Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 44
Dásamlegast af öllu eru þó áhorfendur sem keyptu sér miða fyrir tveimur árum síðan, og eru búnir að ríghalda í miðana. NÚ AÐEINS Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR LÍFIÐ 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR Í mars 2020 frestaði Páll Óskar afmælistónleikum sem fara áttu fram í Háskólabíói. Hann er þó hvergi af baki dottinn og núna, tveimur árum seinna, er komin dag- setning á tónleikaröð sem fer fram í lok mars. ninarichter@frettabladid.is Páll Óskar er á leið í Covid-próf þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég er að fara í Covid-test. Ég er með ennisholustíflu og ég held að ég þurfi að tékka á þessu,“ segir hann. Páll Óskar er léttur í bragði þrátt fyrir það og segist aðspurður stefna ótrauður á tónleikahald í lok mars. Beðið eftir Willum „Þetta er allt á plani og þetta er bara on,“ segir hann. „Friðrik Ómar hefur yfirumsjón með tónleikunum, en við erum að ræða þetta okkar á milli,“ útskýrir Páll Óskar og segist bíða eftir tilkynningu heilbrigðis- ráðherra varðandi frekari útfærslu á viðburðinum. „Willum mun segja þann 25. febrúar hvort það verði engar hömlur eða áframhaldandi sóttvarnir.“ Páll Óskar segir að út frá þeim upplýsingum verði tekin ákvörðun varðandi aukatónleika á laugardeg- inum. „Þá myndum við halda styttri tónleika, með lægra miðaverð fyrir börn og fjölskyldufólk,“ segir hann. Lúxus að þykjast vera fimmtugur Varðandi æfingaferlið segir Páll Óskar: „Sjóið er löngu tilbúið og var tilbúið fyrir tveimur árum síðan. Heldurðu að það sé ekki lúxus að geta haldið upp á yngra afmælið sitt tveimur árum eftir að það er búið,“ segir hann og skellihlær. „Snúa klukkunni aftur á bak. Og þykjast vera fimmtugur! Þó að ég verði bullandi fimmtíu og tveggja ára. En þetta er galið. Gott að geta hlegið að þessu, Jesús minn. Eftir allan hamaganginn. En allt annað er klárt,“ segir Páll Óskar. „Við hressum upp á prógrammið og spilum okkur aðeins saman,“ segir hann og bætir við að allir sem komu að sýningunni upphaf lega séu enn að taka þátt. „Það er útlit fyrir það að allt krúið og hljóðfæra- leikararnir og listafólkið geti verið með.“ Þakklátur miðahöfum Páll Óskar kveðst þakklátur fyrir stuðning áhor fenda sem haf i beðið svo lengi eftir tónleikunum. „Dásamlegast af öllu eru þó áhorf- endur sem keyptu sér miða fyrir tveimur árum síðan, og eru búnir að ríghalda í miðana,“ segir hann. „Geturðu ímyndað þér dásam- legri og tryggari áhorfendur? Þetta er stórkostlegt.“ n Snýr klukkunni aftur á bak og þykist vera fimmtugur Að sögn Páls Óskars var sjóið tilbúið fyrir tveimur árum, en þó verður að hans sögn hresst aðeins upp á prógrammið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK odduraevar@frettabladid.is Guðný Ósk Laxdal enskukennari Sigrar Elísa- bet drottning Covid-19? „Ég held það, hún er náttúru- lega að fá þá allra bestu heilbrigðisþjónustu sem til er í Bretlandi,“ segir Guðný um nýjustu tíðindin frá bresku konungsfjölskyldunni, þau að hin 95 ára gamla Elísabet Bretlands- drottning hafi fengið Covid-19. Hún er sögð með væg einkenni. „Þau hafa fengið gagnrýni úr ýmsum áttum eftir þetta, hvers vegna það sé ekki búið að passa upp á hana í aðdraganda sjötíu ára valdaafmælisins. En það varð víst hópsmit í Windsor-kastala en fjölskyldan hefur ekkert gefið upp hvort hún hafi smitast af þeim eða Karli Bretaprinsi. Þau eiga samt líklega í óformlegum samskiptum og maður sér þau ekki beint fyrir sér kyssast og knúsast,“ segir Guðný. Hún bendir á að mikil leynd hafi hvílt yfir veikindum Elísa- betar sem gisti á spítala yfir nótt í fyrra í fyrsta sinn í áraraðir. „Þegar Drottningin mun sigra Covid-19 Elísabet Bret- landsdrottning hefur átt betri vikur en þá síðastliðnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY n Sérfræðingurinn Karl smitaðist þá neituðu þau að gefa upp hvort hún hefði farið í test, þannig að það er spurning, fékk hún Covid í fyrradag eða er lengra síðan? Guðný segist telja að Elísabet nái sér. „En ég hef auðvitað pínu áhyggjur af henni, hún er orðin svo gömul. Svo er þessi vika búin að vera rosalega erfið hjá henni. Andrés, Harry og Karl, slæmar fréttir eftir slæmar fréttir.“ n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.