Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 74
Hvíslið er ákveðin leið til að nálgast áhorfand- ann, fá hann til að koma nær og verða þátttak- andi og þegar mildinni lýkur þá tekur alvaran við. Í verk- unum tekst Birgir á við pólitísk, sam- félagsleg og söguleg málefni. Fyrri hluti tónleikanna verður tileinkaður Mignon-ljóðunum eftir Goethe. Sýningin Í hálfum hljóðum verður opnuð í dag, laugar­ daginn 26. febrúar, í Lista­ safni íslands. Birgir Snæbjörn Birgisson sýnir þar málverk sem unnin eru á árunum 2015–2022. Spurður um hinn hógværa titil Í hálfum hljóðum segir Birgir: „Eigum við ekki að segja að titill­ inn sé nokkuð nálægt því að vísa í lag George Michael, Careless Whis­ per? Hér eru nokkrar verkaraðir að hvísla og sitthvað er gefið í skyn undir rós. Það er alla vega þannig sem ég vil að verkin virki á áhorf­ andann, til að byrja með.“ Í verkunum tekst Birgir á við pólitísk, samfélagsleg og söguleg málefni, en af hverju kýs hann að hvísla frekar en að hrópa? „Ég er á því að tími pólitískrar listar sé sumpart liðinn. Að standa á torgi og hrópa er eins og að boða trú á meðal hinna rétttrúuðu. Erindið týnist um leið. Hvíslið er ákveðin leið til að nálgast áhorfandann, fá hann til að koma nær og verða þátt­ takandi og þegar mildinni lýkur þá Mildin mætir groddaskapnum Hér eru nokkrar verkaraðir að hvísla, segir Birgir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Brynhildur Þóra Þórsdóttir, sópran, og Stewart Emerson, píanó, halda tónleikana Mignon og Strauss í Salnum í Kópavogi, miðvikudag­ inn 2. mars klukkan 20. Á efnisskrá verða sönglög eftir meðal annars Schubert, Wolf og Strauss. Fyrri hluti tónleikanna verður tileinkaður Mignon­ljóðunum eftir Goethe. Seinni hluti tónleikanna verður tileinkaður Richard Strauss og verða Fjögur síðustu sönglög, Vier Letzte Lieder, hans flutt sem hann samdi rétt fyrir andlát sitt 1948. Brynhildur Þóra nam söng í Söng­ skólanum í Reykjavík og útskrifað­ ist með Bachelor­gráðu í söng frá Westminster Choir College 2016 og meistaragráðu frá Tónlistar­ háskólanum Hanns Eisler árið 2019. Stewart Emerson er prófessor við Hanns Eisler og hefur unnið með söngvurum í áratugi og var meðal annars tónlistarstjóri við óperu­ stúdió Kölnaróperunnar í tíu ár. ■ Sönglög í Salnum Brynhildur Þóra syngur í Salnum. kolbrunb@frettabladid.is Listasafn Reykjanesbæjar býður meistaranemum á fyrsta ári í sýn­ ingagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins verður opnuð laug­ ardaginn 12. mars. Sýningarstjórar eru Iona Poldervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni: Elnaz Man­ souri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degenhardt, Sarah Finkle, Victoria Björk og Vikram Pradhan. ■ Minningar á Reykjanesi Hallgerður Hallgrímsdóttir. tekur alvaran við. Sýningarstjórinn minn, Mika Hannula, skrifar mjög fallega um þetta. Hann segir að í mörgum verkanna á sýningunni mæti mildin groddaskapnum.“ Hápólitísk verk Dæmi um pólitískt verk á sýning­ unni er þingmannaserían Von sem er í eigu Listasafns Íslands. Það var fyrst sýnt árið 2016 og er röð port­ retta af þingmönnum þjóðarinnar. „Þegar ég byrjaði að vinna það verk voru mikil umrót í pólitíkinni. For­ sætisráðherra sagði af sér og efnt var til kosninga fyrr en ætlað var. Fyrir mér vakti að gera pólitískt verk sem væri svar við ástandinu,“ segir Birgir og bætir við: „Hlutverk þingmanna er mjög f lókið. Ég sagði í viðtali á þeim tíma að þeir væru ruslahaugar angistar okkar, vegna þess að við ætlumst til mjög mikils af þeim. Verkið er hápólitískt en tekur líka á því hversu óraunhæfar kröfur við gerum.“ Annað verk nefnist Stolt, tengist Samherja og sýnir skip á siglingu. „Fyrir mér er þetta verk persónu­ legt vegna þess að ég ólst upp á Akureyri. Ætli ég sé ekki sautján ára þegar útgerðarfyrirtækið er stofnað. Þetta er líka tíminn þegar kvótakerfið var sett á og deilt hefur verið um það síðan. Ekki síst núna eftir frábæra sjónvarpsþætti Vest­ urports. Þannig að tímasetningin á sýningu verksins smellpassar. Allt sem ég er að taka fyrir á þess­ ari sýningu eru málefni sem hafa verið í deiglunni. Ég er að beina myndlistarlegum spegli að þessum málum. Það er áhugavert að athuga og rannsaka hvað gerist þegar þessi málefni eru sett í myndlistarlegt samhengi. Málefni geta dottið út úr umræðunni en þegar þau eru komin í myndlistarsamhengið, ég tala ekki um þegar þau eru komin í íhalds­ saman miðil eins og málverk, þá er búið að staðfesta gildi umræðunnar. Málverkið verður áfram til, en svo skiptir líka máli hvar það er sýnt og það gefur slíku verki aukið vægi ef það er sýnt í Listasafni Íslands.“ Tuttugu ára samvinna Sýningarstjóri sýningarinnar er Finn inn Mika Hannula sem er mikill vinur listamannsins. Um samvinnu þeirra segir Birgir: „Við erum að fagna 20 ára samstarfs­ afmæli, hittumst fyrst í Istanbúl árið 2002 þegar ég var að sýna og hann var sýningarstjóri. Við höfum sýnt víða erlendis, erum oft langtímum saman og köstum á milli okkar hug­ myndum sem verða á endanum að verkum. Við erum með nokkur verk­ efni í bígerð núna í augnablikinu. Sýningin í Listasafni Íslands stendur til 19. júní. ■ mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns VELDU GÆÐI! Þú færð gómsætar bollur hjá okkur 46 Menning 26. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 26. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.