Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 30
Við trúum því að á þessu ári muni næðisrými ná aukn- um vin- sældum. Hirzlan skrifstofuhúsgögn býður upp á öll húsgögn sem þarf fyrir skrifstofuna, fundarsalinn, ráðstefnusal- inn og skólastofuna. Lykil- vörur eru ávallt tilbúnar til afgreiðslu. Hirzlan skrifstofuhúsgögn er ört stækkandi verslun sem selur gæða skrifstofuhúsgögn fyrir heimili og fyrirtæki. Hirzlan leggur mikið upp úr því að eiga lykilvörur til­ búnar til afgreiðslu fljótt og þannig heldur verslunin úti um 1.500 fermetra lager í Reykjavík þar sem rafmagnsborð og skrifborðsstólar bíða nýrra eigenda. „Hirzlan er með öll þau húsgögn sem þú þarft fyrir skrifstofuna, fundarsalinn, ráðstefnusalinn, skólastofuna og áfram mætti telja,“ segir Hall­ dór Ingi Stefánsson, sölustjóri Hirzlunnar. Frábær Dondola veltitækni Síðustu ár hefur Hirzlan kynnt fyrir fyrirtækjum hina vinsælu skrifborðsstóla sem búa yfir Don­ dola veltitækni. „360° Dondola veltitæknin, sem þú finnur bara hjá okkur í stólunum frá þýska gæðamerkinu Wagner, getur verið lykilþáttur í bættri bakheilsu,“ Vönduð skrifstofuhúsgögn í miklu úrvali „Hirzlan er með öll þau húsgögn sem þú þarft fyrir skrifstofuna, fundarsalinn, ráðstefnusalinn, skólastofuna og áfram mætti telja,“ segir Hall- dór Ingi Stefáns- son, sölustjóri Hirzlunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Enjoy Classic NEW er nýr stóll hjá Hirzlunni. Silen Space 1 er næðisrými með rafmagnsborði fyrir einn. Silen Space er 2-4 manna fundarrými. Alls kyns hús- gögn eru í boði hjá Hirzlunni. segir Halldór. „Það er tíu ára ábyrgð á þeim og sérfræðingar á borð við sjúkraþjálfara og kíró­ praktora hafa mælt með þessum stólum, þar sem seta og bak hreyfast með líkama notandans.“ Gæði rafmagnsborða aukist Svo eru það rafmagnsborðin en Hirzlan er orðin leiðandi í sölu rafmagnsborða á sanngjörnu verði að sögn Halldórs. „Síðustu árin hafa gæði rafmagnsborða aukist til muna og verðið lækkað. Við reyn­ um alltaf að eiga margar lausnir á lager og fyrir vikið er biðtími eftir rafmagnsborði oftast enginn. Í dag ætlar Hirzlan að þjófstarta tilboði sínu á Dondola skrifborðsstólum og H2 rafmagnsborðum sem á að gilda út mars.“ Ýmsar nýjungar í vændum Síðastliðið ár hefur Hirzlan stóraukið vöruval sitt, að sögn Hall­ dórs. Þar fást nú meðal annars hinir vinsælu UNI stólar sem Willamia seldi áður fyrr. „Þetta eru virkilega flottir stólar sem sóma sér vel jafnt heima sem á vinnustaðnum.“ Hirzlan hyggst bjóða fleiri nýjungar á þessu ári og hefur þegar tekið inn vinsæla skrifborðsstól­ inn Enjoy. „Við trúum því að á þessu ári muni næðisrými ná auknum vinsældum og hefur Hirzlan nú þegar selt fjölda næðisrýma frá framleiðandanum Silen. Um er að ræða eina af bestu lausnum á þessum markaði og hefur öll tilskilin vottorð um allt að A­vottun í hljóðvist sam­ kvæmt ströngustu kröfum,“ segir Halldór „Fram­ leiðandi okkar býður upp á ýmsar lausnir, til dæmis með innbyggðum rafmagnsborðum auk þess sem birtu­ og loftræstikerfi geta verið stillt af notandanum sjálfum.“ Sýningarsalur Hirzlunnar er í Síðumúla 37. Þar er opið mánu­ daga­fimmtudaga frá kl. 9 til 18, föstudaga frá kl. 9 til 17 og alla laugardaga frá kl. 12 til 16. n Nánar á hirzlan.is. 6 kynningarblað 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURSKRIFSTOFAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.