Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 45
breyta 11111
stefinu
GERARD W. HUGHES
Að þekkja syndugleika okkar og taka
sinnaskiptum er ævilangt ferli. Við náum
aldrei í lífi okkar því stigi að við þurfum ekki
að taka sinnaskiptum því að það eru ótal
vitundarlög innra með okkur. Á sérhverri
stund ævi okkar getur slíkt vitundarlag
lokist upp fyrir okkur, ef við leyfum því
að gerast, og sýnt okkur hve djúpstæð
tilhneiging til að leyfa ekki Guði að vera
Guð, býr með okkur.
Guð er nærgætinn. Hann birtir okkur
syndugleika okkar smátt og smátt. Hann
virðist ekki hafa áhyggjur af misgjörðum
okkar í fortíðinni jafnvel þótt afleiðingar
þeirra kunni enn að valda okkur og öðrum
þjáningum. „Þó að syndir yðar séu sem
skarlat skulu þær verða hvítar sem mjöll."
(Jes 1.18b) Það sem hann lætur sig mestu
varða er hvert við stefnum. Ef við höldum í
átt til hans, sama hversu fjarri honum sem
við kunnum að vera, þá gengur hann fram
til að fagna okkur. Okkar raunverulega
synd felst í því að hafna því að snúa við eða
að óttast það, annaðhvort vegna þess að
við erum fyllilega ánægð með okkur eins
og við erum eða vegna þess að við álítum
að við verðum fyrst að koma lífi okkar í lag
áður en við snúum okkur til hans.
Það sem kann að koma okkur fyrir
sjónir sem ástæða til að örvænta -
einhver mistök, missir atvinnu eða álits,
vanvirða, þrálátur, siðferðilegur veikleiki,
líkamlegur eða geðrænn sjúkdómur,
brestur í hjónabandi eða mistök í trúarlegu
köllunarstarfi - getur orðið náðarstund
og upphaf nýs lífs ef við aðeins getum
viðurkennt mistök okkar og snúið okkur í
trausti til Guðs. ...
Mundu einnig að sinnaskipti (iðrun) er
ferli, ævilangt verkefni og hjá okkur öllum
verður alltaf blanda af sönnum og fölskum
sinnaskiptum. Það sem er mikilvægt er að
við viðurkennum þörf okkar fyrir Guð.
bjarmi | desember20i6 | 45