Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 6
Það er búið að byggja á landsvæði mávanna. Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildar- stjóri umhverfis og framkvæmda Sílamávar halda áfram að vera íbúum Sjálandshverfis í Garðabæ til ama. Bærinn hyggst reyna að fækka máv­ unum og leiðbeina íbúum um hvað sé til ráða. kristinnhaukur@frettabladid.is GARÐABÆR Aðgerðir til þess að stemma stigu við ágengni máva í Sjá­ landshverfi eru nú í undirbúningi í Garðabæ. Sílamávurinn hefur verið til ama undanfarin ár og íbúar leitað til bæjarins til að gera eitthvað í mál­ inu. „Íbúar kvarta mikið undan þessu,“ segir Guðbjörg Brá Gísladóttir, deild­ arstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Garðabæ. Hún segir þetta þó ekki vera einsdæmi í Sjálandshverfi, heldur geta verið þar sem byggt er nærri varplandi. En í Gálgahrauni, sunnan við Sjálandshverfi, er stórt varpland máva. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni en illa hefur gengið að fást við máv­ inn. Garðabær hefur verið bæði rætt við meindýraeyði og fuglafræðinga um þennan vanda. Fuglafræðingar telja fjölda máva ekki óeðlilega mik­ inn en stofninn sveiflast með fjölda síla í sjónum. Þegar þau minnka sækir mávurinn meira upp á land í leit að æti. „Þeir segja þetta fullkomlega eðli­ legt. Það er búið að byggja á land­ svæði mávanna,“ segir Guðbjörg. Bænum hefur þegar borist erindi í vetur út af mávum en Guðbjörg segir versta tímann ekki hafinn. „Þetta byrjar í sumar þegar ungarnir koma. Mávurinn er ekki að trufla neinn núna,“ segir hún. Býst bærinn því við erindum frá íbúum í allt sumar. Meðal þeirra sem fundið hafa fyrir ágangi sílamávsins eru íbúar hjúkrunarheimilisins Ísafoldar. Þá hafa mávarnir verpt á þökum húsa. Margir eigendur veigra sér við því að hringja í meindýraeyði til þess að láta farga ungunum og hafa frekar samband við bæinn til að spyrjast fyrir. Hægt er að setja upp fælur á þök, eins konar veifur, en Guðbjörg segir vafasamt að það sé í verkahring sveitarfélagsins að sjá um upp­ setningu á þeim. Garðabær sé nú að undirbúa upplýsingagjöf til bæjar­ búa um hvernig þeir geti snúið sér í þessum málum. Þá er einnig verið að undirbúa aðgerðir til að minnka fjöldann, eða það er að segja fjölgun máv­ anna. Það er að gata eggin svo þau fúlni að innan og ungarnir drepist fyrir klak. Garðabær hefur ekki gripið til þess í mörg ár að skjóta mávinn. Það sem f lækir málið enn frekar er að í Gálgahrauni er friðland fugla. Hefur Garðabær því þurft að fá undanþágu hjá umhverfisráðuneytinu fyrir öllum aðgerðum. n Ætla að gata egg til að fækka mávum sem angra íbúana í Sjálandshverfi Mávurinn er ekkert lamb að leika sér við og kallar ekki allt ömmu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR bth@frettabladid.is KÓPAVOGUR Karen Elísabet Hall­ dórsdóttir og Ásdís Kristjánsdóttir takast á um oddvitasæti hjá Sjálf­ stæðisflokknum í prófkjöri í Kópa­ vogi í dag vegna sveitarstjórnar­ kosninganna í vor. Báðar gefa kost á sér til bæjarstjóra. Sú sem sigrar verður arftaki Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita Sjálfstæðismanna, sem hefur verið bæjarstjóri í Kópavogi í tíu ár. „Það er hálfskrýtið að horfa á prófkjörið úr fjarlægð og vera ekki staddur í miðri hringiðunni. Ætli ég hafi ekki tekið þátt í átta eða níu prófkjörum,“ segir Ármann. Honum sé efst í huga hve rekstrarlegur styrkur bæjarins hafi batnað mikið. „Þegar við tókum við 2012 vorum við enn að jafna okkur eftir hrunið. Við ákváðum að slá barlóminn af, gengum á eftir byggingaraðilum og hvöttum þá til að byggja. Sumir slógu til þótt bankinn neitaði þeim um lán og það var gæfuskref,“ segir Ármann, sem segist skila góðu búi. Fjölgað hefur um 8.000 manns í Kópavogi og hafa skipulagsmál verið áberandi hjá oddvita efnum f lokksins í próf kjörsbaráttunni. Bærinn stefnir að því að byggja um 4.000 íbúðir á næstu árum og fjölga um 10.000 íbúa. „Vatnsendamálið virðist vera að leysast og þá fáum við vonandi byggingarland,“ segir Ármann, en skortur á landi hefur verið vandi. „Mín skoðun er að Kópavogs­ bær verði að gera hvort tveggja, að þétta byggð og brjóta land,“ segir Ármann, sem kveður óljóst hvaða störf taki við eftir að hann hættir sem bæjarstjóri. n Sjálfstæðismenn kjósa um arftaka Ármanns í Kópavogi í dag gar@frettabladid.is IÐNAÐUR Útgerðarfélagið Lokin­ hamrar ehf. vill leyfi til tilrauna­ ræktunar á beltisþara í Hvalfirði. „Við viljum skoða þrjá mismun­ andi staði í firðinum til að byrja með, til að sjá hvar er hentugast að leggja út línur til ræktunar á þara með tilliti til umhverfisþátta eins og strauma, næringar, tímgunar og f leira,“ segir í erindi Lokinhamra. Umhverf isnefnd Kjósarhrepps skoðar nú beiðni fyrirtækisins. n Vilja tilraunarækt á þara í Hvalfirði Ármann Kr. Einarsson og Rannveig Ásgeirsdóttir þegar nýr meiri- hluti í Kópavogi var kynntur 2012. Söngskemmtun Karin Torbjörnsdóttir Elena Postumi 25. mars kl 20.00 í Norðurljósum Söngvar hjartans benediktarnar@frettabladid.is DÓMSMÁL Landréttur staðfesti í gær dóma Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar gegn Seðlabank­ anum sem á að greiða Þorsteini Má tæpar 2,7 milljónir króna í skaða­ bætur, auk málskostnaðar. Bankinn var sýknaður af 115 milljóna króna skaðabótakröfu Samherja. Stjórnvaldssekt sem Seðlabank­ inn lagði á Samherja og Þorstein Má hafði verið felld niður með hæsta­ réttardómi. n Þorsteini Má dæmdar bætur Þorsteinn Már Baldvinsson. 6 Fréttir 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.