% raf bíll merkisins komi á markað innan nokkurra ára og að hann verði fjögurra dyra. Fyrsti Lam- borghini-bíllinn sem inniheldur rafmótor verður því tvinnútgáfa Aventador á næsta ári. Búast má við nýrri kynslóð Urus-jeppans árið 2024 og verður hann bæði sem tvinnbíll og tengiltvinnbíll. Um miðjan áratuginn munum við svo sjá Huracán-tvinnbíl en raf bíllinn er líklegur á markað 2028 eða þar um bil. Ef laust hefðu einhverjir viljað sjá Lamborghini bregast f ljótar við rafvæðingunni en þegar hafa rafdrifnir ofur- bílar eins og Rimac Nevara og Tesla Roadster sannað sig svo um munar. ■ Lamborghini tilkynnir um rafvæðingu Nýjasti bíll Lamborghini er Countach LPI 800-4 sem er bæði með V12 vél og rafmótor og skilar alls 803 hestöflum. njall@frettabladid.is Næsta kynslóð BMW M5 verður frumsýnd seint á næsta ári og eins og sjá má á nýjum njósnamyndum af bílnum er þróun nýja bílsins hafin. Herma heimildir að nýi bíllinn mun fá tvinnútfærsluna úr XM-ofurjepplingnum sem skilar 737 hestöflum. Á myndinni má sjá að grillið verður meira í eðli- legri stærð eins og núverandi bíll í stað þaninna nasavængja M3- og M4-bílanna. Framendinn verður talsvert breyttur með nýjum laserljósum, skarpari vélarhlíf og framvæng svipuðum og sjá má á 2-línunni. Breiðar hjólaskálar benda til meiri sporvíddar og á hlið bílsins má sjá merkingu þar sem á stendur að um prófun tvinnökutækis sé að ræða. Auk þess má sjá votta fyrir hleðsluopi fyrir aftan framhjólið sem segir að næsti M5 verður tengiltvinnbíll. Vélin í XM bílnum er 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og er hún pöruð við tvinnútfærsluna úr X5 45e. Það gerir 737 hestöfl og nær togið 1.000 newtonmetrum og verður nýr M5 áfram fjórhjóla- drifinn. ■ Næsta kynslóð BMW M5 verður í allt að 750 hestafla tvinnútfærslu Næsta kynslóð M5 fær vélbúnaðinn úr XM og verður fjórhjóladrifin. MYND/SKJÁSKOT 2 BÍ L A BL A ÐI Ð 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.