Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 80
„Ég er alveg í skýjunum,“ segir
leikkonan Tanja Björk Ómars
dóttir um tilnefninguna sem
hún hlaut til The Academy of
Canadian Cinema & Televis
ion Awards fyrir hlutverk
sitt í kvikmyndinni Le Bruit
des Moteurs. Þar leikur hún
íslenska kappaksturskonu í
viðeigandi hlutverki þar sem
hún slær hvergi af í eltinga
leiknum við daðrandi sköp
unargyðjuna.
toti@frettabladid.is
Leik og tónlistarkonan Tanja Björk
er á f leygiferð þessa dagana. Hún
hlaut nýlega tilnefningu til kanad
ísku kvikmynda og sjónvarps
verðlaunanna sem besta leikkonan
í aukahlutverki franskkanadísku
kvikmyndarinnar Vélarhljóð, Le
Bruit des Moteurs, og steig í vikunni
fram sem tónlistarkona með sínu
fyrsta lagi, Dragontail.
„Þessi mynd er búin að fá mjög
mikla og verðskuldaða athygli úti
um allan heim,“ segir Tanja Björk og
bætir við að hún hafi í það minnsta
haft spurnir af góðum viðbrögðum
við Le Bruit des Moteurs í þremur
heimsálfum. „Ég var samt alls ekkert
að búast við að hún fengi svona mikil
viðbrögð og það er bara frábært.“
Skemmtilegt símtal
Tanja Björk segir síðan aðspurð að
vitaskuld skyggi ekki á gleðina að
hafa fengið tilnefningu til hinna
virtu kanadísku verðlauna sem
kennd eru við The Academy of
Canadian Cinema & Television
Awards.
„Auðvitað lyfti þetta mér alveg
upp, og svo ég segi bara eins og er
þá er ég alveg í skýjunum. Maður er
svona einhvern veginn ennþá að ná
utan um þetta.“
Tanja Björk segist hafa fengið
tölvupóst og síðan hafi leikstjórinn,
Philippe Grégoire, sem einnig er til
nefndur fyrir þessa frumraun sína
fyrir kvikmynd í fullri lengd, hringt
og látið hana vita af tilnefningunni.
„Þetta var mjög skemmtilegt sím
tal og ég hlakka náttúrulega bara til
að sjá hvernig þetta fer,“ heldur hún
áfram og segist, burtséð frá þessum
árangri, bara almennt vera í liði
með listsköpun. „Það að vera valin
sem hluti af hæfileikaríkum hópi er
bara heiður út af fyrir sig. Allt annað
er bara bónus.”
Góður frönskugrunnur
Kvikmyndin Vélarhljóð er á frönsku
sem var engin hindrun fyrir Tönju
og Aðalbjörg, sem hún leikur, talar
tungumálið reiprennandi. „Ég tala
frönsku af því ég ólst upp í Lúxem
borg þar sem ég lærði þýsku og
frönsku í grunnskóla,“ segir Tanja
Björk og bætir við að hún hafi verið
að læra spænsku og sé aðeins að
reyna við pólskuna, sem sé miklu
flóknari en íslenskan með sjö fall
beygingar.
„Það var nú svolítið fyndið. Góð
vinkona mömmu minnar, eða
svona sparifrænka okkar frá Lúx
emborg, sendi mér auglýsingu þar
sem verið væri að leita að íslenskri
leikkonu sem talar frönsku,“ segir
Tanja þegar hún er spurð hvernig
það kom til að hún endaði í hlut
verki íslenskrar kappaksturskonu í
bíómynd á frönsku. „Þessi vinkona
mömmu tengist hvorki Kanada né
kvikmyndabransanum en sá auglýs
inguna á síðu sem heitir Íslendingar
í útlöndum.“
Tanja Björk ákvað að slá til og
svara auglýsingunni og segir að
þeim sem sáu um hlutverkaskipan
í myndinni hafi litist mjög vel á fer
ilskrá hennar og myndböndin með
henni. „Þá tóku við prufur í gegnum
Skype og nokkur viðtöl við leikstjór
Daður sköpunargyðjunnar heillar Tönju Björk
Tanja Björk lærði frönsku í grunnskóla sem átti eftir að koma sér vel þegar hún sóttist eftir hlutverkinu í Le Bruit des Moteurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
„Pabbi heitinn, hann kom með
mér og var þarna fyrsta mánuðinn
og vinkona mín var með mér fyrstu
þrjá mánuðina að hjálpa mér að
koma mér fyrir.“
Ekki einnar konu „show“
Tanja segist einfaldlega hafa látið
þetta ganga upp. Hún hafi líka verið
heppin með stundaskrá í skólanum
en fyrst og fremst hafi þetta snúist
um aga og ótrúlega mikið skipu
lag. „Svo kynnist maður góðu fólki,
eignast vini sem geta stokkið og ég
á enn mjög góðar vinkonur og vini
frá þessum tíma.
Maður er aldrei eitthvert „one
woman show“, þetta er alltaf sam
starf, sama hvað maður tekur sér
fyrir hendur. Þess vegna búum við
líka í samfélagi.
Við þurfum öll á hvert öðru að
halda. En þetta tók alveg á.“ Tanja
segist hafa nýtt rétt námsfólks til
dvalar í Bandaríkjunum í eitt ár eftir
útskrift til þess að reyna fyrir sér í
faginu sem það lærði.
„En að lokum varð þetta svolítið
spurning um annað hvort að f lytja
heim eða sækja um græna kortið
og ég var bara búin að fá svolítið
nóg af Los Angeles. Ég var líka að
fá meira að gera alls staðar annars
staðar en í Bandaríkjunum þann
ig að ég hugsaði að það borgaði
sig alveg að koma heim á þessum
tímapunkti.“
Hún ákvað því að drífa sig heim
til Íslands 2019 og sér ekki eftir því.
„Ég er allavegana mjög feginn að
hafa ekki verið ekki föst þarna úti
í Covid. Þannig að innsæið hefur
verið að spila með mér,“ segir Tanja
Björk sem steig í vikunni fram sem
tónlistarkona með útgáfu frum
raunar sinnar, lagsins Dragontail.
Sköpunargyðjan velkomin
„Ég er búin að vera að reyna aðeins
fyrir mér í tónlist og það verður
áhugavert að sjá hvað þetta leiðir af
sér. Þetta er frumraun mín og ég er
eiginlega bara mjög stolt af laginu.
Kannski er það ekki allra, en ég er að
segja eitthvað sem skiptir mig máli.
Ég hef alltaf verið mjög feimin við
að syngja, en mér finnst ég sjaldan
vera jafn berskjölduð og þá. Þarna
ert þú, þú ert að nota röddina þína
til þess að segja eitthvað og mér
fannst stórt skref að yfirstíga þenn
an ótta.
En eins og ég er að reyna að temja
mér, þá er það frekar að skapa eitt
hvað en að skapa ekki eitthvað. Þótt
það sé ekki eitthvað sem allir tengja
við þá vonandi kveikir verkið eitt
hvað hjá allavega einum öðrum, og
hafi svo keðjuverkandi sköpunar
áhrif þar sem eitt veitir innblástur
fyrir annað. List fæðir af sér list,“
segir Tanja Björk sem ætlar að halda
áfram á tónlistarbrautinni en er auk
þess að skrifa handrit að bæði sjón
varpsþáttum og stuttmynd.
„Og fleiri ritverk sem ég verð bara
svona með á kantinum og vinn í
þegar innblásturinn kemur. Eða
þú veist, hvað segir maður? Þegar
sköpunargyðjan daðrar við mig og
ég bara: Hmmm… Hæ, þú. Setjumst
aðeins niður saman,“ segir Tanja
hlæjandi.
„En já. Hver veit? Ég ætla bara að
vona að þetta ýti líka undir leik
listarferilinn enda brenn ég fyrir
því líka,“ segir Tanja sem telur við
hæfi að stimpla sig aftur inn. „Ég
er bara opin fyrir því sem koma
skal. Nú veit fólk allavegana að ég
sé komin aftur til Íslands og til í
þetta þannig að ég vona að það sé
eitthvað spennandi og bjart fram
undan.“
Uppbókað er á frumsýningu Le
Bruit des Moteurs á Íslandi sem
verður lokamynd Frönsku kvik
myndahátíðarinnar 2022 á sunnu
dagskvöld í samstarfi við sendiráð
Kanada á Íslandi. Miðasala er hins
vegar hafin á tvær aukasýningar
sem verða í Bíó Paradís miðviku
daginn 2. mars klukkan 19.15 og
laugardaginn 5. mars klukkan
21.00. n
Vélarhljóð
Le Bruit des Moteurs, eða Vélarhljóð, er fyrsta kvikmynd leik-
stjórans Philippe Grégoire í fullri lengd. Hann er tilnefndur til The
Academy of Canadian Cinema & Television Awards sem besti leik-
stjórinn og Tanja Björk er tilnefnd til sömu verðlauna í flokknum
fyrir bestu aukaleikkonuna.
Vélarhljóð segir frá ungum manni sem lendir í vandræðum þegar
hann er tengdur kynlífsteikningum sem valda slíkum usla að hann
er leystur tímabundið frá störfum og heldur til heimabæjar síns þar
sem hann kynnist íslensku kappaksturskonunni Aðalbjörgu sem
Tanja leikur.
Tanja Björk
í hlutverki
Aðalbjargar í
Vélarhljóði sem
skilaði henni
tilnefningu til
kanadísku verð-
launanna.
MYND/AÐSEND
ann, Philippe. Ég bjó í Los Angeles á
þessum tíma og að lokum ákváðu
þau að fljúga mér þaðan til Kanada
þar sem ég var í tökum í þrjár vikur.“
Elti drauminn
Le Bruit des Moteurs var að hluta
tekin upp á Íslandi og eins öfug
snúið og það kann að hljóma var
íslenska leikkonan þá fjarri góði
gamni. „Ég var ekki í þeim tökum
og sést ekki á Íslandi sem er svo
lítið kaldhæðnislegt,“ segir Tanja
sem hefur búið á Íslandi í tæp þrjú
ár síðan hún flutti heim vorið 2019.
Tanja segist aðspurð í raun hafa
verið að elta drauminn með því að
flytja til Los Angeles, höfuðborgar
kvikmyndabransans í Bandaríkj
unum. „Já, svolítið. Ég ákvað bara að
sækja um í The American Academy
of Dramatic Arts,“ segir hún og bætir
við að hún hafi það eftir bæði skóla
stjóranum sjálfum og Wikipedia
að þetta sé elsti leiklistarskólinn í
enskumælandi hluta heimsins.
„Mér leist rosalega vel á skólann,
fór út í prufu og fékk svo símtal sam
dægurs um að ég hefði komist inn
sem var rosa spennandi,“ segir Tanja
sem var einstæð, tveggja barna
móðir þegar hún tók stökkið.
„Þannig að ég ákvað bara að skella
mér í þetta og með góðri hjálp þá
tókst mér að láta þetta verða að
veruleika. Ég flutti með börnin mín
tvö út og var bara ein þar, eins og
maður gerir,“ segir hún hlæjandi.
52 Lífið 26. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. febrúar 2022 LAUGARDAGUR