Bjarmi - 01.12.2016, Síða 4
Þegar Drottiiui
f ær að leiða
VIÐTAL VIÐ CORNELIU OG AÐALSTEIN ÞORSTEINSSON
RAGNAR GUNNARSSON
Hver hefur ekki heyrt af bókinni Lykilorð
sem komið hefur út á hverju ári í
rúman áratug, eða af kyrrðartjaldstæði
Lífsmótunar fyrir norðan, eða bara af Alla
og Corneliu? Bjarma lék forvitni á því að
kynnast þeim, starfi þeirra og hugsjónum
og tók því hús á þeim norður í landi, nánar
tiltekið á bænum Hjalla í Reykjadal, rétt hjá
Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem
þau búa, stunda skógrækt, reka tjaldstæði
og nú síðast, frá því í vor, reka gistiheimili,
sem þau m.a. standsettu að hluta til með
hópfjármögnun á Karolina Fund. Á Hjalla
fyrirfinnum við þau ásamt yngri syni þeirra
en eldri sonurinn og báðar dæturnar eru
fluttar að heiman. Við byrjum á því að fá
þau hjónin til þess að segja aðeins frá því
hver þau eru og hvaðan þau koma því
Ijóst er að bakgrunnur þeirra er ólíkur með
áskorunum þeim sem því fylgja.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Aðalsteinn ólst upp á Akureyri en Cornelia í
Suður-Þýskalandi. „Trúarlegur bakgrunnur
okkar er samt ekki svo ólíkur. Bæði vorum
við virk í starfi KFUM og K og á báðum
stöðum voru áherslurnar mjög svipaðar:
Á uppbyggilegt félagsstarf og góða
ígrundaða kennslu sem byggði á Orðinu.“
Aðalsteinn kom reyndar ekki inn í
KFUM starfið fyrr en á unglingsárunum
en fékk grunninn að sínu trúaruppeldi hjá
föðurbróður sínum, Boga Réturssyni, bæði
á Ástjörn og eins í sunnudagaskólastarfi
hans á Akureyri, á drengjafundum
á Sjónarhæð og sem ylfingur. „Á
unglingsárunum mínum vann ég líka hjá
Boga á Ástjörn og fékk tækifæri til þess
að læra margt af honum. Við unnum
líka á sumrin með Boga á Ástjörn fyrstu
hjúskaparárin svo Cornelia fékk líka
tækifæri til þess að kynnast honum,
starfinu hans og hugsjóninni."
LEIÐIR LIGGJA SAMAN
Leiðir þeirra lágu saman og þau kynntust
í gegnum starf UFMH (Ungt fólk með
hlutverk). Cornelia segist hafa komið til
fslands af því að hún var atvinnulaus í
Þýskalandi og varð strax mjög hrifinn af
landinu. „Ég var ekki tilbúin til þess að
fara aftur til Þýskalands þegar ég var búin
að vinna hér í eitt ár og ég hafði komið á
samkomur UFMH í Grensáskirkju og heyrt
auglýst eftir einhverjum til þess að vinna
við að passa börn starfsfólks og nemenda
á fyrsta Biblíu- og boðunarnámskeíðinu
sem átti að hefjast haustið 1989 á
Eyjólfsstöðum. Mig langaði að iengja dvöl
mína í landinu aðeins og fannst þetta
spennandi og tilvalið tækifæri."
Aðalsteinn hafði nýlokið stúdentsprófi
á Akureyri og skráði sig sem nemanda í
skólann. „í stuttu máli kolféllum við hvort
fyrir öðru og vorum búin að gifta okkur
hálfu ári síðar. Það hljómar auðvitað eins
og eitthvert bráðræði en við höfum alla tíð
leitað leiðsagnar Guðs með allar smærri og
stærri ákvarðanir í okkar lífi. Þennan vetur
tókum við ekki bara ákvörðun um að heitast
hvort öðru, okkur fannst Guð kalla okkur
til þess að starfa fyrir sig. Það má segja
4 | bjarmi
desember20ió