Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2016, Side 47

Bjarmi - 01.12.2016, Side 47
BÓKAKYNNING Kslensk hugvekjubók SKÁLHOLTSÚTGÁFA GAF ÚT FYRIR FÁEINUM VIKUM HUGVEKJUBÓKINA SALTOG HUNANG EFTIR SR. PETRÍNU MJÖLL JÓHANNESDÓTTUR, PREST VIÐ ÁRBÆJARKIRKJU í REYKJAVÍK. BJARMI HAFÐI SAMBAND VIÐ PETRÍNU MJÖLL TIL ÞESS AÐ FÁ AÐ VITA AÐEINS MEIRA UM ÞESSA BÓK EN LANGT ER SÍÐAN HUGVEKJUBÓK EFTIR ÍSLENSKAN HÖFUND HEFUR KOMIÐ ÚT. Hvernig bók er þetta? Bókin Salt og hunang er íhuganir út frá orðum Bibiíunnar fyrir hvern dag ársins. í henni er að finna ritningarvers úr öllum bókum Biblíunnar. Þetta eru orð sem snert hafa við mér í gegnum tíðina og ég reyni að heimfæratil dagsins í dag. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytt en fyrst og fremst er fjallað um viðfangsefni daglegs lífs eins og gleði, kvíða, sorg, samskipti, kærleika og von svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að lesa í henni daglega eða fletta upp í henni annað slagið. Aftast í henni er orðaskrá sem auðveldar lesandanum að fletta upp íhugunum sem henta við tilteknar aðstæður. Hvernig varð hún til? Ég hef heillast af Biblíunni frá unga aldri. Á bernskuheimilinu var ein til sem átti sinn heiðursstað í bókahillunni og ég reyndi að lesa hana en gekk brösuglega. Á unglingsárunum í KFUM og KFUK Keflavík varð ég svo handgengin þessari bók þegar ég las hana á markvissari hátt og í góðra vina hópi. Síðan þá hef ég lesið reglulega í henni, mismikið þó, og notið þess óendanlega fjársjóðs sem er að finna í henni. Ég kynntist henni svo algjörlega á nýjan og fræðilegan hátt í guðfræðideildinni sem opnaði augun mín enn meira fyrir því hve stórkostleg þessi bók er. En Biblían er ekki aðgengileg bók og í gegnum tíðina hafa margir nefnt við mig að þeim gengi svo illa að lesa hana. Sumir opna hana en loka strax aftur því efnið er framandi og málfarið torskilið. Þannig að mig langaði að búatil bók með ritningarversum sem hægt væri að lesa daglega með íhugunum um lífið og tilveruna og að hún væri uppbyggileg og vekjandi. Hvaða væntingar hefur þú til hennar? Ég vonast til að bókin hjálpi þeim sem vilja lesa Biblíuna en sem óar svolítið við henni og veki með þeim löngun til að kynnast henni betur. Ég vona líka að bókin verði til uppbyggingar og gleði og hjálpi þeim sem ganga í gegnum erfiðleika og líður illa. Biblían geymir nefnilega svo mikla visku og sannleika um hvað það er að vera manneskja og hvernig best sé að lifa. bjarmi | desember20i6 | 47

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.