Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En varla er lausnin að setja lækna okkar og heilbrigðis- starfsfólk í þá stöðu að þurfa annað hvort að brjóta alþjóðlegar siðareglur eða lands- lög? Færum ráð- húsið og Stjórnar- ráðið nær fólkinu. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Það felast tækifæri fyrir okkur á landsbyggðinni að byggja upp öfluga upplýsingatækni. Faraldurinn kenndi mörgum okkar að sinna í ríkara mæli störfum að heiman. Veiran hefur þannig stutt við það sem landsbyggðin hefur talað lengi fyrir að staðsetning skiptir æ minna máli með tilkomu net- og tækni- væðingar. Stafræn þróun hefur fært okkur skilvirkari stjórn- sýslu og dregið úr mikilvægi staðsetningar. Staðsetning skiptir æ minna máli og störf eru nú auglýst án stað- setningar. Nýverið steig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, það framfaraskref að tilkynna að næstum öll störf ráðuneytisins yrðu auglýst án staðsetningar. Stafræn þróun hefur gert okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og ráðherrann hefur svarað kalli sveitarstjórnarmanna landsbyggðanna sem lengi hafa kallað eftir þessari þróun. Við í sveitarstjórn- um eigum að feta í sömu spor. Sameinuð sveitarfélög eins og Fjarðabyggð sem ná yfir fleiri en einn byggða- kjarna hafa byggt upp miðlæga stjórnsýslueiningu þar sem starfsfólk skrifstofunnar kemur saman. Upplýs- ingatæknin gerir það að verkum að við getum í auknum mæli haft störf innan Fjarðabyggðar óháð staðsetningu. Það dregur úr þörfinni fyrir stór stjórnsýsluhús eða ráðhús þar sem valmöguleikar fyrir færanlegum skrifstofum innan mannvirkja sveitarfélaganna og heimavinnu hafa aukist á undanförnum árum. Nú ætti að vera komið að þeim tímapunkti að yfirbyggingin minnki, frelsi starfsfólks aukist og vonandi aukið hag- ræði. Innan Fjarðabyggðar eru mannvirki í eigu þess og notkun sem mætti nýta í auknum mæli. Þá hefur Múlinn í Neskaupstað gefið góða raun og sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fyrir fjölbreytta starfsemi. Við eigum að horfa meira til slíkra nýsköp- unarsetra og sameiginlegrar skrifstofuaðstöðu þeirra sem sinna störfum án staðsetningar. Lykillinn er skýr stefna sveitarfélags um uppbygg- ingu stafrænnar þróunar. Í upplýsingabyltingunni felst byggðafesta framtíðarinnar. Færum ráðhúsið og Stjórnarráðið nær fólkinu. n Bæjarskrifstofuna heim Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður NÚ AÐEINS Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR ser@frettabladid.is Þriðji fullnaðarsigurinn Allt er þegar þrennt er, eða gæti allt verið þegar fernt er, jafnvel fimm? Þetta er auðvitað stóra spurningin þegar hillir undir þriðju fullnaðarafléttinguna á farsóttartímum íslenskrar þjóðar sem fram mun fara með viðhöfn á föstudag. Nú er spurn- ingin hvort þetta verður hin endanlega allsherjaraflétting eða hvort aftur þurfi að skella í lás. Það kom í hlut Svandísar Svavarsdóttur að tilkynna fyrstu tvær fullnaðarafléttingarnar á stóli heilbrigðisráðherra, en nú er það Willum Þór Þórsson sem fær að lýsa yfir fullnaðarsigri, í fyrsta sinn í sinni ráðherratíð. Hvort skiptin verða fleiri veit veiran ein. Hættum þegar hæst ber Það er vitaskuld til marks um fordæmaleysi farsóttartímans að þá fyrst er lýst yfir endanleg- um allsherjarsigri í baráttunni við óværuna þegar flestir eru með hana. Það gat auðvitað engan órað fyrir slíkum og því- líkum endalokum. Og sennilega hefðu landsmenn klórað sér svo- lítið í kollinum fyrir nokkrum misserum eða svo ef þeir hefðu heyrt þau spakmæli úr munni sóttvarnalæknis lýðveldisins að líklega myndum við á endanum segja þetta gott þegar flestir væru smitaðir. Það heitir víst að hætta þegar hæst ber. n Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á útlendingalögum, en ljóst var að endurskoða þyrfti allmörg ákvæði núgildandi laga til að gera meðferð mála skýrari. En frumvarpið er sannarlega ekki gallalaust og hafa stjórnir Læknafélags Íslands og Félags læknanema gert alvarlegar athugasemdir við þann hluta frumvarpsins sem varðar heilbrigð- isskoðanir og læknisrannsóknir, nánar tiltekið nítjándu grein. Í umræddri grein er lögreglu gert heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd. Er þá átt við rann- sókn til að úrskurða um hvort einstaklingur sé nægilega hraustur til að ferðast, gögn sem eru nauðsynleg til að geta sent einstakling úr landi. Gera má ráð fyrir því að sá sem neitar að undirgangast læknisrannsókn svo afla megi slíks vottorðs vilji ekki vera sendur úr landi enda er oftar en ekki verið að vísa fólki aftur í aðstæður sem eru ekki heilsubætandi. Skiptar skoðanir eru á því hvernig skuli taka á þeirri aukningu fólks sem hingað sækir eftir að hafa verið veitt vernd í öðru Evrópulandi. En varla er lausnin að setja lækna okkar og heilbrigðis- starfsfólk í þá stöðu að þurfa annað hvort að brjóta alþjóðlegar siðareglur eða landslög? Í Alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúkl- ingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknis- þjónustu“. Því er ljóst að læknir sem þyrfti að taka á móti einstaklingi, gegn vilja hans og gefa út heilbrigðisvottorð svo senda mætti hann þangað sem hann ekki vill fara, væri að brjóta téðar siðareglur. Sérstök athugasemd er gerð við að samkvæmt frumvarpinu getur lögreglan fyrirskipað slíka rannsókn, án dómsúrskurðar. Í sakamálum hér á landi þarf dómsúrskurð til að gera sakborningi að sæta líkamsrannsókn. Það liggur þannig ljóst fyrir að útlendingar eru settir skör lægra en sakamenn. Læknar eru með þessum breytingum settir í ómögulega stöðu. Ekki aðeins vegna þess að mögulega þurfi þeir að brjóta siðareglur til að framfylgja landslögum, heldur er einnig margt óljóst um framkvæmdina og ábyrgð lækna. Talað er um að heilbrigðisstarfsmaður eða annar aðili geti framkvæmt „heilbrigðisskoðun“ sem er nýyrði í þessum efnum og hvergi er skil- greint hver þessi „annar aðili“ er. Nítjánda grein frumvarps til laga um breyt- ingu á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd), er ekki til þess fallin að straumlínulaga þung- lamalegt og oft ómanneskjulegt kerfi sem tekur á málum hælisleitenda og verður að bæta. n Lög eða reglur SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.