Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 22
22 Íþróttir 26. febrúar 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 26. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Varnarmaðurinn Meikayla Moore skoraði
þrennu af sjálfsmörkum gegn Bandaríkja-
mönnum á SheBelives Cup í vikunni. Hún er
þó ekki fyrsti leikmaðurinn sem verður fyrir
því óláni að eiga slæman leik. Það hefur alveg
áður gerst og mun gerast aftur. Fréttablaðið
fór á stúfana og skoðaði verstu frammistöðu
síðari ára.
benediktboas@frettabladid.is
Miklu verra
en hjá Moore
David Luiz
gegn Þýskalandi á HM 2014
HM 2014 var haldið í Brasilíu og heimamenn ætluðu sér
stóra hluti. Það gekk þó ekki því liðið tapaði eftirminnilega
7-1 fyrir Þjóðverjum þar sem David Luiz sýndi einhvern
allra lélegasta varnarleik í nútímafótbolta. Luiz var fyrirliði
í leiknum og segja má að hann eigi sök í öllum mörkunum.
Hverju einu og einasta. sem er afrek út af fyrir sig. Ekki nóg
með að fyrirliðinn hafi verið slakur í vörninni því hann virt-
ist leika sér að því að senda á engan samherja fram völlinn.
Frammistaða sem enn er horft og hlegið að á YouTube.
Jonathan Woodgate
gegn Atletic Bilbao 2005
Woodgate var frábær varnarmaður þegar hann var heill og var
keyptur til Real Madrid árið 2004. Hann spilaði þó ekki fyrr en ári
síðar vegna meiðsla. Skokkaði inn á fyrir Ivan Helguera í september
2005. Og það gæti vel verið að þetta sé mögulega versta frumraun í
sögu fótboltans, því hann fékk gult spjald skömmu fyrir hálfleik með
svakalegri tæklingu. Skömmu eftir hálfleik skoraði hann svo sjálfs-
mark og fékk seinna gula á 65. mínútu. Svo því sé haldið til haga þá var
seinna gula alveg fáránlegur dómur. Real reyndar vann leikinn 3-1.
Martin Palermo
gegn Kólumbíu 1999
Framherjinn stóri og stæðilegi var frábær fyrir
framan mark andstæðinganna og skoraði í gríð
og erg. Hann er jú markahæsti leikmaður í sögu
Boca Juniors. Þegar hann var að byrja sinn lands-
liðsferil árið 1999 var Argentína að spila í Copa
America gegn Kólumbíu. Palermo var í feikna-
stuði með Boca og kom inn í landsliðshópinn í
stað Gabriel Batistuta. Hann tók víti fyrir Boca
og fannst ekki mikið mál þegar Argentína fékk
víti snemma leiks. Palermo notaði kraftinn
og þrumaði boltanum í slána og yfir. Í síðari
hálfleik kom annað víti. Palermo sótti boltann
og enn var þrumað en nú fór boltinn hátt yfir.
Kólumbía var mun betri aðilinn og skoraði þrjú
mörk en undir lok leiks dæmdi dómarinn enn
eitt vítið. Og enn steig Palermo upp og vandaði
sig að hitta allavega markið. Því miður var það
varið. Ferill Palermo var alltaf litaður af þessum
klikkum en hann fékk upprisu þegar hann skaut
Argentínu á HM 2010 og varð þjóðhetja.
Loris Karius
gegn Real Madrid 2018
Real Madrid vann sinn þriðja Meistaradeildarbikar í röð árið 2018 þegar liðið vann Liver-
pool. Loris Karius markmanni Liverpool er yfirleitt kennt um tapið enda eiginlega gaf
hann tvö mörk. Hann var búinn að halda markinu hreinu sex sinnum í röð fyrir leikinn en
á 50. mínútu kastaði hann boltanum beint í Karim Benzema og boltinn rúllaði í rólegheit-
um inn. Sadio Mane jafnaði leikinn áður en Gareth Bale skoraði svo stórkostlegt mark til
að koma Real aftur yfir. Bale tryggði svo Real sigurinn með öðru marki. Þá þrumaði hann
að því er virðist beint á Karius sem missti boltann í gegnum hendurnar á sér og í netið.
Einkunnarorð Liverpool eru You’ll never walk alone, en félagið lét Karius svo sannarlega
gangan einan í gegnum þennan storm og seldi hann korteri síðar.
Emmanuel Eboué
gegn Wigan 2008
Eboué spilaði lengst af með Arsenal eða frá 2005-2011.
Það verður seint sagt að hann hafi verið vinsæll meðal
stuðningsmanna og tímabilið 2008-2009 var sérstaklega
slæmt. Í desember 2008 kom hann inn á gegn Wigan og
átti skelfilegan leik. Missti boltann í tíma og ótíma og
tæklaði meðal annars sinn eigin leikmann. Á endanum
var Arsene Wenger nóg boðið og tók hann aftur útaf.
Stuðningsmenn Arsenal bauluðu á hann þegar hann
gekk af velli. Arsenal vann reyndar leikinn 1-0 en Eboué
sagði fyrir skömmu að hann hefði viljað hætta hjá Arse-
nal eftir þennan leik. Farið heim og grátið. En hætt við
daginn eftir þegar stuðningsmenn komu og sögðu að
þetta hefði verið aðeins lítill hluti af stuðningsmönnum
og hann ætti ekki að hlusta á þá.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Miðvörðurinn Glódís
Perla Viggósdóttir og miðjumað-
urinn Dagný Brynjarsdóttir náðu
merkum áfanga í vikunni í 5-0 tapi
kvennalandsliðsins gegn Bandaríkj-
unum. Þær urðu þá elleftu og tólftu
konurnar sem náðu 100 landsleikj-
um, tólf árum eftir að Katrín Jóns-
dóttir varð fyrst til að ná því.
Glódís er sú næst yngsta í sögunni
í hundraðasta landsleik sínum,
tæpum tveimur mánuðum eldri
en Sara Björk Gunnarsdóttir var
í hundraðasta landsleik sínum.
Glódís var 26 ára, 7 mánaða og 27
daga gömul gegn Bandaríkjunum,
en Sara var 26 ára, fimm mánaða og
fjögurra daga gömul þegar hún lék
hundraðasta landsleik sinn gegn
Japan í mars 2017.
Frá því að Glódís lék fyrsta leik
sinn fyrir kvennalandsliðið, þá
rúmlega sautján ára gömul, hefur
hún aðeins misst af átta leikjum af
108 leikjum kvennalandsliðsins á
þessum tæpu tíu árum. ■
Ólíklegt að met Söru verði bætt
Glódís Perla Viggósdóttir.
Hundrað leikja klúbburinn - dagsetning 100. leiks – aldur í 100. leik
Edda Garðarsdóttir (103) -
11.03.2013 gegn Kína - 33 ára, 7
mánaða og 27 daga
Rakel Hönnudóttir (103)-
08.10.2019 gegn Lettlandi - 30
ára, 9 mánaða og 9 daga
Þóra B. Helgadóttir (108) -
07.03.2014 gegn Noregi - 32 ára,
10 mánaða og 2 daga
Fanndís Friðriksdóttir (109) -
09.04.2019 gegn Suður-Kóreu - 28
ára, 11 mánaða
Hólmfríður Magnúsdóttir (113) -
26.10.2015 gegn Slóveníu - 31 árs,
1 mánaða og 6 daga
Dóra María Lárusdóttir (114)
- 12.03.2014 gegn Svíþjóð - 28 ára,
7 mánaða og 19 daga
Hallbera Guðný Gísladóttir -
(123) 27.02.2019 gegn Kanada
- 32 ára, 5 mánaða og 13 daga
Margrét Lára Viðarsdóttir - (124)
22.09.2015 gegn Hvíta-Rússlandi
- 29 ára, 1 mánaða og 28 daga
Katrín Jónsdóttir - (133)
22.06.2010 gegn Króatíu - 35 ára,
0 mánaða og 22 daga
Sara Björk Gunnarsdóttir - (136)
03.03.2017 gegn Japan - 26 ára, 5
mánaða og 4 daga
live.is
Ársfundur 2022
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn
þriðjudaginn 29. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Útsending frá fundinum verður aðgengileg sjóðfélögum í beinu streymi,
nánari upplýsingar verða birtar á vef sjóðsins, www.live.is þegar nær dregur.
Dagskrá fundarins
Venjuleg ársfundarstörf, dagskrárliðir skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins.
Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins.
Kynning tryggingastærðfræðings, tryggingafræðileg staða sameignar deildar LV
og áhrif hækkandi lífaldurs á réttindakerfi og samþykktir sjóðsins.
Önnur mál.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins
skriflega eigi síðar en viku fyrir ársfund. Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum.
Fundargögn verða aðgengileg á vef lífeyrissjóðsins.
Reykjavík, 25. febrúar 2022
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna