Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 10

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 10
Formaður heimastjórnar Djúpavogs telur brýnt að leysa úr húsnæðiskapli í bænum. Meðal annars að koma fyrir listasafni sem ósætti hefur ríkt um. Í fyrra var stór gjafagjörningur dreginn til baka. kristinnhaukur@frettabladid.is AUSTURLAND Heimastjórn Djúpa- vogs telur brýnt að leysa úr hús- næðismálum ýmissa stofnana í bænum, þar á meðal listasafnsins Ríkarðshúss sem nefnt er eftir myndskeranum Ríkarði Jónssyni. Enn er hins vegar óútkljáð deila við aðra dóttur Ríkarðs, Ásdísi, sem dró stóra gjöf til safnsins til baka fyrir um ári síðan. Forsagan er sú að Ásdís og tví- burasystir hennar Ólöf, sem er nú látin, vildu gefa eigur sínar til að koma safni föður síns á laggirnar og í samkomulagi við Djúpavogshrepp átti að reisa það á grunni byggingar- innar Vogalands 5. Í gjöfinni fólst meðal annars ein- býlishús í Reykjavík, jörð í Mos- fellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stór f lygill og málverk eftir Jóhannes Kjarval, Finn Jónsson og fleiri stór- málara. Lauslega reiknað verðmæti gjafarinnar var um 200 milljónir króna árið 2012. Átti að sníða bygg- ingu safnsins að þessari gjöf eftir lát systranna. Vogaland 5 er hins vegar núna komið í eigu listasafnsins Ars Longa og sveitarstjórn hafði hugmyndir um að koma Ríkarðshúsi fyrir í svoköll- uðu Faktorshúsi, sem Ásdísi hugnað- ist ekki. Var gjöfin því dregin til baka. Nú vill heimastjórnin koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð. Helgi Hlynur Ásgrímsson, formaður heimastjórnarinnar, segir húsið stórt og hrátt og að gera þurfi mikið fyrir það til að hýsa listasafn. En í dag hýsir það björgunarsveitina og Rauða krossinn og í öðrum end- anum er skrifstofuálma. „Þetta er húsnæði sem systr- unum hugnaðist. Það er mjög vel staðsett í bænum,“ segir Helgi. Meðal annars hafi það ýtsýni yfir Búlandstindinn, sem þeim hafi þótt mikilvægt við val á stað- setningu. Hann segir þó að ekki sé búið að hætta við að draga gjafa- gjörninginn til baka. Fleiri hús eru í „húsakapli“ sem heimastjórnin telur brýnt að leysa. Vill hún byggja nýja björgunarmið- stöð fyrir alla viðbragðsaðila og áhaldahús, selja slökkvistöðina, breyta gömlu kirkjunni í sýningar- rými eða fundaaðstöðu og leigja Faktorshúsið undir skrifstofur. „Um leið og það verður tekin ákvörðun um eitt þá útilokar það annað,“ segir Helgi um þessar áætl- anir. n Ekki er hægt að spá fyrir um upphæðir bótanna á þessari stundu. Þetta er húsnæði sem systrunum hugnaðist. Það er mjög vel stað- sett í bænum. Helgi Hlynur Ásgrímsson, formaður heimastjórnar Djúpavogs Ársfundur Votlendissjóðs 2022 verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 17:00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík Dagskrá Ársfundar er samkvæmt skipulagsskrá Votlendissjóðs. Endurheimt votlendis stöðvar losun CO2 og eflir um leið náttúrulegan fjölbreytileika. Nánar á www.votlendi.is Staður fundinn fyrir Ríkarðshús en enn ósamið við dóttur listamannsins Djúpivogur með Búlandstind í baksýn, en dætur Ríkarðs vildu að hann sæist frá safninu. MYND/AÐSEND Ríkarður á vinnustofu sinni við Grundarstíg árið 1963. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR bth@frettabladid.is NÁTTÚRUHAMFARIR Minnisblað var lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær vegna bóta til þeirra íbúa í Útkinn í Þingeyjarsýslu sem urðu fyrir skaða í miklum aurskriðum í október síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneyt- inu var lagt fram yfirlit um aðgerðir og horft til næstu skrefa. Ljóst er að íbúarnir munu fá bætur vegna skaðans. Koma alls fimm ráðuneyti að málinu og fjöldi undirstofnana. Gögnum verður safnað í samráði við sveitarfélagið Þingeyjarsveit og f leiri aðila. Að þeirri vinnu lokinni verður gerð til- laga um fjárhagslegan stuðning. Horft verður til fyrri fordæma þegar tekin verður ákvörðun um upphæð greiðslnanna. Ekki er hægt að spá fyrir um upphæðir bótanna á þessari stundu samkvæmt upp- lýsingum frá ráðuneytinu. Strax eftir skriðurnar var brugðist við náttúruhamförunum með við- gerðum á vegum. Þá hefur Veður- stofan unnið greinargerð vegna málsins og Bjargráðasjóður og almannavarnir haft aðkomu að málinu svo nokkuð sé nefnt. n Kinnungum bætt tjón vegna skriða Gríðarleg spjöll urðu þegar aurskrið- ur féllu í Útkinn síðastliðið haust. 10 Fréttir 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.