Fréttablaðið - 01.02.2022, Page 26
Meðal áhugamála ritstjóra
Bílablaðs Fréttablaðsins er
söfnun mynda og heimilda
um gömul mótorhjól.
njall@frettabladid.is
Bjargmundur Björgvinsson hafði
samband við undirritaðan á
dögunum með nokkrar gamlar
mótorhjólamyndir úr safni afa síns,
Bjargmundar Guðmundssonar.
Bjargmundur hinn eldri var lengst
af rafstöðvarstjóri í Hafnarfirði og
átti nokkur mótorhjól en fyrsta
mótorhjól hans var Bradbury-
mótorhjólið. Á einni myndinni
mátti sjá, svo ekki varð um villst,
mótorhjól sem bar númerið RE-187,
en það er einmitt númerið sem
Bradbury- mótorhjólið bar. Við
nánari skoðun á hjólinu á mynd-
inni má sjá að um 1911 árgerð er
að ræða sem gerir myndina ansi
merkilega, því aðeins er vitað um
eitt eldra mótorhjól á Íslandi, en
það var ELG-mótorhjólið sem kom
hingað fyrst allra árið 1905.
Bradbury-mótorhjólið var fyrst
skráð á Óskar Westlund prentara
24. apríl 1920 og er ári seinna skráð
á Bjarna Þorsteinsson, Vestur-
götu 33. Það er svo tilkynnt 1924
að í apríl 1922 hafi hjólið verið
selt Bjargmundi Guðmundssyni í
Hafnarfirði, en hann átti einn-
ig BSA-mótorhjólið HF-10 árið
1927 eða þar um bil. Allavega er
RE-187 komið á Rugby-vörubifreið
í byrjun árs 1928 svo að líklega
hefur hann selt Bradbury-mótor-
hjólið um eða eftir miðjan þriðja
áratuginn. Hjólið var upphaflega
skráð eins strokka og 3 ½ hestafl
og 60 sentimetrar á breidd svo ekki
hefur það verið með hliðarvagni.
Bradbury er eitt af fyrstu
mótorhjólamerkjunum en Brad-
bury-mótorhjól komu á markað
árið 1902 með Minerva-vélum.
Bradbury fékk einkaleyfi árið
1903 fyrir grind sem var ásoðin
sveifar ás húsinu og þar af leiðandi
þóttu hjólin stöðugri í keyrslu.
Árið 1910 voru komnar kúlulegur
í sveifarásinn og á þessum tíma
þóttu Bradbury-mótorhjólin mjög
fullkomin. Árið 1910 kom 3,5
hestafla gerðin á markað og voru
tvær gerðir Bradbury þá á markaði,
bæði 517 rsm. Gerðirnar kölluðust
Sport og Standard og voru búnar
reimdrifi. Þá voru þær búnar Dun-
lop-dekkjum og Brooks-hnakki,
en Standard-útgáfan eins og hjól
Bjargmundar var með gaslukt með
gastanki fyrir ofan bensíntankinn
og þekkist 1911 árgerðin af því. n
Elsta mótorhjólið til að nást á mynd
Bradbury
Standard frá
1911 þekkist
meðal annars
af reimdrifi og
gaslukt ásamt
skermuðu fram-
brettinu.
MYND/SKJÁSKOT
Myndin virðist
þó vera tekin
við Rafstöðina
við Elliðaár en
Bjargmundur
vann þar 1922-3
og er myndin
því líklega tekin
ekki síðar en
1923.
Sérfræðingar
í hleðslustöðvum
fyrir rafbíla
Reykjavík
Klettagörðum 25
Sími 5 200 800
Akureyri
Draupnisgötu 2
Sími 4 600 800
Reykjanesbær
Bolafæti 1
Sími 420 7200
Reyðarfjörður
Nesbraut 9
Sími 470 2020
Selfoss
Eyrarvegi 67
Sími 4 800 600
Hafnarfjörður
Bæjarhrauni 12
Sími 5 200 880
Grundartangi
Mýrarholtsvegi 2
Sími 5 200 830
Nánari upplýsingar á ronning.is/rafbilar
6 BÍ L A BL A ÐI Ð 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR