Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 8
Ég fann enga slíka rannsókn byggða á íslenska hestinum. Sigríður Björnsdóttir, yfirdýra- læknir í hrossasjúkdómum hjá MAST birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Opið verður fyrir bólu- setningar gegn Covid-19 í Laugar- dalshöll út þessa viku. Eftir það færast bólusetningar til Heilsu- gæslunnar. Bæði Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkr- unar hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetja þá sem eiga eftir að fá grunn- eða örvunarbólu- setningu til að mæta í Laugardals- höllina í vikunni. „Þetta verður aðeins f lóknara þegar bólusetningarnar færast inn á heilsugæslustöðvarnar. Þá þarf fólk að panta tíma á Heilsuveru og ef það er ekki með rafræn skil- ríki þarf það að hringja og panta tíma,“ segir Ragnheiður. Ástæðuna fyrir tímapöntununum segir Ragn- heiður vera blöndun bóluefnisins. Bólusett verði með efni frá Pfizer, tíu skammtar séu í hverju glasi svo miðað sé við að bóka í það minnsta tíu manns á sama degi. Ekki þarf að greiða komugjald þegar fólk kemur í bólusetningu gegn Covid-19 á heilsugæslustöð. Þá vekur Ragnheiður athygli á því að nú séu Covid-19 bólusetningar- skírteini með níu mánaða gildis- tíma frá seinni skammti grunnbólu- setningar. Þetta gildi fyrir 16 ára og eldri. Ef lengra er liðið en níu mán- uðir frá grunnbólusetningu muni vottorð teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því. Örv- unarskammtur endurnýjar þennan níu mánaða gildistíma. „Ef þessir níu mánuðir eru liðnir þegar fólk fer í örvunarskammt tekur það tvær vikur fyrir skírteinið að verða fullgilt að nýju svo fólk verður að huga að þessu ef það er til dæmis að fara til útlanda, ef níu mánuðirnir eru ekki liðnir endur- nýjast það strax,“ segir Ragnheiður. Þórólfur segir bæði reynsluna og erlendar rannsóknir sýna að fólk sem sé fullbólusett og hafi fengið örvunarskammt veikist minna en óbólusettir. „Það er himinn og haf á milli veikinda hjá fólki sem er óbólusett og þeirra sem eru búnir að fá örvunarskammtinn,“ segir hann. Spurður hvort fólk sem fengið hafi Covid eigi líka að láta bólusetja sig segir Þórólfur sýkinguna teljast eins og einn skammt bóluefnis. „Fyrir fólk sem hefur fengið eina Janssen og svo Covid til dæmis, þá er önnur sprautan örvunarskammtur- inn.“ ■ Bólusetningarvottorð ógild eftir níu mánuði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Engar rannsóknir eru til um blóðmagn íslenskra hesta og sömuleiðis hefur aldrei verið rannsakað hversu hátt hlutfall af heildarblóðmagni hrossa er óhætt að taka með viku millibili. ingunnlara@frettabladid.is DÝRAVELFERÐ „Miðað við núverandi þekkingu er ekki hægt að reikna út hversu mikið blóð má taka úr fyl- fullum, mjólkandi hryssum viku- lega í 8 vikur,“ segir í svari frá Sig- ríði Björnsdóttur, yfirdýralækni í hrossasjúkdómum hjá Matvæla- stofnun (MAST), við fyrirspurn frá Ole Antoni Bieltvedt, formanni Jarðarvina. Mikið hefur verið fjallað um blóðmagn íslenska hestsins vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum til lyfjaframleiðslu. Hátt í fimm lítrar af blóði eru teknir vikulega úr fyl- fullum hryssum á meðan hormónið eCG, einnig kallað PMSG, finnst í blóði þeirra. Þetta eru 14 prósent af heildarblóðmagni ef miðað er við að íslenski hesturinn sé með um 36 til 37 lítra af blóði. Gagnrýnendur blóðmerahalds telja að blóðmagn íslenska hestsins hafi verið ofmetið og að í raun séu 20 prósent af blóðmagni fylfullra hryssa tekin úr þeim við blóðtöku sem samkvæmt dýraverndarsinn- um er algjör yfirkeyrsla. Sigríður segir að eftirlit með heil- brigði og holdafari hryssanna sé helsti velferðarmælikvarðinn ásamt mælingum á blóðrauða. „Hvaðan hefur þú þær upplýs- ingar, og í hvaða formi, að blóðmagn íslenskra hryssa sé 36 til 37 lítrar?“ spurði Ole og svaraði Sigríður að hún vísaði til þumalfingursreglu sem hún lærði í dýralæknanámi. „Ég hef ekki haldið því fram að um sé að ræða nákvæmt viðmið. Þegar ég skoða þetta nánar sé ég að það er mjög lítið um rannsóknir á blóðmagni í hrossum og ég fann enga slíka rannsókn byggða á íslenska hestinum,“ svaraði Sigríð- ur. Einnig tekur hún fram að engar rannsóknir séu til um hversu hátt hlutfall af heildarblóðmagni hrossa sé óhætt að taka með viku millibili. MAST tekur fram að gögn frá lyfjatæknifyrirtækinu Ísteka um styrk blóðrauða hjá blóðmerum haldist allt blóðtökutímabilið innan almennra viðmiðunargilda fyrir heilbrigð hross. Sömuleiðis hafi skráningar sýnt að afföll blóðmera hafi verið um eða innan við 0,1 pró- sent ár hvert. Ole Anton segir óásættanlegt að gengið sé svo hart að íslenskum hryssum án þess að rannsóknir liggi fyrir um velferð þeirra. „Með öðrum orðum hafið þið leyft starfsemi um langt árabil, þar sem augljóslega hefur verið gengið mjög hart að íslenskum hryssum, án þess, að þið hefðuð hugmynd um, hvað þið voruð að gera og hvaða mörk og rammi skyldu gilda um þessa starfsemi, til að tryggja vel- ferð dýranna, sem er einmitt ykkar verkefni og skylda!“ sagði Ole Anton í svari til MAST. ■ Engar rannsóknir til um blóðmagn íslenska hestsins Matvælastofnun hefur ekki fundið eina rannsókn um blóðmagn íslenska hestsins. MYND/AWF Frumsýning 24. febrúar borgarleikhus.is Tryggðu þér miða mhj@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Meirihluti f jár- laganefndar leggur til breytingu á fjármálastefnu ríkisins til 2026 með þeim hætti að hámarkshalli á afkomu ríkissjóðs og fyrir opin- bera aðila í heild sinni verði aukinn um 0,5 prósent af vergri landsfram- leiðslu fyrir árið 2022. Þannig verði hámarkshalli fyrir hið opinbera -6,5 prósent af VLF í stað þess að vera -6 prósent. Afkomumarkmið síðari ára stefnunnar verða óbreytt. Framlögð fjármálastefna byggðist meðal annars á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Í rökstuðningi meiri- hlutans fyrir breytingunni segir að með samþykkt fjárlaga fyrir árið hafi forsendur breyst allnokkuð. Í frumvarpinu var afkoman áætluð neikvæð um 168,5 milljarða króna en endanleg fjárlög voru með 186,4 milljarða króna halla. Síðari umræða um fjármálastefn- una fer fram á Alþingi í dag og hefst þingfundur klukkan hálf tvö. ■ Fjárlaganefnd Alþingis vill hækka hámarkshalla á afkomu ríkissjóðs Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjár- laganefndar 8 Fréttir 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.