Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 2
Friðni* frelsarans á jólum Síðasta tölublað hvers árgangs Bjarma kemur oftast nær út skömmu fyrir jól. Með þessu blaði lýkur 110. árgangi og er það nokkuð góður aldur fyrir prentað tímarit á 21. öld. Tölublöðum hefur fækkað með tímanum og þau stækkað af hagkvæmniástæðum. Nú sláum við saman 3. og 4. tölublaði eins og í fyrra. Á næsta ári reiknum við einnig með þremur tölublöðum. Þetta tölublað er efnismikið og víða komið við. Athygli er vakin á nýútkomnum bókum íslenskra höfunda og á bókinni Guð er ekki dáinn, minnst á 500 ára afmæli siðbótarinnar á komandi ári, sem væntanlega verður gerð skil nánar á komandi ári, og kynntar nokkrar kvikmyndir og sjónvarpsþættir með trúarlegu ívafi eða innihaldi. Fréttamolar koma úr nokkrum áttum, Vigfús Ingvar Ingvarsson fjallar um kirkjusókn í Ameríku og skömm og afleiðingar hennar og S. Waage ehf. Garðabæ r^lNGI HÓPFERÐIR 5544466 Sigurjón Árni Eyjólfsson ritar um trú og tónlist. Viðamikið viðtal er við Corneliu og Aðalstein Þorsteinsson, sem búa og starfa á Norðausturlandi. Þau hafa komið víða við og eru með ýmis járn í eldinum. Karitas Hrundar Pálsdóttir heldur áfram með frásögu sína, sem hófst í síðasta tölublaði, af dvöl sinni í Japan. Ólafur Hallgrímsson fjallar síðan um Hallgrímskver sem út kom fyrir tveimur árum. Kristján Búason skrifar jólahugvekju út frá fræðilegum vangaveltum um lykilvers jólaguðspjallsins. Ýmislegt annað er þar fyrir utan að finna í Bjarma að þessu sinni. Það er von ritnefndar að efnið höfði til lesenda og sé aðgengilegt þó svo áhugasvið okkar séu margbreytileg. Senn líður að jólum. Aðventan er tími eftirvæntingar en einnig sjálfsskoðunar og iðrunar í kristinni hefð. Rétt eins og tekið er til, þrifið og skreytt í hinu ytra, er hollt fyrir okkur að skoða hvar þurfi hugsanlega að xV/ GARÐHEIMAR íSíj Hjálparstarf yMJ kirkjunnar taka til innra með okkur, hvaða óhreinindi eða bresti þurfi að bera fram í Ijósið, játa og fá fyrirgefningu fyrir. Iðrandi hjarta tekur með gleði á móti boðskapnum um að því sé frelsari fæddur. Friður stendur okkur til boða í Jesú Kristi sem fæddur var og gefinn okkur mönnunum forðum í bænum Betlehem. Friður við Guð og menn, því Guð faðir er fús að líkna þeim sem velur sér samastað hjá syni hans. Um það snýst gleði jólanna, sem segja má að sé endurljómi þeirrar himnesku dýrðar sem við eigum í vændum. Við það megum við ylja okkurí myrkum heimi: „Frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði Ijóssins, en gjörvöll mannkind meinvill í myrkrunum lá.“ Ljós Guðs birtist og kom svo við gengjum ekki áfram í myrkri, villt og ráðalaus. Guð gefi þér, lesandi góði, gleðileg jól og blessunarríkt komandi ár í Jesú nafni! Ragnar Gunnarsson GA SMÍÐAJÁRN Bjarmi 3.-4. tbl. 110. árgangur, desember 2016. ISSN 1026-5244 Útgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband ísienskra kristniboðsfélaga Ritstjórn: Ragnar Gunnarssonn og Vigfus Ingvar Ingvarsson. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson. Afgreiðsla: Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, sími 533 4900, fax 533 4909. Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 0117 26 017476, IBAN: IS18 0117 26017476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE Vefslóðir: www.bjarmi.is,www.sik.is og www.saltforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is Árgjald 5.250 kr með greiðsluseðli (fjögur tölublöð) 4.950 ef greitt er beint eða með korti) innan- lands, 5.950 til útlanda. Gjalddagi 1. maí. Verð í lausasölu 1.350 kr. Forsíðumynd: Úr persónulegu myndasafni Umbrot og hönnun: Emil Hreiðar Björnsson Prentun: Litróf bjarmi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.