Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 12
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenn- inguna Kuðunginn fyrir árið 2021. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta bæði tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Tillögur skulu berast umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu eigi síðar en 25. mars nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið urn@urn.is eða með pósti í umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornarradid.is/kudungurinn Kuðungurinn 2021 Umhverfisviðurkenning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins Stjórnarráð Íslands Forsætisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Utanríkisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Félagsmálaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Fjármála- og efnahagsráðuneytið Stjórnarráð Íslands Umhverfi s-, orku- og loftslagsráðuneytið Stjórnarráð Íslands Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Stjórnarráð Íslands Mennta- og menningarmálaráðuneytið Merki að neðan í raðauglýsiungar fyrir ráðuneytin miðað við ca. 2 dálka auglýsingar.... Tillaga að nýju deiliskip lagi Arnarnesvegar Streymisfundur 3. mars kl. 17. Tillaga að nýju deiliskipulagi Arnarnesvegar, 3. áfanga, verður kynnt á streymisfundi fimmtu- daginn 3. mars. Frestur til að senda athugasemdir hefur verið framlengdur til 11. mars. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Arnarnesvegar, nýs vegar með tveimur akreinum í hvora átt, göngu- og hjólastíga, ásamt tveimur nýjum hringtorgum, frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem ná að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hægt er að kynna sér tillöguna á vef Reykjavíkur- borgar og Kópavogsbæjar og senda fyrirspurnir fyrirfram á netföngin skipulag@reykjavik.is eða skipulag@kopavogur.is. Leitast verður við að svara þeim á fundinum. Einnig verður hægt að senda fyrirspurnir meðan á streyminu stendur. Allar upplýsingar er að finna á reykjavik.is/arnarnesvegur. ReykjavíkurborgKópavogsbær Að fundinum standa Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Vegagerðin en auk fulltrúa þeirra verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi deiliskipulagsins. Seljahverfi Fellahverfi Elliðaárdalur Hörðurvellir Reykjavík Kópavogur Vatnsendahvarf Fyrirhuguð íbúðabyggð á VatnsendahæðReykjavík Kópavogur Vetrargarður Tónahvarf Lymskulág Vatnsendahvarf Í nýrri stjórnsýsluúttekt gagnrýnir Ríkisendurskoðun Landhelgisgæsluna fyrir ýmislegt sem tengist rekstri stofnunarinnar, svo sem olíu- kaup í Færeyjum, einkaflug með ráðamenn og málefni varðskipsins Ægis. elinhirst@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Margra ára aðgerða- leysi varðandi Ægi vekur undrun, segir Ríkisendurskoðun. Varð- skipið hafi ekki verið haffært síðan í febrúar 2016 og legið við bryggju með miklum kostnaði. Skipið hafi fyrst verið auglýst til sölu í nóvember 2020, en hafnar- gjöld og annar kostnaður hafi numið um 37 milljónum króna á árunum 2018 til 2020. Skortur sé á raunsærri langtíma áætlanagerð þegar komi að rekstri og fjárfestingum í skipakosti Land- helgisgæslunnar, sem hafi reynst vera alvarlegur veikleiki. Ríkisendurskoðun telur einsýnt að dómsmálaráðuneyti og Land- helgisgæslan hefðu þurft að taka skýra ákvörðun um framtíð skips- ins miklu fyrr. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun Gæsluna harðlega fyrir að þyrlur hennar séu notaðar í einkaerindum fyrir æðstu stjórn ríkisins. Aðeins megi nota slík loftför til f lutninga vegna óvæntra atburða eða form- legra athafna á vegum æðstu stjórnar ríkisins en öll einkanot séu óheimil. Einu slíku verkefni hafi verið sinnt í ágúst 2020 þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra var farþegi í þyrlu Landhelgis- gæslunnar (TF-EIR) frá Reynisfjöru, þar sem hún var stödd í einkaerind- um, til Reykjavíkur og síðan flutti þyrlan hana aftur til baka. Ríkisendurskoðun segir tæki stofnunarinnar og öryggisbúnað keyptan eða leigðan til löggæslu og björgunarstarfa til hagsbóta fyrir almenning, en ekki til einkaerinda fyrir ráðherra. Forsætisráðuneytið hefur lofað að setja reglur til að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun það að Landhelgisgæslan hafi um árabil stundað að fylla á tanka skipa sinna í Færeyjum til þess að komast hjá því að greiða virðis- aukaskatt af olíunni hér á landi. „Þeir aðilar sem þiggja rekstrarfé sitt úr ríkissjóði geta ekki vísað til þess að með því að komast hjá greiðslu opinberra gjalda sé stuðlað að rekstrarhagkvæmni,“ segir Ríkis- endurskoðun. Einnig segir Ríkisendurskoðun að siglingar Landhelgisgæslunnar í þessum tilgangi feli í sér sóun, óþarfa mengun og skerðingu á við- bragðsgetu varðskipa innan efna- hagslögsögunnar. Í svari Landhelgisgæslunnar kemur fram að varðskip Gæslunnar hafi keypt olíu í Færeyjum frá alda- mótum samhliða öðrum verkefnum í austurhluta lögsögunnar, með fullri vitund hlutaðeigandi stjórn- valda á hverjum tíma. Gæslan geri því athugasemd við framsetningu Ríkisendurskoðunar vegna umrædds atriðis þar sem full- yrt sé að stofnunin stuðli að rekstr- arhagkvæmni með því að „komast hjá greiðslu opinberra gjalda“ vegna olíukaupa í Færeyjum. n Lofa reglum um þyrluflug ráðamanna í einkaerindum Varðskipið Ægir hefur legið bundið við bryggju og ónothæft frá 2016. MYND/EINAR BEN. ÞORSTEINSSON Georg Lárus- son, forstjóri Landhelgis- gæslunnar Varðskipið Ægir hefur ekki verið haffært frá árinu 2016 og var aug- lýst til sölu árið 2020. bth@frettabladid.is ÚTIVIST „Ég hef ekki heyrt um nein óhöpp þrátt fyrir áfengissölu um helgina, ég hef bara heyrt ánægju með að nýja stólalyftan færi loks af stað,“ segir Þórhallur Jónsson, for- maður skipulagsráðs og bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Nýtt skref var tekið um síðustu helgi en þá hófst áfengissala á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Salan er umdeild og hefur meðal ann- ars verið bent á erlendar rann- sóknir sem sýna aukna slysahættu á svæðum sem leyfa áfengissölu. Ekki stendur til að selja áfengi í Bláfjöllum að sögn forráðamanna Reykjavíkurborgar. Þórhallur styður vínsöluna og hefur ekki áhyggjur af aukinni slysahættu á skíðasvæðinu heldur komi nú góð viðbót við þjónustuna. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi VG, eini bæjarfulltrúinn á Akureyri sem vildi ekki leyfa sölu áfengis í Hlíðarfjalli, harmar niður- stöðuna. „Ég heyrði að mikil áfengisneysla hefði verið í Fjallinu um síðustu helgi ekki síst vegna þess að fólk hafði með sér áfengi á svæðið. Nú er búið að normalísera áfengisneyslu á skíðasvæðinu,“ segir Sóley. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er þó vínsalan ekki endi- lega í höfn til frambúðar. Málið verður að líkindum tekið upp í Heil- brigðiseftirliti Norðurlands á næsta fundi. n Áfengisdrykkja orðin sjálfsögð í Hlíðarfjalli Frá skíðavæði Akureyringa í Hlíðarfjalli. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Joe Biden Banda- ríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hygðist tilnefna Ketanji Brown Jackson í embætti hæstaréttar- dómara. Ef Bandaríkjaþing stað- festir tilnefningu hennar verður Jackson fyrst svartra kvenna til að sitja við Hæstarétt Bandaríkjanna. Mun hún þá taka við sæti Stephens Breyer, sem tilkynnti í janúar að hann hygðist fara á eftirlaun. Biden tilkynnir dómaraefni sitt Joe Biden ásamt Ketanji Brown Jackson. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 12 Fréttir 26. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.