Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 18
Í hálfleik þurfum við að eiga samtal við okkur sjálf. Hvernig viljum við eldast, hvað getum við gert sjálf til þess að auka líkurnar á góðri heilsu? Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir , ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed, og Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri GoRed. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GoRed Ísland er orðið táningur, hvorki meira né minna. Það er því nokkuð skrýtið, en táknrænt fyrir málefni ársins, að á fyrsta táningsárinu skulum við fjalla um lok frjósemisskeiðs kvenna, breytinga- skeiðið og ólíklegt að ungar konur hugsi mikið til þeirra tímamóta. En eins og kemur fram í máli þeirra sem rætt er við í blaðinu okkar, byrjar þetta skeið fyrr en konur grunar. Það hefur ekki verið fjallað mikið um efnið frá sjónarhóli hjartalæknisfræði og vonandi heldur sú umræða áfram eftir að GoRed deginum lýkur, því að mögulega munu rannsóknir, er varða hjartaheilsu eftir að breytingaskeið er hafið, breyta útreikningum áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum fyrir þennan hóp. Nýjar rannsóknir og síbreytileg vitneskja hvetur auðvitað til nýrrar hugsunar og breytinga, og oft og tíðum kollvarpast gamlar hugmyndir og aðferðir á svipstundu. Við þurfum að vera víðsýn og viðbúin. Að þessu sinni bjóðum við upp á viðtöl við tvo hjartasérfræðinga og kvensjúkdómalækni, kannski er hér um að ræða fyrstu tengingu tveggja heima, til þess að búa betur að heildrænni heilsu kvenna, en samfélagið allt þarf á því að halda að við opnum umræðuna og höldum henni á lofti, því að um óum- flýjanlegan þátt í lífi allra kvenna er að ræða og stórt lýðheilsumál. Við konur þurfum sjálfar að vera meðvitaðar um okkar heilsu, taka ábyrgð, spyrja spurninga og leita svara og aðstoðar ef þörf þykir. Tökum stjórnina og látum okkur líða sem best. Gleðilegan rauðan dag! ■ Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri GoRed, og Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed Gleðilegt GoRed 2022 Lífið getur verið alls konar og tekur sífelldum breytingum á mismunandi skeiðum ævi okkar. Við förum í gegnum kynþroska, menntum okkur, förum að vinna, eignumst fjölskyldu, missum ætt- ingja, komum okkur upp þaki yfir höfuðið og svona mætti lengi telja. Á leiðinni missum við oft sjónar á daglegum heilsumarkmiðum sem við viljum gjarnan hafa og hugsum stundum í átökum til þess að koma okkur á „beinu brautina“. Og við þolum merki- lega vel það sem á okkur er lagt þegar við erum ung og hraust en það er tímabundið. Í hálf leik þurfum við að eiga samtal við okkur sjálf. Hvernig viljum við eldast, hvað getum við gert sjálf til þess að auka líkurnar á góðri heilsu? Hér eru nokkur ráð sem við þekkjum vel – já, sama gamla tuggan, en þetta virkar! ■ Hreyfing er auðvitað ofarlega á blaði, finndu þér hreyfingu sem þér finnst skemmtileg, gjarnan utandyra. ■ Gott mataræði – það mikilvæga hér er að velja fjölbreytta fæðu, trefjaríka og forðast unnin mat- væli. ■ Reykingar? Ef þú reykir – hættu því, þetta er stærsti áhættu- þáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Það er aldrei of seint að hætta. ■ Streita? Stór áhrifaþáttur í vel- líðan okkar er að við stjórnum streitunni í okkar lífi – ekki láta streitu stjórna þér. Reglubundin hreyfing er besta ráðið til að vinna bug á streitu. ■ Svefn. Það er lykilatriði að sofa vel og endurnýja orkubirgðirnar. Ef þú af einhverjum orsökum sefur ekki vel á nóttunni skaltu leita ráðlegginga því þær eru ein- staklingsbundnar. Forðastu koff- índrykkju eftir kl. 14 á daginn. ■ Það sem skiptir máli þegar við förum inn í seinni hálfleik 2 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURHJARTAÐ ÞITT 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.