Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 36
Atburðir haustsins hafa varla farið fram hjá neinum. Ljóst er að hlutir fóru aflaga og verklag var ekki í lagi. Mér finnst mikilvægt að við stöndum við yfirlýsingar okkar og sýnum að okkur sé full alvara með að ætla að hlusta á þolendur, vinna gegn ofbeldi og taka á því af festu og fagmennsku. Vanda Sigur- geirsdóttir, formaður KSÍ Þó að iðkendum innan KSÍ hafi fjölgað eru sum félög að glíma við fækkun, ekki síst félög á landsbyggðinni. Eitt helsta markmið KSÍ er að fjölga iðkendum. 16 Íþróttir 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR Knattspyrnusamband Íslands hefur opinberað ársreikning sinn ásamt greinargerðum fyrir árið 2021 en sambandið tapaði 25 milljónum króna á árinu. Ársþing KSÍ fer fram um næstu helgi þar sem kosið verður í stjórn og um for- mann. benediktboas@frettabladid.is KNATTSPYRNA Knattspyrnusam- band Ísland var rekið með tapi upp á tæpar 25 milljónir króna á síðasta ári og segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í ársskýrslunni að tapið eigi sér eðlilegar skýringar, meðal annars vegna þeirra aðgerða sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að sporna við enn frekara tapi var hagrætt á ýmsum sviðum. Rekstrartekjur sambandsins voru fjórum prósentum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir og þá voru tekjur af landsleikjum 37 milljónum undir áætlun. Rekstrargjöld voru hins vegar 14 milljónum undir áætlun Hneykslismál sem skóku sam- bandið og ák veðna leikmenn landsliðsins höfðu mikil áhrif á skrifstofu- og stjórnunarkostnað KSÍ sem fór 16 milljónir fram yfir áætlun sem skýrist af kostnaði við aðkeypta sérfræðiþjónustu og auka- þing KSÍ. Þessi aðkeypta þjónusta er meðal annars kostnaður vegna almannatengla og lögfræðiráðgjöf. Á fundi stjórnar KSÍ þann 29. ágúst 2021 ákvað þáverandi for- maður, Guðni Bergsson, að segja af sér og lét hann þegar af störfum. Á fundi stjórnar KSÍ þann 30. ágúst 2021 ákváðu þáverandi stjórn og varamenn í stjórn að segja af sér. Vanda fékk Guðna til að birta stutta kveðju í ársskýrslunni þar sem hann þakkar fyrir sig og segir að auðvitað hefði hann óskað að endirinn hefði verið ánægjulegri. KSÍ gerir þó ráð fyrir því að kom- ast réttum megin við núllið á árinu og að hagnaður sambandsins verði um 21 milljón króna. Gert er ráð fyrir að heildartekjur KSÍ á árinu verði um 1,6 milljarðar og hækki um 30 milljónir milli ára. Reiknað er með að heildargjöld ársins 2022 verði um 1,5 milljarðar. Eftir fram- lög til aðildarfélaga verður því hagnaðurinn 21 milljón. ■ Hallarekstur í Laugardal Það er margt sem þarf að laga í Laugardal miðað við ársskýrsluna. Völlurinn er á undanþágu, fækkun er á iðkendum á landsbyggðinni og hallarekstur upp á tugi milljóna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hordur@frettabladid.is KNATTSPYRNA Ljóst er að fram- kvæmda er þörf á Laugardalsvelli ef ekki á að koma til þess að íslensku landsliðin þurfi að leika leiki sína á erlendri grundu. Völlurinn er barn síns tíma og er UEFA farið að krefja knattspyrnusambandið um svör. Þetta kemur fram í ársskýrslunni. „Aðstaðan er með öllu óboðleg. UEFA hefur krafist svara um fram- kvæmdir og ljóst að aðgerða er þörf,“ skrifar Vanda Sigurgeirsdóttir, for- maður sambandsins, í ávarpi sínu um völlinn. Framkvæmdir hafa lengi verið á teikniborðinu en lítið hefur þokast síðustu ár. „Við þurfum völl sem uppfyllir kröfur um alþjóðaknatt- spyrnu, sem ýtir undir árangur en hamlar honum ekki. Glæsilegir knattspyrnuvellir spretta upp víða um Evrópu og ekki skortir á hug- myndir um uppbyggingu vallar hér á landi. Stjórnvöld þurfa því að bretta upp ermar og láta verkin tala,“ skrifar Vanda. ■ UEFA er farið að krefja KSÍ um svör Hrafnslaupur á Laugardalsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK hordur@frettabladid.is KNATTSPYRNA Guðni Bergsson, fyrr- verandi formaður KSÍ, fékk 18,6 milljónir greiddar frá Knattspyrnu- sambandi Íslands á síðasta ári. Um er að ræða laun og launauppgjör til Guðna. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi KSÍ sem opinberaður var um helgina. Guðni sagði starfi sínu lausu í lok ágúst á síðasta ári og við starfi hans tók Vanda Sigur- geirsdóttir í október. Vanda fékk 4,4 milljónir í greiðslur frá KSÍ á síðasta ári en hún sækist eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins um komandi helgi. Í ársreikningum kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi fengið 16,2 milljónir í laun eða um 1,3 milljónir á mánuði. Laun og verktakagreiðslur við A-landslið karla voru 124 milljónir króna á árinu og hækkuðu um 22 milljónir á milli ára. Laun og verk- takagreiðslur vegna A-landsliðs kvenna voru 57 milljónir og hækk- uðu um fimm milljónir á milli ára. ■ Launin hjá þeim sem stjórna KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi for- maður KSÍ 25 milljóna króna tap varð á rekstri KSÍ. 186 milljónum munaði á kostnaði A-landsliða karla og kvenna. 80% tekna KSÍ eru í erlendri mynt. 86 milljónir verða tekjur KSÍ af landsleikjum og er gert ráð fyrir 40% sætanýtingu á heima- leiki A-landsliðs karla. Þessar tekjur voru 190 milljónir 2019. 1 milljón námu sektir vegna refsistiga og brottvísana þjálfara og starfsmanna liða árið 2021. 187 störf mannaði skrif- stofa KSÍ eina helgina í ágúst. 34 störf mannaði skrif- stofa KSÍ aðra helgi í ágúst. 18,6 milljónum króna námu laun og launa- uppgjör við fyrrver- andi formann. 67 milljónum munaði á kostnaði við laun og verktakagreiðslur hjá A-landsliði karla og kvenna. Hjá körlunum var kostnaðurinn 124 milljónir en 57 hjá konunum. 16 milljónir fór skrif- stofu- og stjórnunar- kostnaður fram yfir áætlun sem skýrist af kostnaði við aðkeypta sérfræðiþjónustu eins og almannatengsl, lög- fræðiráðgjöf sem og aukaþing.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.