Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 10
Það sést best á því að hótel og gistiheimili hér í Ungverjalandi hafa verið að fyllast af úkraínskum ung- mennum sem vilja komast hjá herskyldu heima fyrir. Grímur Axelsson í Búdapest ALLT FYRIR SKÍÐAFÓLK Íbúar nágrannalanda Úkra- ínu hafa fráleitt farið varhluta af stríðsbrölti Rússa austan við landamærin og almenn- ingur þar er var um sig, eins og Grímur Axelsson, umboðs- maður Kreativ Dental í Búda- pest, orðar það í samtali við Fréttablaðið. ser@frettabladid.is „Fólk er slegið og það er uggandi um sinn hag, enda átti það ekki von á því að af innrásinni yrði og hvað þá að hlutirnir gengju jafn hratt fyrir sig og raun ber vitni,“ segir hann. „Í rauninni er þetta eitthvað sem enginn bjóst við – og þar er helsta sjokkið komið,“ bætir hann við. Hann segir að þó að stemningin á götum Búdapest sé svo til venjuleg hafi Ungverjar engu að síður fundið fyrir því síðasta hálfan annan mánuðinn að óróinn á meðal alls almennings í Úkraínu hafi farið stigvaxandi. „Það sést best á því að hótel og gistiheimili hér í Ungverjalandi hafa verið að fyllast af úkraínskum ungmennum sem vilja komast hjá herskyldu heima fyrir, en augljóst er að foreldrar þeirra hafa í stríðum straumi sent þau úr landi,“ segir Grímur. Nú er aftur á móti búið að loka landamærunum milli Ungverja- lands og Úkraínu – og regluverk landsins gagnvart f lóttamönnum breyttist þar að auki snarlega eftir strauminn frá Sýrlandi á síðustu árum, á þann veg að hamla för þeirra í ríkari mæli inn í landið. „Núna þurfa úkraínskir f lótta- menn sem vilja komast til Ung- verjalands að vera með uppá- skrifaða pappíra frá sendiráði Ungverjalands í Kænugarði, ella komast þeir ekki yfir landamærin,“ segir Grímur, „og því má ætla að fjölmargir komi að lokuðum hlið- um á næstu dögum og vikum, sem aftur mun þýða að pressan eykst á að Ungverjar létti á reglum um komu flóttamanna til landsins.“ Grímur hefur búið um árabil í Búdapest ásamt ungverskri konu sinni og tveimur börnum og hann segir það vera mikinn létti meðal landsmanna á þessum tímum að vera bæði innan vébanda ESB og NATO. „Þú getur rétt ímyndað þér,“ segir hann við blaðamann. „Hér man fólk tímana tvenna, en öryggistilfinningin núna er allt önnur og miklu meiri en nokkru sinni.“ n Úkraínsk ungmenni hafa flykkst til Ungverjalands olafur@frettabladid.is Eftir að Ísland tók þátt í efnahagsleg- um refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eftir innlimun Krímskaga 2014 bönnuðu Rússar innflutning á íslenskum sjávar afurðum með örfáum undantekningum. Bannið stendur enn. Íslendingar f lytja talsvert af vörum til Úkraínu. Má þar nefna uppsjávarafla á borð við makríl, loðnu og síld. Sumt af þessu er unnið í Úkraínu, sem er í tollabandalagi með Rússlandi. Ljóst er að útflutningur til Úkra- ínu raskast vegna innrásar Rússa og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að finna nýja markaði fyrir uppsjávar afla sem þangað er seldur. Þetta getur haft áhrif á af komu þeirra, alla vega til skamms tíma. Úkraína er eitt gjöfulasta land- búnaðarsvæði veraldar og framleiðir meira en 12 prósent af korni og hveiti í heiminum. Þá er landið ríkt að nátt- úruauðlindum og framleiðir mikið magn af stáli og fleiri málmum til útflutnings. Strax á fimmtudag rauk verð á ýmsum hrávörum á borð við hveiti og olíu upp. Óvíst er hvort þessar hækkanir hafa strax áhrif hér en dragist stríðið á langinn má búast við að allur heimurinn finni fyrir hærra hrávöruverði, sem birtist í verðhækkunum á matvöru, bílum og öðrum tækjum og eldsneyti. Þá er ónefnt að refsi aðgerðir gegn Rússum geta haft mikil áhrif á verð- lag á Vesturlöndum og þar með á Íslandi. n Innrásin í Úkraínu hækkar vöruverð Innrás Rússa í Úkraínu og refsiað- gerðir Vesturlanda geta leitt til hærra vöruverðs, meðal annars á bílum. Fjöldi flóttafólks hefur búið um sig í bænum Zahony í Ungverjalandi eftir flótta yfir landamærin frá Úkraínu. Langar raðir hafa myndast við landamærin til Ungverjalands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY INNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 26. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.