Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 10
Landamæri Ástralíu hafa verið lokuð í næstum tvö ár. Rússnesk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk. Kristján Gíslason 65 ára fyrrverandi framkvæmdastjóri Aldrei hætta að þora! Það var hvatningin sem ég fékk frá frá föður mínum áður en ég keyrði á mótorhjóli 48.000 km í gegnum 35 lönd í fimm heimsálfum á rúmum 10 mánuðum. Ég kom heim breyttur maður. Tilgangur Vöruhúss tækifæranna er að auðvelda fólki á þriðja æviskeiðinu að gera breytingar á lífi sínu og láta óskir sínar rætast. Vöruhúsið er spennandi nýjung sem svarar kalli sífellt stækkandi hóps fólks sem komið er yfir miðjan aldur og vill feta nýjar slóðir í lífinu á einn eða annan hátt. Líttu inn á vöruhús tækifæranna.is Líkur á því að Rússar ráðist inn í Úkraínu aukast dag frá degi. Vesturveldin eru uggandi vegna ástandsins. Biden hefur samþykkt að hitta Pútín en óvíst er hvenær fundur fari fram. tsh@frettabladid.is ÚKRAÍNA Mikil óvissa ríkir enn varðandi mögulega innrás Rússa í Úkraínu en Bretar segja Rússa vera langt komna með að undirbúa slíka innrás. Talsmaður Boris Johnson forsætisráðherra sagði á fjölmiðla­ fundi að Bretar hefðu haldbærar upplýsingar um að Vladímír Pútín Rússlandsforseti væri búinn að setja hernaðaráætlanir sínar í farveg. „Upplýsingar okkar gefa til kynna að Rússar ætli sér að hefja innrás og að áætlun Pútíns Rússlandsforseta sé um innrásina sé í raun þegar komin til framkvæmda,“ sagði tals­ maður Boris Johnson í gær. Rússar hafa komið um 150 þús­ und manna herliði fyrir við landa­ mæri Úkraínu og hafa Banda ríkja­ menn lýst því yfir að ef til innrásar komi muni þeir bregðast við „hratt og örugg lega“. Bandaríkjamenn segjast hafa trúverðugar upplýsingar um að rússnesk hernaðaryfirvöld séu í óðaönn að gera lista yfir úkraínska ríkisborgara sem verði drepnir eða sendir í fangabúðir komi til innrás­ ar. Rússnesk yfirvöld hafa þó alfarið hafnað því og segja að um helberan skáldskap og lygar sé að ræða. Joe Biden Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að hitta Pútín til að ræða Úkraínu deiluna en sagði að fundurinn myndi aðeins eiga sér stað ef Rússar ráðast ekki inn í Úkraínu. Rússar hafa þó sagt að engar formlegar áætlanir séu um fund með forsetunum tveimur. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, þeir Sergei Lavrov og Anthony Blinken, munu funda um ástandið í Genf næsta fimmtu­ dag. Eins og áður hefur verið greint frá er ein af lykilkröfum Rússa sú að Úkraína muni ekki fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið og að vestur­ veldin afturkalli heraf la sinn frá löndum Austur­Evrópu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur tjáð Pútín að ólík­ legt sé að Vesturlönd muni verða við þessum kröfum en hefur þó sjálfur sagt að nauðsynlegt sé að halda samtalinu á milli Rússlands og Vesturlanda áfram. Rússnesk stjórnvöld greindu frá því í gærkvöldi að þau hygðust viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk sem eru innan landamæra Úkraínu. Þetta kom fram í tilkynningu frá stjórnvöldum í Kreml, BBC greinir frá. Úkraínski herinn hefur barist um héruðin undanfarin átta ár við rússneskumælandi aðskilnaðar­ sinna sem ráða þar ríkjum en þeir vilja stofna sjálfstæð lýðveldi með stuðningi Rússa sem talið er að gæti aukið líkurnar á því að Rússar sendi herafla inn í landið. Rússar lýstu yfir f lugbannssvæði á sunnudag yfir Asovshafi sem liggur á milli Krímskaga og megin­ lands Úkraínu í norðri og Rússlands í austri. Ákvörðunin var tekin sam­ hliða því að Rússar sendu skipaflota inn á hafið á sunnudag. Á mánudag var einnig tilkynnt um að tíu evrópsk flugfélög hefðu frestað eða hætt við flug til Úkraínu en innviðaráðherra Úkraínu, Oleks­ ander Kúbrakov, segir þó úkraínska lofthelgi enn vera opna og örugga. n Segja Vladímír Pútín þegar hafa sett áætlun um innrás í Úkraínu af stað Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Genf síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY mhj@frettabladid.is COVID-19 Fullbólusettir ferðamenn geta nú heimsótt Ástralíu eftir næstum tveggja ára lokun landa­ mæranna. Reglur Ástrala á landa­ mærunum voru með þeim hörðustu í heimi í gegnum faraldurinn. Ástr­ ölum var hleypt aftur inn í landið seint á síðasta ári en ferðamenn og útlendingar höfðu þurft að bíða þangað til í gær. Það var mikið um grát og faðmlög á f lugvellinum í Sydney í gærmorgun er fólk hitti ástvini sína í fyrsta sinn í langan tíma. Um 50 f lugvélar frá öðrum löndum lentu á flugvellinum í Syd­ ney í gær. Samk væmt BBC er u þett a jákvæðar fréttir fyrir ferðaþjónustu landsins en um 660.000 manns vinna í ferðaþjónustu í Ástralíu. Óbólusettir ferðamenn sem vilja fara til Ástralíu þurfa enn að fara í 14 daga einangrun á hóteli sem þeir þurfa sjálfir að greiða fyrir. Ferðamenn mega hins vegar ekki heimsækja vesturhluta Ástralíu fyrr en 3. mars næstkomandi. Ferða­ menn sem ætla þangað eftir opnun þurfa að vera þríbólusettir. n Ástralía opnar landamærin að nýju Það var mikið um gleði og faðmlög á flugvellinum í Sydney í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY mhj@fretttabladid.is COVID-19 Öllum takmörkunum í tengslum við kórónuveirufar­ aldurinn verður aflétt í Bretlandi fimmtudaginn 24. febrúar. Frá og með fimmtudeginum verður ein­ staklingum sem smitast af kóróna­ veirunni ekki lengur skylt að ein­ angra sig. Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, kynnti breytingarnar fyrir breska þinginu í gærkvöldi. Þá mun breska ríkið hætta að greiða lágtekjufólki sem greinist með veiruna um 500 pund eða rúmlega 85 þúsund krónur. Þeim sem smitast verður eftir sem áður ráðlagt að halda sig heima þótt það verði ekki skylda. Ein umdeildasta breytingin á að taka gildi 1. apríl en þá verður ein­ staklingum gert að greiða sjálfum fyrir PCR­skimun fyrir veirunni. Stjórnarandstaðan í Bretlandi hefur lýst áhyggjum af því að ríkis­ stjórnin sé að fara of geyst af stað með afléttingar, þá sérstaklega fyr­ irhuguð endalok ókeypis skimana. „Covid­19 mun skyndilega hverfa á brott en ef við byðum með eftir­ standandi afléttingar þar til stríðið er fullunnið værum við að takmarka frelsi almennings um ókomna tíð,“ sagði Johnson í breska þinginu í gær en BBC greinir frá. n Takmörkunum verður aflétt að fullu í Bretlandi Boris Johnson á leið í breska þingið að kynna afléttingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 10 Fréttir 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.