Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 35
að svala forvitni vina minna reyndi ég að útskýra á einfaldri japönsku að þetta væri kveðja að heíman. Þó passaði það ekki alveg því ekkert frímerki var á umslaginu. Ég skyldi ekki hvernig á því stóð að ég var komin með ópóstmerkt bréf á íslensku í hendurnar. Það var ekki fyrr en talsvert seinna að ég fékk útskýringu á því hvernig á öllu þessu stóð. Sr. Asano er í stjórn Lúterska heimssambandsins og hafði nýlega verið á fundi í Sviss. Magnea Sverrisdóttir djákni er einnig í stjórn Lúterska heimssambandsins og var með honum á þessum fundi í Sviss. Þau tóku tal saman og hann sagði henni að í kirkjunni sinni í Tókýó væri ung íslensk kona. Hann sagði að hún héti Ka... lengra komst hann ekki því Magnea greip fram í fyrir honum og sagði „Karítas?" „Já“, sagði hann. „Þekkirðu hana?“ „Jáaá!“ svaraði Magnea. Og það er alveg rétt. Við Magnea þekkjumst mjög vel. Hún var starfsmaður KSH (Kristilegu skólahreyfingarinnar) sama ár og ég var formaður KSS (Kristilegra skólasamtaka) og því höfum við unnið náið saman. Auk þess er Magnea fjölskylduvinur. Þetta var heldur betur óvænt ánægja. Mér þótti afar vænt um að fá þessa kveðju og vera minnt á það hversu lítill heimurinn er. Þetta haust komst ég smátt og smátt að því hvað ég á margt sameiginlegt með „kirkju-fjölskyldu" minni í lchigaya kirkju. Við erum jú öll, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn, menningu og tungu, Guðs börn. Auk þess að vera öll lútersk, syngjum við sömu lögin, notum sömu orðin og þekkjum sama fólkið. Það hvað við eigum margt sameiginlegt bindur okkur sterkum böndum. Það er notaleg tilfinning að vera íslendingur og upplifa sig heima í kirkju í Japan. Að finna að ég tilheyrði gerði það að verkum að mér fannst ég ekki vera svo langt í burtu að heiman. Síðastliðinn vetur var ég síendurtekið minnt á það hvað heimurinn er lítill. Ég er þakklát fyrir þá dýrmætu reynslu, sem það hefur verið mér, að sækja kirkju í Japan. bjarmi | desember20ió | 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.