Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Innréttingar og Tæki selja flest allt sem þarf inn á baðherbergið. Við erum meðal annars með sturtur, sturtuklefa, sturtubotna, blönd- unartæki, handlaugar, klósett, baðkör, baðinnréttingar, spegla og speglaskápa, mosa fyrir veggi, sápur og meira að segja bað- sloppa,“ segir Íris Jensen eigandi. „Við erum sannkölluð sérvöru- verslun á þessum markaði.“ Innréttingar og Tæki eru eitt af rótgrónustu fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Sagan nær aftur til ársins 1945 þegar amma Írisar stofnaði heildsöluna Jensen Bjarnason og co. Íris tók svo við rekstri fyrirtækisins ásamt eigin- manni sínum Grétari Þór Grétars- syni árið 2014, en áður höfðu foreldrar Írisar rekið fyrirtækið farsællega frá árinu 1993. „Þetta er algjört fjölskyldufyrir- tæki. Maðurinn minn er í annarri vinnu, en kemur svo alltaf upp í búð að vinnudegi loknum. Og ef foreldrar mínir eru ekki á staðn- um, þá eru börnin hérna. Svo bíð ég bara eftir að ömmubörnin mæti á vaktina,“ segir Íris og hlær. Mikið af nýjum innréttingum og spennandi litum „Við erum að fá mikið af nýjum baðinnréttingum um þessar mundir, en þær byrjuðu að koma um áramótin og eru enn að detta inn. Á þessu ári verða nýjar gerðir af útliti að koma inn fram á vor og bara í þessari viku og þeirri næstu á ég von á ýmsu nýju, en að sjálfsögðu verðum við líka alltaf með vinsælustu innréttingarnar,“ segir Íris. „Það eru alltaf að koma nýir litir eins og dekkri hnota og jafnvel bleikar borðplötur og bleikir vaskar. Það er mikið af nýju útliti að koma sem maður hefur ekki séð lengi, til dæmis bláar og grænar innréttingar, sem hafa ekki sést síðan 1996. Þarna er tískan að ganga í hringi eins og í fatnaði. Það eina sem er alveg nýtt í þessu eru svört og grá blöndunartæki, þau hafa aldrei verið vinsæl áður. Ég hugsa að við séum kannski djarfari í litavali og hugmyndum en margir aðrir, það er ekki hægt að fá bæði bleikt og svart klósett alls staðar,“ segir Íris. „Við bjóðum líka upp á steinflísasturtubotna, sem eru mjög vinsælir og þar er hægt að velja á milli 15 ólíkra lita. Fólk á að geta gert baðherbergin hugguleg með réttu litunum og sem betur fer eru svörtu og hvítu baðherbergin að fara út og litir að koma inn. Svo er hægt að blanda saman ólíkum litum til að skapa eitthvað einstakt og persónulegt.“ Allir geta skapað griðastað „Margir líta á baðherbergið sem griðastað og við getum hjálpað fólki að skapa griðastað eftir þeirra eigin höfði, en það er misjafnt hvað fólk leggur áherslu á. Fólk er til dæmis ýmist sturtu- eða baðkars- fólk og nú eru komnar nýjar „walk- in“ sturtur sem eru mjög vinsælar hjá körlum. Þeir leggja almennt meiri áherslu á góð blöndunartæki og stórar sturtur, á meðan konur fara frekar í baðkörin með kerta- ljós og hvítvínsglas,“ segir Íris og hlær. „Svo er vísitölufjölskyldan með annað sjónarmið. Þá þarf til dæmis að vera baðkar fyrir börnin og það er eitt sem vantar á flestum baðherbergjum á Íslandi og fjöl- skyldur finna oft mikið fyrir, það er góðar hirslur fyrir allt sem þarf að vera á baðherberginu. Íslensk baðherbergi eru oftast teiknuð of lítil og engan langar að þurfa að hlaupa um og leita að handklæði eða geyma klósett- pappír eða snyrtivörur annars staðar en á baðherberginu, þar sem þetta er notað,“ segir Íris. „Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að bjóða innréttingar sem hafa stórar og djúpar skúffur og hand- klæðageymslur. Fólk hefur ólíkar þarfir og væntingar til baðher- bergja, en það er allt til hjá okkur svo við getum komið til móts við allar þarfir. Til að setja punktinn yfir i-ið og skapa auka hlýleika er svo sniðugt að setja upp mosa í ramma, sem er mjög vinsælt. Við bjóðum upp á alls konar form og liti og þetta hentar vel á baðherbergi, en má reyndar ekki blotna,“ segir Íris. Gefa hverjum viðskiptavini viðeigandi ráð Íris segir að viðskiptavinirnir séu fjölbreyttir, allt frá iðnaðar- mönnum til fólks sem er rétt að byrja að búa. „Við leggjum mikið upp úr per- sónulegri þjónustu og reynum að aðstoða fólk með þær hugmyndir sem það hefur,“ segir Íris. „Fólk kemur með málin til okkar og við aðstoðum við að nýta rýmið sem best. Oftast spyrjum við líka út í hve margir eru að fara nota bað- herbergið til að vita hve mikið þarf af hirslum. Við bendum fólki svo á að það þarf að velja litina og hlutina sjálft og fara eftir buddunni. Við reynum alltaf að ráðleggja hverjum og einum eftir því sem þeim hentar og reynum aldrei að hvetja fólk til að kaupa dýrari vörur en það vill.“ Hægt að gera upp að hluta „Það er dýrt að gera upp baðher- bergi, en þeir sem vilja gera það að hluta geta fengið hluti hjá okkur sem er hægt að púsla saman við gamlar innréttingar. Þannig er til dæmis hægt að setja inn nýja borðplötu, handlaug eða blönd- unartæki og ef fólk er að taka baðkarið og setja sturtu er hægt að setja flísar til að púsla yfir það sem vantar á veggina þegar baðkarið er farið,“ segir Íris. „Þannig er hægt að gera eldra baðherbergi upp að hluta og blanda saman gömlu og nýju til að fá nýtt útlit. Það er skemmtilegt að þurfa ekki að gera allt í einu og skipta bara út því sem er ekki lengur í lagi eða maður er þreyttur á,“ segir Íris. n Innréttingar og Tæki eru í Ármúla 31. Sími 588 7332. Sjá nánar á i-t.is. Svört blöndunartæki eru klassísk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mosi á vegginn eykur hlýleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hjá Innréttingum og Tækjum fá allir ráðleggingar sem henta þeirra þörfum. Það er mikið úrval af blöndunartækjum í boði. Hjá Innréttingum og Tækjum er hægt að fá allt sem þarf til að skapa griðastað eftir sínu höfði. Það eru alltaf að koma nýir litir fyrir baðherbergisinnréttingar. Íris segir að Innréttingar og Tæki séu djarfari í litavali en margir aðrir. Það er mikið af nýju útliti að koma sem maður hefur ekki séð lengi, til dæmis bláar og grænar innréttingar, sem hafa ekki sést síðan 1996. Íris Jensen 2 kynningarblað A L LT 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.