Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 5
að þarna hafi kviknað sú hugsjón sem við höfum búið okkur undir og unnið að allar götur síðan. Fyrstu hjúskaparárin vorum við í fullu starfi á akrinum, unnum á Ástjörn á sumrin og fyrir UFMH á Eyjólfsstöðum á veturna.11 „Þetta var í raun algjör óskabyrjun. Við lærðum svo margt á þessum árum. Það var auðvitað alveg sérstök áskorun að lifa og starfa nánast án þess að fá nokkur laun Nýkomin til Islands fyrir. Við fengum vissulega aðeins greitt fyrir að vinna á sumarbúðunum en þurftum að treysta á gjafir og styrki frá fólki þann hluta ársins sem við vorum á Eyjólfsstöðum. Það sem við fengum að reyna með Guði, hvernig hann mætti okkar þörfum og sá fyrir okkur þennan tíma hefur verið svo ómetanlegt í gegnum árin. Því miður var aðsóknin í skólann heldur lítil til þess að halda því starfi áfram og leið okkar lá næst til Þýskalands. Við vildum líka bæta við þekkingu okkar og reynslu og fórum út í eitt ár, bjuggum og störfuðum í kristilegri miðstöð í Svartaskógi. Þetta var ekki skóli í hefðbundnum skilningi þess en við lærðum samt meira þarna þetta ár heldur en annars staðar.“ DVÖLIN í ÞÝSKALANDI Aðalsteinn: „Ég lærði þýsku svo ég get í dag skilið flest og gert mig skiljanlegan. Mér fannst það líka gott að kynnast landinu og menningunni þar sem Cornelia á sínar rætur. Það er auðvitað margt líkt með Lesið í Lykilorðum 2007 íslendingum og Þjóðverjum en það er líka margt mjög ólíkt. Fljónaband er alltaf áskorun til tveggja ólíkra einstaklinga, hvor með sinn bakgrunn, um að verða eitt. Taka það besta úr bakgrunni hvors aðila og skapa nýtt. Það verður alltaf erfiðara að leysa það verkefni ef bakgrunnarnir eru ólíkir - eða framandi og því var það gott fyrir mig að fá þetta tækifæri til þess að kynnast Þýskalandi frá fyrstu hendi.“ Cornelia: „Það sem við græddum þó mest á dvölinni okkar úti var það sem við lærðum um samskipti og hvernig hægt er að vinna sig í gegnum erfiðleika. Þannig var t.d. hluti af dagskránni þarna úti að búa saman með annarri fjölskyldu, fólki sem við þekktum ekki neitt áður. Við vorum með tvö lítil börn og þau með eitt. Síðan var líka einstæð móðir með dóttur sína. Börnin höfðu auðvitað félagsskap hvert af öðru og okkur var líka uppálagt að vera dugleg að gera eitthvað saman með börnunum í frítíma okkar en það ríkti líka spenna milli barnanna og milli foreldra. Það voru jú ekki bjarmi | descmlxtr 2016 | 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.