Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 33
er eitthvað notalegt við það að sömu orðin
séu notuð í ólíkum heimsálfum. Þegar ég
var svo spurð hvað nafnið mitt merkir kom
í Ijós að ég á „nöfnu“ í söfnuðinum. Ein
stúlkan heitir Ai sem þýðir einnig kærleikur.
Allar þessar tengingar eru skemmtilegar.
Mér finnst þær dæmi um hvað við eigum
margt sameiginlegt -já, þetta er lítill heimur.
Mérfannst ég strax verða hluti af „kirkju-
fjölskyldunni". Ég upplifði að samskipti
fólks í kirkjunni voru mun persónulegri en
í skólanum og börnin full af fjöri. Áður en
ég mætti í kirkjuna í fyrsta skipti hafði ég
aðeins séð prúðbúin börn á leið heim úr
skólanum. Krakkarnir í kirkjunni sóttust
eftir athygli þeirra eldri og skriðu upp í fang
vina og kunníngja. Með öðrum orðum voru
samskiptin eins og í íslensku fjölskylduboði
sem mér þótti mjög notalegt.
Mér fannst dýrmætt að fá að vera hluti
af japönskum söfnuði. Að fá tækifæri til að
umgangast Japani á öllum aldri var einstakt.
Mér fannst það sérstaklega dýrmætt í Ijósi
þess að á háskólasvæðinu var aðallega
ungt fólk og stór hluti skiptinemar. Kirkjuna
sækja börn á leik- og grunnskólaaldri, fólk
á mínum aldri, feður og mæður, afar og
ömmur. Þegar ég kom fyrst þótti mér vænt
um það að eldri kona kom til mín og sagði
mér að sonur hennar hefði verið í Waseda
háskóla. Með því að benda á að við ættum
þetta sameiginlegt upplifði ég að hún byði
mig velkomna í kirkjuna.
Þegar líða tók á haustið og ég fór að
venjast lífinu í Tókýó fór lífið að taka á sig
hversdagslegri blæ. Ég mætti í skólann
sex daga vikunnar og hjólaði í kirkjuna
á sunnudögum. Messan hófst klukkan
10:30 og eftir hana var sameiginlegur
hádegismatur. Að honum loknum voru
æfingar ungmennakórs kirkjunnar og
kirkjukórsins. Ég var boðin velkomin í báða
þessa kóra. Það er margt sterkt söngfólk í
söfnuðinum og því fannst mér gaman að
fá að vera hluti af þessum flottu kórum.
Kóræfingarnar voru allt að fjögurra tíma
langar. Þegar ekki voru kóræfingar eftir
messu voru aldursskiptir fundir um málefni
safnaðarins. Ég varði því öllum deginum í
kirkjunni og kom oft ekki heim fyrr en um
kvöldmatarleyti.
í októbermánuði voru nokkrar kirkjur
í Tókýó með sameiginlega tónleika. Þar
söng ég með ungmennakórnum meðal
annars „Oh, Happy Day“ sem ég þekki
úr kvikmyndinni „Sister Act 2“. Það minnti
mig á þar síðasta sumar þegar ég vann
í eldhúsinu í Vatnaskógi með hressum
stelpum. Þá spiluðum við þetta lag aftur
og aftur og sungum hástöfum með. Já,
heimurinn er lítill. Ungmenni í Japan og á
fslandi syngja sömu lögin.
í lok nóvember var kirkjukórinn með
aðventutónleika. Lögin sem við sungum
voru bæði á japönsku og latínu. Mér þótti
ögn erfitt að ná japanska framburðinum
á latínunni en hafði gaman af. Japönsku
lögin voru þó í uppáhaldi hjá mér. Þau
voru svo hæg að ég náði yfirleitt að lesa
textann. í japönsku eru þrjú stafróf og eru
þau misflókin fyrir Vesturlandabúa að lesa.
Sálmarnir sem ritaðir voru með hiragana
bjarmi | desember20i6 | 33