Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 2

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 2
Rauði krossinn á Íslandi hvetur öll þau sem hafa áhuga á að verða sjálfboðaliðar með hund til að skrá sig í grunnhundamat og á hunda- vinanámskeið. Allir hundar sem vilja verða heimsóknar- hundar þurfa að fara í mat þar sem skapgerð þeirra og atferli er skoðað. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Heimsóknarvinir með hunda er eitt af verkefnum Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun ein- staklinga með hjálp hunda. Sjálf- boðaliðar heimsækja fólk sem þarf á vini að halda og taka hund með. Karen Björk Jóhannesdóttir, verk- efnastjóri hjá Rauða krossinum, segir verkefnið ganga vel og að með nærveru hunda sé hægt að auka lífsgæði þeirra sem heimsóttir séu, létta þeim lífið og veita þeim kær- komna tilbreytingu í daglegt líf. „Hundavinir heimsækja notendur sína ýmist á einkaheimili eða stofn- anir, oftast einu sinni í viku, klukku- tíma í senn,“ segir Karen, en bendir á að meta þurfi alla hundana til að þeir fái að taka þátt í verkefninu. „Allir sjálf boðaliðar þurfa að klára bæði grunnhundamat hunda- vina og hundavinanámskeið,“ segir Karen. Matið er gert af reyndum sjálf boðaliðum í verkefninu sem meta hvort hundurinn og eigandi hans séu færir um að taka þátt í verkefninu. Í matinu felst til að mynda hvern- ig hundurinn bregst við snertingu og óvænti snertingu, hvort hann gangi í taumi, geti hlýtt skipunum og hvort hann hafi hæfni til að sitja kyrr. Standist hundurinn ekki matið fær hann ekki að taka þátt í verkefninu eða hann og eigandi hans gætu þurft að vinna í ákveðn- um þáttum og geta að því loknu sótt aftur um. Næsta grunnhundamat fer fram 28. og 30. mars og hvetur Rauði krossinn einstaklinga og hunda til að taka þátt. Karen segir verkefnið tilvalið fyrir alla sem þurfi aukna nánd og gleði í líf sitt. „Hinar ýmsu rannsóknir hafa sýnt fram á að dýr hafa jákvæð áhrif á heilsu manna, bæði líkamlega og andlega,“ segir hún. „Dýr draga úr streitu, lækka blóð- þrýsting og vinna gegn þunglyndi þeirra sem umgangast þau, auk þess sem náið samband við dýr getur hæglega uppfyllt þörf manns fyrir hlýju, þægindi og umönnun,“ bætir Karen við og bendir enn fremur á að skráning í bæði grunnhunda- mat og á hundavinanámskeið sé nú í fullum gangi. „Þetta eru námskeið sem eru til- valin fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins og kjósa að gera það með sinn ferfætling með sér,“ segir Karen. n Hinar ýmsu rann- sóknir hafa sýnt fram á að dýr hafa jákvæð áhrif á heilsu manna, bæði líkamlega og andlega. Karen Björk Jóhannesdóttir, verk- efnastjóri hjá Rauða krossinum Á flótta Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, sem haldnar verða laugar- daginn 26. mars 2022, skulu lagðar fram eigi síðar en 16. mars 2022. Kjörskrár skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórna eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn ákveður. Þeim sem vilja koma að athugasemdum er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitar- stjórn. Dómsmálaráðuneytinu, 12. mars 2022. Framlagning kjörskráa Vantar hunda til að minnka streitu og veita fólki hlýju Allir hundarnir sem taka þátt í verkefninu hafa verið metnir og hafa farið á námskeið með eigendum sínum. Þeir hundar sem ekki standast matið fá ekki að taka þátt í verkefninu. MYND/AÐSEND bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Áfangaheimili fyrir fólk sem er að stíga út úr neyslu er félags- þjónusta, ekki heilbrigðisþjónusta. Þetta kemur fram í svörum frá heil- brigðisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Arnar Hjálmtýsson, forstöðumað- ur áfangaheimilis í Kópavogi, hefur sagt að verið sé að senda vistmenn út í opinn dauðann ef þeir fara á götuna vegna kröfu um bættar brunavarnir. Síðar í mánuðinum munu 14 vist- menn á áfangaheimilinu Betra lífi í Kópavogi fara á götuna, að sögn Arn- ars. Hann segir suma mannanna geta reynst hættulega öðru fólki á götum úti. Um sé að ræða hóp sem hafi brennt brýr í félags- og heilbrigðis- þjónustu. Sumir séu of hættulegir til að hægt sé að vista þá á geðdeildum. Fréttablaðið hefur ekki náð tali af félagsmálaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, vegna málsins. Heilbrigðisráðuneytið segist enga aðkomu hafa að málinu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviða- ráðherra segist ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. Hús- næðis- og mannvirkjastofnun fer með stjórn og framkvæmd húsnæð- ismála í umboði innviðaráðherra. n Heilbrigðisráðuneytið segir vanda Kópavogsheimilisins ekki á sínu borði Frá áfangaheimilinu í Kópavogi. gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Reykjavíkurborg hefur verið gert að láta manni í té gögn um látna sambýliskonu hans. Borgin vildi ekki afhenda gögnin því að þau vörðuðu einkahags- muni hinnar látnu konu. Því hafnar úrskurðarnefnd um upplýsingamál. „Er fyrst og fremst um að ræða upplýsingar um þjónustu Reykja- víkurborgar við kæranda og sam- býliskonu hans og samskipti kæranda sjálfs við starfsmenn Reykjavíkurborgar vegna þess,“ segir nefndin. Maðurinn sagði að kona hans hefði verið blekkt til að skrifa undir beiðni um vistun á hjúkrunarheim- ili þar sem hún var síðan lögð inn. Hún hafi einfaldlega verið fórnar- lamb mannráns. „Hann telur aðgerðaleysi lækna þar hafa kostað hana lífið og gagn- rýnir að hafa ekki fengið upplýs- ingar um meðferð hennar,“ segir um málið í umfjöllun úrskurðar- nefndarinnar. n Sambýlismaður fær gögn um konu Maður taldi að sambýliskonu sinni hefði verið rænt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um tvær og hálf milljón manna hefur flúið undan stríðsrekstri Rússa í Úkraínu á liðnum vikum. Um helmingur þeirra hefur farið til Póllands. Hópur þeirra er hér á gamalli lestarstöð í Kraká sem breytt hefur verið í neyðarskýli. Úkraínumenn og Bandaríkjamenn höfnuðu í gær fullyrðingum Rússa um að þeir væru saman að þróa efnavopn gegn Rússum. Fastafulltrúi Úkraínu sagði þær „geðsýkislegt óráðshjal“. SJÁ SÍÐU 12 FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 Fréttir 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.