Bjarmi - 01.12.2016, Page 53
1. Korintubréf 11: „Þér skuluð minnast
dauða drottins þangað til hann kemur.“
Skiptar skoðanir eru um tilurð þess, að
Hallgrímur tekur að yrkja Passíusálmana
eða hve lengi hann var að yrkja þá.
Það eitt er vitað, að hann hættir við að
yrkja Samúelssálma (þá kominn aftur í
2. Samúelsbók) og tekur til við að yrkja
Passíusálmana.
Þess hefur verið getið til, að hann hafi
þá verið farinn að kenna holdsveikinnar,
þess sjúkdóms, er að lokum dró hann
til dauða, en vissar heimildir benda þó til
þess, að það hafi ekki verið fyrr en eftir að
hann lauk við sálmana. Ekki mun fjarri lagi
að álíta, að hann hafi ort sálmana á 3-4
árum.
Sálmar sem lifa
Passíusálmarnir eru sá kveðskapur Hall-
gríms, sem lengst mun halda nafni hans
á lofti, auk útfararsálmsins, enda eiga þeir
engan sinn líka í sálmakveðskap íslendinga
og þótt víðar væri leitað.
Sálmarnir hafa orðið þjóðinni einkar
hjartfólgnir, voru fyrr á tíð sungnir eða lesnir
á föstunni á flestum heimilum, og enn í
dag eru þeir fluttir í Útvarpinu á föstunni
og í fjölmörgum kirkjum landsins. Hér
stendur ekki til að gera fræðilega úttekt á
Passíusálmunum. Best er að lesa sálmana
og láta þá tala fyrir sig.
í sálmunum lifir Hallgrímur sig inn í efni
bjarmi | desember2m6 | 53