Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.02.2022, Blaðsíða 26
Söngkonan Elísabet Ormslev vakti athygli á Twitter í vikunni þar sem hún opnaði sig um samband sitt við tón- listarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Það sem fékk Elísa- betu til að opna sig um málið eru ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar sem vakið hafa hjá henni óhug. Ég póstaði á Twitter að umræddur maður hefði haldið mér í heljargreip- um frá fyrsta ári í mennta- skóla.“ Elísabet segir að á þeim tímapunkti hafi sambandið verið orðið þráhyggjukennt en það hafi þó hafist fyrr, áður en hún útskrifaðist úr grunnskóla. „Ég tók viðtal við hann og annan kollega úr tónlistinni sem hluta útskriftarverkefnis úr grunnskóla,“ rifjar Elísabet upp aðspurð um upphaf sambands sem átti eftir að halda henni í heljargreipum næsta áratuginn. Í kjölfar sendinganna fara þau að spjalla í gegnum Facebook. „Hann segir síðar að hann hafi ekki vitað hversu ung ég var, en fæðingarár mitt var alltaf skráð á Facebook. Það er heldur ekki erfitt að komast að því,“ segir Elísabet sem eins og fyrr segir tekur viðtalið sem hluta af útskriftarverkefni úr grunnskóla svo aldurinn var þar uppi á borðum. Hafði aldrei átt kærasta Hún lýsir því að athyglin sem hún fékk þarna, 16 ára gömul, hafi kitlað. „Ég hafði aldrei átt kærasta en vinkonur mínar höfðu aðeins verið að slá sér upp með jafnöldrum okkar. Ég varð rosalega upp með mér yfir því að maður sem var þekktur og hvað þá í tónlist, sem var eitthvað sem mig langaði að fara út í, sýndi mér áhuga.“ Elísabet rifjar upp að hann hafi boðist til að skutla henni heim eftir að hún tók viðtalið fyrir lokaverk- efnið. „Þegar ég hugsa til baka þá er þetta svakalega óviðeigandi því hann býður mér upp á ís, skutlar mér svo heim og kyssir mig fyrir utan heimili mitt.“ Elísabet sem þarna var 16 ára bjó enn hjá móður sinni, söngkonunni Helgu Möller, og hann, sem var 38 ára, starfaði sem tónlistarmaður. „Hann virtist ekkert kippa sér sér- staklega upp við aldursmuninn,“ segir Elísabet sem var spennt yfir kossinum en sagði þó engum frá honum á þessum tímapunkti. Um sumarið starfaði Elísabet í verslun í miðbænum og fór gjarnan heim til hans eftir vinnu. „Hann var enn að drekka á þessum tíma og ég fór einu sinni niður í bæ með honum að hitta vini hans, kollega mína í dag. Ég veit alveg að þeim fannst þetta skrítið en enginn sagði þó neitt. Þeir vissu alveg hvað ég var gömul en hann náði að sannfæra þá eins og mig um að þetta væri sak- laust.“ Laug á hverjum degi Elísabet segir leynimakkið hafa byrjað strax, hún hafi verið risa stórt leyndarmál. „Þar af leiðandi hófust jafnframt lygarnar. Hann bjó einn og var nýhættur með kærustu sinni.“ Eðli málsins sam- kvæmt þurfti hann ekki að svara neinum um hvað hann væri að gera eða með hverjum, annað en hin 16 ára Elísabet. „Á hverjum einasta degi þurfti ég að ljúga að einhverjum,“ segir Elísabet sem einangraðist mikið frá vinum. „Vinahópurinn var vanur að hanga mikið saman en allt í einu hvarf ég. Ég laug að foreldrum mínum og vinkonum og fann alltaf nýjar afsakanir.“ Elísabet var með 9,3 í meðalein- kunn úr grunnskóla og segist hafa f logið inn í Verslunarskólann. Þar hafi gamall draumur ræst en mjög fljótt farið að halla undan fæti. „Ég var alltaf góður námsmaður en í Versló hafði ég ekkert athyglis- span til að stunda námið. Ég fór að skrópa til að fara heim til hans og hann sótti mig í skólann á morgn- ana,“ útskýrir Elísabet en hann vann mest á kvöldin og var í fríi á daginn. „Ég fór að falla í prófum enda fékk ég mig ekki til að læra undir þau, þetta var of spennandi og átti hug minn allan.“ Elísabet segir rauðu f löggin Ég var bara í hlekkjum Elísabet kynnt- ist umræddum tónlistarmanni þegar hún tók viðtal við hann sem hluta af lokaverkefni hennar úr grunnskóla. Eftir viðtalið bauðst hann til að aka henni heim og fyrir utan heimili foreldra hennar kyssti hann hana í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is snemma hafa birst og margir hafi varað hana við því að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. „Afneitunin kom snemma upp hjá mér og þótt hann væri iðulega þunnur þegar ég kom til hans afsak- aði ég það með því að hann hefði bara verið að skemmta sér kvöldið áður.“ Mamma reyndi að tala við hann Foreldrar Elísabetar fóru að hafa áhyggjur þegar illa var farið að ganga í náminu. „Þegar ég skildi eitt sinn símann minn eftir á meðan ég stökk út í búð, fann mamma skila- boð okkar á milli. Hún titraði af reiði þegar ég kom til baka. Ég skildi alveg að hún sýndi þessu ekki skiln- ing, en ekki að hún væri svona rosa- lega reið. Hún reyndi að leita leiða til að kæra hann og langaði helst að drepa hann,“ lýsir Elísabet og segir viðbrögð föður hennar hafa verið á svipuðum nótum. „Mamma reyndi svo að tala við manninn sem lofaði öllu fögru sem ekki gekk eftir.“ Elísabet segist hafa upplifað að foreldrar sínir væru eða eyðileggja fyrir sér enda hafi hún haldið að hún væri búin að finna manninn sinn. Hún hafi því farið í uppreisn gegn þeim. „Ég fer að ljúga meira, vera var- kárari og búa til fjarvistarsannanir til þess að geta hitt hann.“ Ekki reyndist hægt að kæra manninn enda Elísabet orðin 16 ára. Sjálf segist hún í dag ekki skilja hvernig slíkt samband geti verið löglegt. „Hvernig á 16 ára barn að hafa þroska og vitsmuni til að geta greint hvort þetta sé rétt eða séð stóru myndina, hversu mikið þetta getur skaðað?“ Þroskuð miðað við aldur Með manninum stundaði Elísabet kynlíf í fyrsta sinn. „Þar komum við einmitt að þessu valdaójafn- vægi. Hann hafði verið í fjölda sambanda og gengið í gegnum svo margt. Ég vissi ekki hvernig það væri að vera í ástarsambandi og hafði í raun ekkert til að miða við og hélt því að framkoma hans við mig væri eðlileg. Hann til dæmis sagði snemma við mig að hann langaði ekki að fara aftur í samband en það þýddi þó ekki að hann vildi sleppa mér. Ég túlkaði það þannig að hann vildi mig en vildi bara ekki opin- bera það strax því ég væri svo ung. Hann sagði að það mætti enginn komast að þessu vegna aldurs míns því hann yrði þá dæmdur og myndi mögulega missa vinnuna. Ég var því snemma sett í það hlutverk að passa upp á hann,“ segir Elísabet sem gætti leyndarmáls þeirra vel. „Alla tíð hef ég fengið að heyra að ég sé þroskuð miðað við aldur. Í þessum aðstæðum er þessi setning stórhættuleg. Því þarna heyrði ég: „Þú ert fullorðinslegri en jafnaldrar þínir, svo þú getur alveg verið með eldri manni.“ Mér fannst það hrós. Þetta kveikti á þeirri tilfinningu að ég væri fullorðin enda væri ég ekki með strák heldur með manni.“ Mátti ekki gera athugasemdir „Hann hætti að drekka seinni hluta ársins sem sambandið hófst. Ég hafði aldrei séð vesenið en komst að því að hann hefði líka verið í einhverjum efnum. Ég sá það aldrei, ég var náttúrlega bara með blöðkur fyrir augunum. Hann sagði að ég hefði verið ein ástæðnanna fyrir því að hann hætti að drekka. En hann hafði líka eyðilagt millj- ón ástarsambönd með drykkju og framhjáhaldi. Hann var mikið að umgangast og hitta fyrrverandi kærustu sína sem hann hafði hætt með rétt áður en hann kynntist mér,“ segir Elísabet og bætir við að hann hafi æst sig upp úr öllu valdi ef hún vogaði sér að gera athugasemdir við það. „Þar byrjaði þessi heift og reiði. Þessi rifrildi sem svo stigmögnuðust með hverju árinu sem leið. Ég reyndi að standa uppi í hárinu á honum en hann náði alltaf að drekkja mér. Svo notaði hann reynsluleysi Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifr- ildið. Á hverjum einasta degi þurfti ég að ljúga að ein- hverjum. Ég get alveg sagt það í dag, þetta var engin andskotans ást, þótt ég hafi haldið það á sínum tíma.  26 Helgin 26. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.