Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 31
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 26. febrúar 2022 HEILBRIGÐ MELTING Góðgerlar, meltingarensím, jurtir og trefjar www.celsus.is / apótek, Hagkaup og víðar Tónlistarkonan Elham Fakouri leiðir tónlistarsmiðjuna á morgun. MYND/JOSÉ LUIS ANDERSEN starri@frettabladid.is Á morgun sunnudag, milli kl. 13 og 15, býður Norræna húsið til tón- listarsmiðju fyrir alla fjölskylduna með tónlistarkonunni Elham Fako- uri. Þar mun hún leiða námskeiðið með aðstoð klarínetts og sýna gestum hvernig hægt er, í gegnum leik, tónaspuna og tilraunir, að skapa sögu í gegnum tónlist. Smiðjan er byggð á söguþræði bókarinnar Alþingi dýranna eftir Kent Kielsen sem nýlega var tilnefnd til barnabókmenntaverð- launa Vestur-Norðurlanda. Sagan segir frá því hvernig dýrin á norðurhveli koma saman, eftir hvatningu frá Móður hafsins, til þess að gera plan um hvernig megi sporna við plastmengun í sjónum. Elham bjó til hljóðheim fyrir ákveðin fyrirbæri á borð við mengun, loft og sjó. Ákveðið kerfi er fyrir hljóðfærin og skiptast gestir á að vera í mismunandi hlutverki dýra. Elham tekur að sér hlutverk Móður hafsins og notar tóna klarín- ettsins til þess að tala við dýrin og leiða þau að lokum saman. Gestir eru því með sameiginlegt markmið, sem er að eyða plasti í sjónum og sporna við mengun. Gestir eru hvattir til að koma með eigin hljóðfæri en ásláttar- hljóðfæri verða einnig á staðnum. Smiðjan er ókeypis og allir eru velkomnir en skráning með nöfnum, aldri og hljóðfæraupplýs- ingum má berast til hrafnhildur@ nordichouse.is. nww Tónlistarsmiðja fyrir fjölskylduna Berglind Guðmundsdóttir lét draum sinn rætast fyrir tíu árum þegar hún setti upp matarsíðuna grgs.is. Hún hefur haft ástríðu fyrir mat allt frá unglingsaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rjómabollur ættaðar frá sannkölluðu matarhimnaríki Berglind Guðmundsdóttir heldur upp á tíu ára afmæli vefsíðu sinnar grgs.is á þessu ári. Síðan hefur notið mikilla vinsælda alla tíð. Nú er bolludagur á mánudag og það var því ekki úr vegi að leita í smiðju Berglindar til að fá skemmtilegar uppskriftir. elin@frettabladid.is Berglind er hjúkrunarfræðingur og hefur undanfarin tvö ár starfað við verkefni sem tengjast Covid, jafnt sem ráðgjafi og unnið við bólu- setningar. „Núna er ég eingöngu í verkefnum tengdum síðunni minni, Gulur, rauður, grænn og salt,“ segir hún. Þegar Berglind er spurð hvernig síðan hafi orðið til á sínum tíma, svarar hún: „Fyrir tíu árum var ég á ferðalagi um matarkistuna í Barcelona ásamt fjölskyldu minni. Ég hefði aldrei getað trúað á þeirri stundu að svona dásamlegt ævin- týri ætti fyrir mér að liggja. Að sinna áhugamáli alla daga eru þvílík forréttindi. Barcelona er matarhimnaríki og tapasréttir sem maður deilir með öðrum eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég kom heim fékk ég þá hugmynd að gera matarblogg. Ég hélt fyrst að ég væri of sein að skella mér í þá lest, sem er mjög kómískt því það er aldrei of seint að framkvæma. Ég ákvað strax að gera þetta einungis til gamans og stefna síðan á stofnun fyrirtækis út frá hugmyndinni. Það hefur tekist,“ útskýrir hún. Ástfangin af Ítalíu Berglind hefur haft ástríðu fyrir matargerð frá unga aldri. „Ég ólst upp við venjulegan heimilismat. Mamma er geggjaður kokkur en úrvalið var allt öðruvísi hér áður fyrr og matarhefðirnar stórfurðu- legar. Þegar ég var unglingur fékk ég í hendur matreiðslubók eftir höfund sem ferðaðist um Ítalíu og fékk uppskriftir hjá heimamönn- um. Ég las þessa bók spjaldanna á milli og lét mig dreyma um mat sem ég hafði aldrei smakkað, til dæmis eggaldin, ferska basilíku, parmesan ost og þess háttar. Þarna kviknaði ást mín á góðum mat og Ítalíu,“ segir hún og bætir við að börnin hennar séu miklir mat- gæðingar og góðu vön. „Þau biðja samt stundum um venjulegan mat, grjónagraut úr dós eða eitthvað þess háttar. Mér finnst ég nú 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.