Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 14
Stjórn Bláa hersins
Hrönn Ólína Jörundsdóttir
Björn Ingi Knútsson
Davíð Sigþórsson
Tómas J. Knútsson
stofnandi Bláa hersins
Undanfarið misseri hefur Kristján
Hreinsson birt þrjár greinar í Frétta-
blaðinu þar sem hann hefur sakað
Bláa herinn og þá sem að honum
standa um lygar, spillingu, lögbrot
og óheiðarleg vinnubrögð. Stjórn og
stofnandi Bláa hersins hafa hingað
til ekki talið þessi skrif svaraverð
þar sem greinarnar dæma sig sjálfar.
En eftir síðustu grein sem birtist
í Fréttablaðinu 15. febrúar síðast-
liðinn og ber titilinn Blái herinn
og bláa höndin, teljum við okkur
knúin til að svara þeim ásökunum
og ósannindum sem Kristján leggur
fram.
Blái herinn hefur starfað síðan
1995 og varð formlega frjáls félaga-
samtök 1998. Hann var stofnaður
af Tómasi Knútssyni til að standa
að strandhreinsunum kringum
Ísland til að sporna við plast-
mengun í hafi. Á þeim 27 árum sem
Blái herinn hefur verið starfræktur
hefur Tómas leitt og leiðbeint yfir
10 þúsund sjálf boðaliðum ásamt
fyrirtækjum, skólum og samtökum
í baráttunni við plastmengun í
hafi. Þá hafa ríflega 200 kílómetrar
strandlengju verið hreinsaðir og
safnað vel á annað þúsund tonnum
af plasti, veiðarfærum og öðru rusli.
Allt efni sem safnað hefur verið
í fjöruhreinsunum hefur farið í
viðurkenndar móttökustöðvar um
land allt.
Blái herinn er meðlimur alþjóð-
legu umhverfisverndarsamtak-
anna Let’s Do It World sem stýrir
Alheimshreinsunardeginum (World
Cleanup Day) í september ár hvert.
Einnig hefur Blái herinn umsjón
með hinum árlega Strandhreins-
unardegi Norðurlandanna, Nordic
Coastal Cleanup Day í samstarfi
við sendiráð Norðurlandanna.
Árið 2018 var Blái herinn ásamt
Landvernd tilnefndur til Norrænu
umhverfisverðlaunanna fyrir verk-
efnið Hreinsum Ísland og Tómas
Knútsson var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu í janúar
2019 fyrir framlag sitt á vettvangi
umhverfisverndar. Sem dæmi um
samstarfsaðila og þátttakendur
í strandhreinsunum er fjöldinn
allur af skólum landsins, stofnanir,
starfsfólk sendiráða, frjáls félaga-
samtök, íþróttafélög (sem fá styrki
úr umhverfissjóði Bláa hersins til
æfingaferða) o.s.frv. Áfram mætti
nefna Sjávarklasann, fjölda fyrir-
tækja og björgunarsveitir ásamt
Landhelgisgæslunni sem hafa tekið
þátt í hreinsunum. Að lokum hefur
bandaríska sendiráðið margoft
tekið þátt í hreinsunum og í þeim
tilfellum lagt til framlag banda-
rískra hermanna sem hér hafa
verið við gæslustörf. Blái herinn
hefur aðstoðað erlend ríki og leið-
beint varðandi strandhreinsunar-
verkefni.
Frekari upplýsingar ásamt öllum
ársskýrslum Bláa hersins má nálg-
ast á heimasíðu Bláa hersins, www.
blaiherinn.is.
Varðandi greinaskrif
Kristján Hreinssonar
Í grein Kristjáns í Fréttablaðinu 15.
febrúar síðastliðinn sakar hann
Bláa herinn um spillingu og að taka
til sín opinbera styrki í eigin vasa
án þess að sinna þeim verkefnum
sem styrkurinn er greiddur fyrir
og eru þetta mjög alvarlegar ásak-
anir. Nefnir Kristján þar sérstaklega
nýlega veitta styrki frá umhverfis-
ráðuneytinu sem eru ætlaðir til
umhverfishreinsana 2022 en segir í
raun að hann sé sannfærður um að
Blái herinn muni ekki framkvæma
verkefnið sem var styrkt. Er Krist-
ján því að spá í framtíðina varð-
andi störf Bláa hersins. Með þessu
gerir Kristján lítið úr starfi Bláa
hersins og umhverfisráðuneytisins
en mikilvægt er að nefna að ráðu-
neytið hefur viðamikið eftirlit með
sínum styrkþegum og krefst m.a.
samantektarskýrslu og greiningar
á kostnaði í styrktum verkefnum
til að tryggja rétta meðferð fjár-
muna. Eins sakar hann núverandi
ráðherra um spillingu. Alvarlegt
er sömuleiðis að í greininni sakar
Kristján Tómas um að hafa logið
til sín fálkaorðuna sem honum var
veitt árið 2019 og rægir Kristján því
bæði orðunefnd og hennar viða-
mikla starf ásamt sjálfum forseta
Íslands.
Blái herinn hefur unnið þrekvirki
á sviði umhverfisverndar frá stofn-
un og allt sem Blái herinn gerir er
unnið fyrir opnum tjöldum. Bendir
stjórn Bláa hersins á að ársskýrsla
Bláa hersins er öllum aðgengileg á
heimasíðu hans og hefur m.a. verið
send umhverfisráðuneytinu ár
hvert. Blái herinn hefur ávallt verið
rekinn með hagsmuni umhverfisins
að leiðarljósi og stjórnin harmar að
óeigingjarnt starf Tómasar sé dregið
í efa. Stjórn Bláa hersins er ekki ljóst
hvað Kristjáni Hreinssyni gengur til
með sínum skrifum en skýrt er að
stjórn Bláa hersins og Tómas Knúts-
son munu leita réttar síns varðandi
þau ærumeiðandi ummæli sem
Kristján Hreinsson hefur birt gagn-
vart Tómasi. n
Yfirlýsing frá Bláa hernum vegna skrifa Kristjáns Hreinssonar
Covid hefur valdið truf lunum á
framleiðslu og flutningi, sem aftur
leiðir til kostnaðarauka, verð-
þenslu. Í grunninn er þetta heilsu-
farsvandamál, ekki efnahagslegt
vandamál, þó að það hafi líka
efnahagslegar af leiðingar. Helzta
lausnin er því að leysa Covid. Með
bóluefni og vaxandi hjarðónæmi er
það að gerast.
Seðlabankar 27 Evrópuríkja
hróf la því ekki við vöxtum. Þeir
eru þar flestir á núlli eða undir því.
Í mínus. Tveir aðrir seðlabankar,
sá norski og breski, sendu smá við-
vörun inn á sína markaði með 0,25%
stýrivaxtahækkun.
Vandinn er tímabundinn, og
mun ganga niður með heilsufars-
legum lausnum, auk þess, sem
vaxtahækkun mundi koma harðast
niður á þeim, sem urðu verst fyrir
barðinu á Covid, eru nú í sárum og
þurfa nýtt fjármagn. Á sama tíma
myndi vaxtahækkun hindra við-
reisn atvinnulífsins og bremsa nýja
uppbyggingu.
Seðlabanki Íslands er eini seðla-
bankinn í Evrópu, sem greinir
stöðuna öðruvísi og telur stórfellda
vaxtahækkun rétta og nauðsyn-
lega, einkum til að hemja fasteigna-
markaðinn.
Hvað þýða stórlega hækkaðir
vextir fyrir hann?
Erfiðara verður fyrir nýja kaup-
endur að kaupa. Eftirspurn dregst
saman.
Minnkandi eftirspurn virkar letj-
andi á húsbyggjendur og fjárfesta á
fasteignamarkaði. Með hækkandi
vöxtum verður líka erfiðara að
byggja.
Fasteignaverð hækkar, en lækkar
ekki.
Ef meiri eftirspurn er á heilbrigð-
um markaði, en framboð, á ekki
að drepa niður eftirspurn, heldur
auka framboð. Það verður aðeins
gert með nægum lóðum og góðu
umhverfi fyrir byggingariðnaðinn,
lágir vextir meðtaldir.
Seðlabanki hefði t .a.m. geta
boðið sveitarfélögum hagstæð lán,
kannske með 1% vöxtum, til að fara
af krafti í frágang lands, lóða og inn-
viða, til að tryggja stórfellt átak í
byggingu íbúðarhúsnæðis.
Seðlabanki hefði líka getað
hlutast til um tvennt við viðskipta-
bankana:
1. Að þeir veittu byggingarverktök-
um ríflega fyrirgreiðslu til nýbygg-
inga, t.a.m. með 1,5% vöxtum.
2. Að þeir hækkuðu vexti á lánum
til íbúðarkaupa, en bara á þeim, um
2% í 1 ár og lækkuðu þá síðan niður
í skrefum á 2. ári.
Þannig gæti framboð og eftir-
spurn á húsnæðismarkaði komizt í
jafnvægi á tveggja ára skeiði.
Þessi hugleiðing öll byggir á því,
að stýrivöxtum hefði verið haldið
við 0,5%.
Hliðarafleiðingar hækkaðra stýri-
vaxta eru, að 50 þúsund fjölskyldur,
heimili, sem eru með íbúða lán með
breytilegum vöxtum, fá á sig stór-
fellda vaxtahækkun. Vextir fjöl-
skyldu, sem skuldar 30 milljónir,
hækka um hálfa milljón á ári. Hvers
á allt þetta fólk, um þriðjungur
þjóðarinnar, að gjalda? Þess, að
hafa treyst stjórnvöldum? Þetta er
siðlaus og óásættanleg aðför að öllu
þessu fólki.
Hækkandi vextir leiða til kostn-
aðarauka hjá innf lutningsfyrir-
tækjum. Innflutt vara hækkar enn
meir. Þeir verka á sama hátt á alla
starfsemi í landinu, sem þarf utan-
aðkomandi fjármögnun. Heildar
afleiðingar verða verðþensla, ekki
verðhjöðnun.
Önnur hlið á þessu máli er sú, að
verðbólgumarkmið Seðlabanka og
stjórnvalda er 2,5%. Ef verðbólga hér
hefði ekki farið yfir það mark, hefði
mátt halda stýrivöxtum óbreyttum
við 0,5%.
Nú er raunin sú, að af tæplega
6% verðbólgu stendur húsnæðis-
liðurinn aðeins fyrir 2%. Um 4%
eru mest Covid-verðbólga, innflutt
verðbólga.
Menn með skýra sýn og góðan
skilning hefðu því mátt sjá, að stýri-
vaxtahækkun var og er ekki aðeins
óþörf, heldur óréttlát og skaðleg
fyrir f lesta eða alla í þjóðfélaginu,
nema fjármagnseigendur.
Enn önnur hlið er, að um vexti
má deila. Þar koma líka siðferðis-
leg sjónarmið inn, spurningin um
jöfnuð og sanngirni.
Eiga fjármagnseigendur (þeir
ríku) alltaf að verða ríkari og fjár-
magnsþurfar (þeir fátæku) alltaf
fátækari!?
Platon mælti með vaxtabanni.
Vextir hefðu margvísleg skaðleg
áhrif á samfélagið. Gott samfélag
þyrfti á mestum mögulegum jöfn-
uði að halda.
Í Biblíunni, Gamla testamentinu,
er á mörgum stöðum lagt bann við
vaxtatöku. Líka í Múhameðstrú.
Í rómverskum rétti var mest
gengið út frá vaxtaleysi.
Eftir banka- og fjármálakrepp-
una 2008, hafa bankar, stjórnvöld
og fjármagnseigendur í vaxandi
mæli farið inn á svipaða hugmynda-
fræði og stefnu, enda hafi kreppan
stafað af yfirgangi lánardrottna við
lánþega, sem ekki hafi getað staðið
undir yfirkeyrðri vaxtatöku.
Hafa þessir aðilar því sammælst
um, að „þátttaka“ væri miklu sann-
gjarnari, uppbyggilegri og skil-
virkari lausn heldur en lánveiting
og vaxtataka.
Síðustu 12-14 árin hefur stýri-
vöxtum þannig mest verið haldið á
núlli. Margir banka hafa meira segja
tekið þóknun fyrir að varðveita fé.
Með þessari nálgun, eru fjár-
magnseigendur hvattir, á þá þrýst,
með það, að þeir gerist „þátttak-
endur“, ásamt með gerendum, í
verkefnum og starfsemi.
Menn deila þá áhættu og ávinn-
ingi.
Það er líka þátttaka, þegar menn
setja fé sitt í hlutabréf á markaði
o.s.frv.
Þetta er nýuppvakin hugmynda-
fræði, sem byggir á sanngjarnri og
markvissri nýtingu fjármuna og
nútímalegri peningastjórnun, en,
því miður, er þessi hugsun, þetta
siðferði og þessi nálgun enn á of
háu plani fyrir Seðlabanka og marga
aðra hér. n
Seðlabanki setur fjárhag 50 þúsund fjölskyldna í uppnám
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur kaup-
sýslumaður og
stjórnmálarýnir
Seðlabanki Íslands
er eini seðlabankinn
í Evrópu, sem greinir
stöðuna öðruvísi og
telur stórfellda vaxta-
hækkun rétta og
nauðsynlega, einkum
til að hemja fasteigna-
markaðinn.
Blái herinn hefur
unnið þrekvirki á sviði
umhverfisverndar frá
stofnun og allt sem Blái
herinn gerir er unnið
fyrir opnum tjöldum.
14 Skoðun 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ