Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 43
Best á tónleikunum var Cuatro Estaciones Porteñas eftir Piazz­ olla, hugleiðingar um árstíðirnar fjórar í Búenos Aíres. Þróunin er hæg, taktur­ inn er yfirleitt sá sami og tryllinginn vantar. LEIKHÚS Blóðuga kanínan Elísabet Jökulsdóttir Tjarnarbíó Fimbulvetur í samstarfið við MurMur Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson Leikarar: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Borgar Ao, Davíð Freyr Þórunnarson, Íris Tanja Flygenring, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Ævar Þór Benediktsson Leikmynd, búningar og gervi: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Borgar Ao Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson Sviðshreyfingar: Vala Ómarsdóttir Listrænn ráðunautur: Matthías Tryggvi Haraldsson Hljóðhönnun og keyrsla sýningar: Þórður Gunnar Þorvaldsson Sigríður Jónsdóttir Síðastliðinn föstudag frumsýndi leikhópurinn Fimbulvetur, í sam- starfi við framleiðslufyrirtækið MurMur, nýjasta leikverk Elísabetar Jökulsdóttur í Tjarnarbíói. Blóðuga kanínan er þó ekki ný af nálinni heldur skrifuð fyrir tuttugu árum, varðveittist á bókasafni Listahá- skóla Íslands og kom í leitirnar fyrir ekki svo löngu. Viðeigandi ferðalag fyrir þetta tiltekna leikrit sem ferð- aðist alla leið úr fortíðinni til að tala inn í samtímann. Við fylgjumst með Dísu sem hefur opnað veitingastað á átaka- svæði, umkringd linnulausum sprengingum og skothríð. Hún þjösnast við að þrífa og þjóna gest- unum sem eru kynlegir kvistir. Einnig er annar dularfullur gestur sem vofir yfir óséður en á samt alltaf sitt sæti og líka Guð. Veit- ingastaðurinn er endurspeglun af stríðshrjáðu hugarástandi Dísu og ekki er hægt að loka fyrr en hún hefur fundið lykilinn og tárið. Texti Elísabetar er hrár, ljóðrænn og harmrænn allt í senn. Hún dregur ekkert undan frekar en fyrri daginn. Sami taktur Leikstjórann Guðmund Inga Þor- valdsson skortir ekki hugrekki til að takast á við slíkan texta. Blóð- uga kanínan er stútfull af efnivið, táknmyndum og sálarf lækjum. Því miður kafar leikstjórinn aldr- ei nægilega djúpt eða gengur eins langt og handritið býður upp á. Hugmyndir koma og fara, til dæmis endurtekningarnar sem hann leikur sér með í byrjun en sjást varla aftur. Glimrandi atriði er að finna á milli sem kveikja aftur undir sýningunni, til dæmis tragikómíska náttúruat- riðið strax eftir hlé. Heildarmyndin af sýningunni er fagurfræðilega sterk en þróunin er hæg, takturinn er yfirleitt sá sami og tryllinginn vantar. Ferskur andvari Þóra Karítas Árnadóttur leikur hina hrjáðu Dísu sem leggur af stað í leiðangur inn sjálfa sig, í leit að rót sársaukans. Að mörgu leyti tekst henni ágætlega upp því texti Elísabetar er svo sannarlega hvorki auðveldur né aðgengilegur. Tilfinn- ingalegur slagkraftur karaktersins verður samt of fyrirsjáanlegur eftir því sem líða tekur á sýninguna og fleiri leikræn tilbrigði vantar til að framkalla áföllin sem Dísa er að vinna sig í gegnum. Ævar Þór Benediktsson stígur aftur á leiksvið eftir töluvert hlé og kemur eins og skrattinn klæddur trúðabúningi úr sauðarleggnum. Hann er samtímis óhugnanlegur og aumkunarverður, uppfullur af kækjum og sorg. Aðalbjörg Þóra Árnadóttir sýnir sömuleiðis sterkan leik og hefur tilfinningu fyrir tungu- taki Elísabetar sem er beitt með húmorinn að vopni. Fáráðlingur- inn, sem hún leikur, liðast um sviðið eins og snákur, slímugur og ómögu- legt er að festa hendur á honum. Skrímslið sem ásækir Dísu er aldr- ei nægilega ógnvekjandi í höndum Davíðs Freys Þórunnarsonar og hlutverkið passar fremur illa í per- sónugalleríið, sem má að hluta til skrifast á handritið. Fremur lítið fer fyrir Írisi Tönju Flygenring framan af en undir lokin nær hún að opna fyrir allar gáttir í áhrifaríku atriði Barnsins. Tónlistarmaðurinn Borg- ar Ao semur ekki einungis áhrifa- mikinn hljóðheim fyrir Blóðugu kanínuna heldur er sem ferskur andvari inn í sýninguna þegar hann leggur orð í belg. Ekki þarf að segja neinum að Ólafía Hrönn Jónsdóttir er ein af okkar bestu leikkonum en minna skal á að leikarar af hennar mæli- kvarða gera mótleikara sína betri og umturna sýningum. Hetjan hennar sést kannski lítið, enda fágæt tegund í þessum heimi, en Tárið sem hún leikur líka er stórkostlegt. Hún bæði titrar og glitrar, framkallar hlátur og grát, og lyftir Blóðugu kanínunni upp á annað plan. Von um ljós Fagurfræðileg umgjörð sýning- arinnar er að mestu í höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur sem hannar leikmynd, búninga og gervi. Gróteskustíllinn er allsráðandi en með kabarettívafi. Varnargarður- inn fyrir miðju sviðsins spilar eftir- minnilegt hlutverk en búningarnir eru aldrei nægilega sannfærandi, fyrir utan eftirtektarverða notkun á ermunum sem umvefja sig um allt, kæfandi ógn. Áföll eru í eðli sínu óreiðukennd og Blóðuga kanína Elísabetar endurspeglar það svo sannarlega. Sviðslausnir Guðmundar Inga eru stundum áhrifaríkar en ná ekki að fanga sprengikraft textans þar sem nístandi sársauki, depurð og örvænting krauma undir yfirborð- inu. Þrátt fyrir allt sem á undan hefur komið fjallar Blóðuga kan- ínan á endanum um von. Von um að það sé ljós í myrkrinu, aflausn í áföllum og að heimurinn sé góður. Þennan boðskap fangar Blóðuga kanínan fallega. ■ NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir göldr- óttan texta og fínan leik á köflum er sýningin allt of oft blóðlítil. Öskur trúðsins í myrkrinu Blóðuga kanínan fjallar um von segir gagnrýnandinn. MYND/MARÍA KJARTANSDÓTTIR. TÓNLIST João Barradas Flutt verk eftir: Keith Jarrett, Yann Robin og Astor Piazzolla Norðurljós í Hörpu miðvikudagur 16. febrúar Jónas Sen „Ærslaandar eru miklu meira pirr- andi en venjulegir draugar,“ segir kona við manninn sinn í skop- mynd. Hjónin sitja í stofunni sinni, og fyrir framan þau er draugur sem heldur á harmóníku. Harmóníku- leikurinn í Norðurljósum í Hörpu á miðvikudagskvöldið var líka dálítið draugalegur, að minnsta kosti voru tónarnir úr hljóðfærinu undarlegir. Það er ef tóna skyldi kalla. Undarleg tónlist Sá sem spilaði virtist þó vera þessa heims, þrátt fyrir að kynningarnar hans færu að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá undirrituðum. Harm- óníkuleikarinn hét João Barradas og talaði með sterkum erlendum hreim. Það, og bergmálið í salnum, gerði að verkum að erfitt var að skilja hann. Hjálplegt hefði verið að fá smá útskýringu á E[N]IGMA eftir Yann Robin, en það var draugagangurinn sem minnst var á hér að ofan. Því miður var tónleikaskráin í skötulíki. Tónlistin samanstóð af alls konar áhrifshljóðum, bæði ómstríðum tónum og hljómum, og líka smellum og höggum. Það var eins og að verða vitni að dauðastríði eða hægfara pyntingum. Harmóníkan stundi af sársauka, enda var hún bæði lamin og hrist. Þrátt fyrir það var fram- vindan rislítil; ekkert gerðist í tón- listinni, hún virtist ekki hafa neitt að segja. Herlegheitin voru óáhuga- verð og afar fráhrindandi. Óttalega rýr Nei, þá var nú meira varið í Hymn of Remembrance eftir Keith Jarrett. Þá á ég við upprunalegu tónlistina, en hana er að finna á tvöfaldri plötu sem ber heitið Hymns/Spheres. Þar má heyra Jarrett spila á orgel í risa- stórri kirkju í Ottobeuren í Þýska- landi. Hymn of Remembrance er fyrsta lagið á fyrri plötunni. Tónlistin er tilkomumikil, þrung- in andakt og eftirsjá. Upptakan með Jarrett er tignarleg, enda er hljóm- urinn í orgelinu voldugur, og svo bætist ríkuleg endurómun við. Fyrir bragðið er útkoman sérdeilis mögn- uð. Í samanburðinum var smágerð harmóníkan óttalega rýr og virkaði helst eins og lítið ferðaútvarp. Árstíðirnar sjarmerandi Best á tónleikunum var Cuatro Estaciones Porteñas eftir Piazzolla, hugleiðingar um árstíðirnar fjórar í Búenos Aíres. Eins og venjan var hjá tónskáldinu þá var hann innblásinn af tangónum, og stemningin í tón- listinni er eftir því hrífandi. Tangóelskandi Argentínubúar munu þó hafa illan bifur á tónlist Piazzolla almennt, þeim finnst hún víst allt of f lókin og takturinn held- ur frjálslegur. Fyrir vikið er ekki hægt að dansa eftir henni. Verkin hér voru samt ákaflega skemmtileg, full af grípandi laglínum og spenn- andi framvindu. Barradas spilað forkunnar vel, leikur hans var snarpur og nákvæmur, kröftugur og lifandi. Tæknilega séð var spilamennsk- an óaðfinnanleg, tandurhrein og akkúrat. Þetta var frábært; meira svona hefði mátt vera á tónleik- unum. ■ NIÐURSTAÐA: Misáhugaverð dagskrá, en góður flutningur. Draugagangur og tangó Flutningur harmóníku- leikarans João Barradas var góður, segir gagnrýnandi. MYND/AÐSEND ÞRIÐJUDAGUR 22. febrúar 2022 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.