Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2016, Page 35

Bjarmi - 01.12.2016, Page 35
að svala forvitni vina minna reyndi ég að útskýra á einfaldri japönsku að þetta væri kveðja að heíman. Þó passaði það ekki alveg því ekkert frímerki var á umslaginu. Ég skyldi ekki hvernig á því stóð að ég var komin með ópóstmerkt bréf á íslensku í hendurnar. Það var ekki fyrr en talsvert seinna að ég fékk útskýringu á því hvernig á öllu þessu stóð. Sr. Asano er í stjórn Lúterska heimssambandsins og hafði nýlega verið á fundi í Sviss. Magnea Sverrisdóttir djákni er einnig í stjórn Lúterska heimssambandsins og var með honum á þessum fundi í Sviss. Þau tóku tal saman og hann sagði henni að í kirkjunni sinni í Tókýó væri ung íslensk kona. Hann sagði að hún héti Ka... lengra komst hann ekki því Magnea greip fram í fyrir honum og sagði „Karítas?" „Já“, sagði hann. „Þekkirðu hana?“ „Jáaá!“ svaraði Magnea. Og það er alveg rétt. Við Magnea þekkjumst mjög vel. Hún var starfsmaður KSH (Kristilegu skólahreyfingarinnar) sama ár og ég var formaður KSS (Kristilegra skólasamtaka) og því höfum við unnið náið saman. Auk þess er Magnea fjölskylduvinur. Þetta var heldur betur óvænt ánægja. Mér þótti afar vænt um að fá þessa kveðju og vera minnt á það hversu lítill heimurinn er. Þetta haust komst ég smátt og smátt að því hvað ég á margt sameiginlegt með „kirkju-fjölskyldu" minni í lchigaya kirkju. Við erum jú öll, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn, menningu og tungu, Guðs börn. Auk þess að vera öll lútersk, syngjum við sömu lögin, notum sömu orðin og þekkjum sama fólkið. Það hvað við eigum margt sameiginlegt bindur okkur sterkum böndum. Það er notaleg tilfinning að vera íslendingur og upplifa sig heima í kirkju í Japan. Að finna að ég tilheyrði gerði það að verkum að mér fannst ég ekki vera svo langt í burtu að heiman. Síðastliðinn vetur var ég síendurtekið minnt á það hvað heimurinn er lítill. Ég er þakklát fyrir þá dýrmætu reynslu, sem það hefur verið mér, að sækja kirkju í Japan. bjarmi | desember20ió | 35

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.