Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 64
Kristín Edwald, hæstaréttar
lögmaður hjá LEX, er alla
jafna kölluð eldhúsdrottn
ingin og sumir segja að hún
sé okkar Martha Stewart, eld
húsdrottningin knáa. Kristín
er annálaður fagurkeri og
matgæðingur og nýtur þess
að vera í eldhúsinu eftir langa
vinnudaga og segir það vera
sína hugleiðslu og ástríðu.
Kristín heldur mikið í íslenskar
matarhefðir og siði, þar á meðal þær
sem fylgja sprengidegi og þá er það
baunasúpan sem er í aðalhlutverki.
Saltkjöt og baunir eru íslenskur rétt
ur sem er á borðum á fjölmörgum
íslenskum heimilum á sprengidag
og hefur verið í áranna rás.
„Mér finnst alltaf mjög heim
ilislegt að elda klassískan íslenskan
mat. Þar er saltkjöt og baunir engin
undantekning. Ég elda meira eftir
tilfinningu og á mjög erfitt með að
fylgja uppskriftum í þaula. Síðan
þykir mér afskaplega gaman að
prófa mig áfram með smá tvisti í
klassískum réttum þótt ég haldi í
hefðirnar í grunninn.“
Bollurnar eru líka í miklu uppá
haldi hjá Kristínu. „Mér finnst
nauðsynlegt að baka bollur fyrir
bolludag og elda saltkjöt og baunir
á sprengidag. Mér finnst það svo
nauðsynlegt að ég hef þjófstartað án
þess að fatta það. Bakaði kynstrin
öll af bollum en komst að því þegar
ég mætti í vinnuna á mánudegi að
ég var viku of snemma. Tvöfaldur
bolludagur á mínu heimili það árið.“
Við fengum Kristínu til að deila
með lesendum uppskriftinni að
baunasúpunni sem hún gerir árlega.
„Uppskriftin að baunasúpunni er
eins og mamma gerði hana en með
smá tvisti frá mér. Ég var svo glöð
þegar ég eldaði þessa súpu fyrir
myndatökuna og sonur minn spurði
hvort að þetta væri ekki uppskrift
frá ömmu. Mér fannst það mikið
hrós. Vorlaukurinn og beikonið gefa
bragðinu ákveðna fyllingu.“
Saltkjöt og baunir
4 vorlaukar
4 sneiðar þykkt beikon
300 g gular baunir
1-1½ l vatn
1 kg saltkjöt
1 stór gulrófa
5 gulrætur
5 kartöflur
Saxið vorlaukinn og beikonið smátt
og skerið gulrófu, gulrætur og kart
öflur í bita.
Steikið vorlauk og beikon í potti
þar til kominn er góður ilmur.
Bætið þá vatninu og baununum
út í ásamt einum bita af saltkjöti.
Látið sjóða við vægan hita í um
45 mínútur. Þá er rófu, gulrótum og
kartöflum bætt út í og látið malla
áfram þar til grænmetið er soðið, í
um 30 mínútur.
Bætið vatni við eftir þörfum.
Sjálfri finnst mér best að hafa
súpuna ekki of þunna og vil finna
aðeins fyrir baununum en einnig er
hægt að mauka súpuna með töfra
sprota ef óskað er eftir fínlegri áferð.
Saltkjötsbitana sem eftir eru sýð ég í
öðrum potti í um klukkustund.
Áður en súpan er borin fram sker ég
saltkjötsbitana niður og bæti þeim
út í súpuna. n
Uppskriftin að bauna-
súpunni er eins og
mamma gerði hana en
með smá tvisti frá mér.
Baunasúpan eins og
mamma gerði hana
Kristín segir
vorlaukinn og
beikonið gefa
bragðinu
ákveðna fyll-
ingu.
Kristín er annál-
aður fagurkeri
og matgæðing-
ur og nýtur sín í
eldhúsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Baunasúpuna gerir hún eins og mamma hennar gerði hana með smá tvisti og
toppar hana með beikoni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.iss Saltkjöt og baunir – túkall
Eins og hefð er fyrir þá fagna
landsmenn sprengideginum
með því að troða sig vel út
af saltkjöti, baunum og öllu
tilheyrandi. En hvaðan skyldi
þessi hefð koma? Elsta heimild
um íslenska heiti dagsins teng-
ist matarveislu fyrir föstuna, en
sprengidagur er þriðjudagur í
föstuinngangi fyrir lönguföstu,
sjö vikum fyrir páska. Elsta
heimildin er í íslensk-latnesku
orðasafni Jóns Ólafssonar
Grunnvíkings, kringum 1735,
eins og fram kemur á Wiki-
pedia, frjálsa alfræðiritinu. Þar
segir hann að sprengikvöld
þýði orðrétt kvöld sprengingar
sem er kvöld mikilfenglegrar
átveislu með alls konar með-
læti.
Vinnufólk fékk vel að borða
Einnig kemur fram í ferðabók
Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar frá árunum 1752-
57 að á sprengikvöldi fái allt
vinnufólk eins mikið að éta af
hangikjöti og það getur í sig
látið en síðan sé ekki étið kjöt
fyrr en á páskum. Hangikjöt var
lengi vel helsti veislukosturinn
enda salt af skornum skammti.
Frá síðasta hluta 19. aldar er
loks vitað um saltkjöt og baunir
á sprengidag og hefur þeirri
hefð verið haldið við síðan þá.
Saltkjöt og baunir er ekta
íslenskur réttur sem borðaður
er á fjölmörgum íslenskum
heimilum á sprengidag en er þó
alls ekki eingöngu bundinn við
hann heldur var áður algengur
allan ársins hring. Rétturinn
er súpa úr gulum baunum og
grænmeti, langoftast kart-
öflum, gulrófum og gulrótum,
ásamt söltuðu lambakjöti sem
ýmist er borðað með súpunni
af sérstökum diski eða skorið
í bita og borðað í súpunni.
Margir bragðbæta líka íslenska
baunasúpu með örlitlu beikoni
og gefa henni sitt bragð eftir
sínu nefi.
Lagstúfur frá Baldri og Konna
Gaman er líka að geta þess
að lagstúfurinn „Saltkjöt og
baunir, túkall“ er oft sunginn
þegar sprengidagurinn fer að
nálgast en er einnig oft söngl-
aður til merkis um að einhverju
sé lokið, til dæmis skemmti-
atriði. Upphafsmaður þessa
lagstúfs er skemmtikrafturinn
Baldur Georgs en lagstúfinn er
að finna á plötu með Baldri og
Konna frá árinu 1954. Talið er að
Baldur hafi tekið þetta upp eftir
bandarískum rakarakvartettum
sem luku oft atriðum sínum
með því að söngla „Shave and a
haircut, two bits“ en „two bits“
var slanguryrði yfir 25 senta
pening í Bandaríkjunum. n
36 Helgin 26. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ