Fréttablaðið - 22.02.2022, Blaðsíða 32
Slæm
lýsing
veldur
álagi á
augun,
höfuð-
verkjum,
lang-
þreytu,
streitu og
skapar
ýmis
önnur
líkamleg
og andleg
vandamál.
Hávaði er
lang-
algengasta
um-
kvörtunar-
efnið á
skrif-
stofum,
sérstaklega
þegar um
opin rými
er að ræða.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
Reykjavík | Akureyri | Húsavík | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar | Selfoss | Reykjanesbær
Vantar þig aðstoð
við uppgjörið?
Láttu okkur sjá um bókhald þitt á einfaldan og öruggan hátt
meðan þú sinnir rekstrinum og hefur góða yfirsýn yfir stöðuna.
Við þjónustum rekstraraðila með bókhald,
laun, ársreikninga og framtalsskil.
Það er að ýmsu að huga
þegar verið er að setja upp
skrifstofu til að tryggja
starfsfólki góðar vinnuað-
stæður og hámarka afköst
þeirra. Hér eru nokkur góð
ráð til að hafa í huga við
hönnun á skrifstofum.
Nýlegar rannsóknir gefa til kynna
að hönnun skrifstofunnar hafi
gríðarleg áhrif á hve miklu starfs
fólk kemur í verk. Hér eru nokkrar
leiðir til að hanna skrifstofu sem
hámarkar afköst starfsmanna.
Fjölbreytni í stað þess að opna
Opin skrifstofurými hafa ekki
reynst vel. Þau hafa verið tengd við
minni ánægju og afköst starfs
manna, meiri streitu og langþreytu
og meiri fjarveru frá vinnu, meðal
annars vegna fleiri veikindadaga.
Fyrir vikið eru mörg fyrirtæki
farin að nýta frekar fjölbreytileika
til að auka afköst.
Ron Friedman, sem er sér
fræðingur í stefnumótun á vinnu
stöðum, mælir með því að bera
kennsl á þær tegundir verkefna
sem starfsfólk sinnir og hanna svo
svæði fyrir þessi verkefni. Hann
mælir til dæmis með því að hafa
persónulegt svæði sem starfs
fólk getur aðlagað þörfum sínum,
félagsleg svæði fyrir samvinnu og
tengslamyndun og „hugsunarher
bergi“ fyrir einstaklinga sem þurfa
frið og ró til að sinna vinnu sinni.
Bætið lýsinguna
Ef fólk sér ekki vel til getur það
ekki unnið vel. Slæm lýsing veldur
álagi á augun, höfuðverkjum,
langþreytu, streitu og skapar ýmis
önnur líkamleg og andleg vanda
mál. Eitt það auðveldasta sem er
hægt að gera til að auka afköst er að
bæta lýsinguna á skrifstofunni.
Það er best ef það er hægt að
bjóða upp á náttúrulega lýsingu.
Hún gleður fólk og rannsókn sem
birtist í ritrýnda læknatímaritinu
Journal of Clinical Sleep Medicine
komst að þeirri niðurstöðu að
starfsfólk sem situr nálægt glugga
sefur betur en fólk sem gerir það
ekki, en góður nætursvefn er auð
vitað nauðsynlegur til að skila góðu
dagsverki. Ef það er ekki hægt að
láta fólk sitja við glugga þarf að setja
upp óbeina lýsingu sem er björt en
veldur ekki álagi á augun. Það er
gott að kynna sér ólíkar útfærslur á
lýsingu áður en hún er ákveðin.
Hækkið þakið
Ef það er verið að hanna nýja skrif
stofu eða gera upp gamla skrifstofu
gæti verið gott að hækka til lofts.
Rannsóknir sýna að fólk vill helst
hafa loftið í meira en þriggja metra
hæð og meiri lofthæð hefur verið
tengd við frjálsari hugsun. Það
eru fá fyrirtæki sem hafa ekki gott
af því að auka frelsi og sköpun í
hugsun starfsmanna sinna.
Setjið liti á veggina
Litir hafa mikil áhrif á tilfinn
ingar og afköst og hvítur er einna
verstur þegar kemur að því að auka
kraftinn í starfsfólki. Á sama hátt
og það er gott að búa til fjölbreytt
vinnurými fyrir ólík verkefni er
gott að búa til fjölbreytni í litum
fyrir ólík verkefni. Rannsóknir
tengja grænan lit við sköpun og
bláan við framleiðni. Rauður
virðist vera góður þegar kemur
að nákvæmnisvinnu en getur
líka hamlað greinandi hugsun og
enginn vill hafa gula veggi. Það
Góð ráð fyrir
hönnun á
skrifstofum
Vel hannað
skrifstofurými
sem starfsfólki
líður vel í getur
aukið afköst
þess verulega.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
borgar sig því að kynna sér sál
fræði litanna vel áður en litirnir
fyrir skrifstofuna eru valdir.
Hemjið lætin
Hávaði er langalgengasta um
kvörtunar efnið á skrifstofum,
sérstaklega þegar um opin rými
er að ræða. Rannsóknir hafa tengt
hávaða við minni afköst, meiri
veikindi, meiri streitu, minni
ánægju í starfi, verri starfsanda og
önnur neikvæð áhrif.
Það eru ýmsar leiðir til að draga
úr hávaða og glymjanda sem er
hægt að kynna sér, en ef það er
erfitt að nýta slíkar lausnir er um
að gera að bjóða upp á heyrnartól
með umhverfishávaðaeyðingu.
Góð móttaka
Annað sem vantar oft á skrifstofur
er einhvers konar móttökuritari
sem tekur á móti heimsóknum og
sendingum. Oft lenda slíkir hlutir
á starfsmönnum sem hafa nóg
annað að gera og það minnkar
afköst þeirra. Þetta veldur því líka
að gestir ráfa stundum inn á skrif
stofur án þess að vita hvernig þeir
eiga að finna þann eða það sem
þeir eru að leita að og trufla svo
starfsfólk til að fá aðstoð. n
8 kynningarblað 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURSKRIFSTOFAN