Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 42
Þessi sýning er að vissu
leyti límið á milli
konsept-áranna og
nýja málverksins sem
byrjar að láta á sér
kræla eftir 1980.
Sýningin Auga í naglafari
stendur yfir í Portfolio gallerí
Hverfisgötu. Þar sýnir Helgi
Þorgils Friðjónsson verk frá
árunum 1977-1987. Listfræð-
ingurinn Jón Proppé og Stein-
grímur Eyfjörð voru Helga
innan handar í verkefninu.
kolbrunb@frettabladid.is
„Þessi umbrotaár undir lok áttunda
áratugarins og í byrjun þess níunda
voru mjög merkilegur tími í íslenskri
menningarsögu. Það var að losna
um svo margt,“ segir Jón Proppé. „Á
þessum árum var að verða opnun
sem við höfðum ekki upplifað áður
og margar af þeim hugmyndum sem
enn er verið að vinna úr í íslenskri
myndlist voru að mótast. Fólk var
ekki lengur alveg í sömu skotgröf-
unum og hafði verið, pólitískum
eða menningarpólitískum, abstrakt
á móti landslagi og svo framvegis.“
Afhelgun málverksins
Spurður hvað einkenni verkin á
sýningunni segir Jón: „Þessi sýning
er að vissu leyti límið á milli kons-
ept-áranna og nýja málverksins
sem byrjar að láta á sér kræla eftir
1980. Þá verður ákveðin afhelgun
málverksins sem er ekki lengur
miðill sem á að vera svo hátíðlegur
og sögulegur, frekar bara enn einn
miðillinn á móti teiknimyndasög-
unni eða öðrum tilfallandi efnivið.
Þetta er sú breyting sem öll íslensk
myndlist síðan býr að.“
Helgi Þorgils rifjar upp dóma sem
verk hans fengu á þessum tíma:
„Myndlistargagnrýnendur Mogg-
ans tóku mér illa. Ég hafði verið
af bragðs nemandi og átti að verða
nýja sjeníið en var talinn hafa villst
illilega af leið þegar ég fór yfir í
konseptið.“
Mikilvæg bókverk
Bókverk Helga Þorgils eru hluti af
sýningunni en á ferlinum hefur
hann gert um fimmtíu slík verk.
„Bókverk eru gríðarlega stór og
mikilvægur þáttur í þróun kons-
eptsins. Listamenn sem töldu að
þeir myndu ekki selja vel eða sýna í
virtum söfnum gerðu bara það sem
þeim sýndist. Meðal annars byggðu
þeir til sitt eigið tengslanet um allan
heim með því að búa til lítil bók-
verk,“ segir Jón.
Um sýninguna segir hann: „Ég
held að yngra fólk hafi gott af að
koma og sjá hvað við vorum að
stússast í gamla daga og ég held að
yngra fólk komi til með að þekkja
mikið af þessum hugmyndum og
nálgunum. Það er tímabært að opna
á þessa tengingu.“
Sýningin í Portfolio stendur til 5.
mars. n
Tímabær tenging
Helgi Þorgils myndlistarmaður og Jón Proppé listfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sýningin á verkum Helga Þorgils
stendur til 5. mars.
kolbrunb@frettabladid.is
Brynja Hjálmsdóttir hlaut Ljóðstaf
Jóns úr Vör fyrir ljóðið Þegar dagar
aldrei dagar aldrei. „Ég varð alveg
steinhissa, algjörlega gapandi. Ég
reiknaði alls ekki með þessu. Ég
er óskaplega hamingjusöm,“ segir
Brynja sem sendi tvö ljóð í keppn-
ina.
Um sigurljóðið segir hún: „Þetta
er sígilt vetrarljóð, vetrarstemning.
Þar er birta en líka myrkur.“
Hún segist tengja vel við ljóð Jóns
úr Vör. „Já, ég er aðdáandi. Ég var
eitt sinn í skapandi sumarstörfum
í Kópavogi og þá náði ég tengingu
við Jón úr Vör og þá miklu ljóða-
stemningu sem er í Kópavogi, sem
er dýrleg.“
Í rökstuðningi dómnefndar segir
meðal annars um sigurljóðið: „Höf-
undur f léttar saman mismunandi
aðstæður í heilsteypta sögn þar
sem myrkur og ljós raðast saman
og mynda streng milli hins ytra og
innra heims. Tónninn er tilgerðar-
laus og hreinskilinn, skýr og sterkur
og grípur lesandann um leið í beitt-
um og hrífandi samsetningum.“
Jakub Stachowiak hlaut önnur
verðlaun fyrir ljóðið Dreymt á jafn-
dægurnótt og þriðja sætið hlaut
Elín Edda Þorsteinsdóttir fyrir
ljóðið Kannski varstu allan tímann
nálægt. n
Brynja hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör
Brynja Hjálms-
dóttir.
MYND/AÐSEND
kolbrunb@frettabladid.is
Gunnar Þorri Pétursson hlaut
Íslensku þýðingarverðlaunin
fyrir þýðingu sína Tjernobyl-
bænin – framtíðarannáll
eftir Nóbelsverðlaunahaf-
ann Svetlönu Aleksíevítsj.
Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, af henti
Gunnari Þorra verðlaunin við
hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Að
íslensku þýðingarverðlaununum
standa Bandalag þýðenda og
túlka, Rithöfundasam-
band Íslands og Félag
íslenskra bókaútgef-
enda.
Gunnar Þorri verðlaunaður
Gunnar Þorri tók við
verðlaununum.
www.DORMA.is
Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Sealy PORTLAND
heilsurúm með classic botni
Sealy HYATT
heilsurúm með classic botni
Gæði á góðu verði.
Portland er með góðum og sterkum
poka gormum og kantstyrkingum. Dýnan er millistíf
og með pillow top úr mismunandi stífum svamplögum og
trefja lagi. Áklæðið er mjúkt og gott bómullaráklæði
sem andar einstaklega vel. Dýna sem hentar öllum sem
vilja gæða vörumerki og vandaða vöru.
Fæst í: 120/160/200 x 200 cm.
Sealy Hyatt heilsudýnan er gerð úr Posturpedic gormakerfi sem
Sealy hefur þróað í mörg ár. Til þess að ná hámarks slökun veitir
Sealy Hyatt dýnan líkamanum fullkominn stuðning.
Það er 6 mismunandi svamplög í dýnunni og þau ásamt
náttúrulegum trefjum og þykkum toppi gera það að verkum að
þú hvílist fullkomlega og snýrð þér mun minna en í venjulegri
gormadýnu. Dýnan er með Oek-Tex vottun um að engin skaðleg
efni eru í dýnunni.
Fæst í: 120/140/180/200 x 200 cm.
Verðdæmi 120 x 200 cm m/Classic botni og löppum
Fullt verð: 160.900 kr. Tilboð: 128.720 kr.
Verðdæmi 140 x 200 cm m/Classic botni og löppum
Fullt verð: 241.900 kr. Tilboð: 193.520 kr.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
22 Menning 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR