Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 12

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 12
Í þriðju viku innrásarinnar saka Rússar Úkraínumenn um að þróa efnavopn og Pútín kallar eftir erlendum sjálf- boðaliðum. thorgrimur@frettabladid.is ÚKRAÍNA „Þetta er líf, þetta er stríð, þetta er bardagi,“ sagði Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, í ávarpi til Úkraínumanna í gær. „Það er ógerningur að segja hversu marga daga við höfum enn til að frelsa úkraínskt landsvæði. En við getum enn gert það, því við viljum það. Við erum þegar komin að hern- aðarlegum tímamótum. Við erum á leið til takmarks okkar, til sigurs.“ Á fimmtudaginn voru tvær vikur síðan Rússar hófu innrás í Úkraínu og enn sér ekki fyrir lokin á átök- unum. Samkvæmt Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna hafa um tvær og hálf milljón manns flúið frá Úkraínu síðan innrásin hófst. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 516 óbreyttir borgarar hafi verið drepn- ir og 908 hafi slasast í innrásinni. Stofnunin telur þó raunverulegt mannfall líklega mun meira, enda eigi enn eftir að sannreyna fjölda tilkynninga um andlát, sér í lagi frá þeim svæðum Úkraínu sem enn eru undir yfirráðum ríkisstjórnarinnar. Rússar hertóku borgina Kerson þann 2. mars síðastliðinn en hún er enn sem komið er eina úkraínska héraðshöfuðborgin sem hefur fallið í hendur innrásarhersins. Margar aðrar borgir eru hins vegar umsetnar og hafa orðið fyrir fjölda loftárása. Hafnarborgin Maríúpol við Asóvshaf, sem er umkringd rúss- neskum herliðum, hefur sér í lagi orðið illa fyrir barðinu á loft árásum og stjórn borgarinnar segir að nærri 1.600 manns hafi látist í umsátrinu. Borgarfulltrúinn Petro Andrjúsjtsj- enkó segir að Maríúpol sé án raf- magns, hreins drykkjarvatns og hita og jafnar árásunum við þjóðarmorð. Rússneskir ráðamenn hafa borið Úkraínumenn og bandamenn þeirra álíka þungum sökum. Í gær köll- uðu Rússar saman sérstakan fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að fjalla um ásakanir þeirra um að Bandaríkjamenn væru að þróa efnavopn í rannsóknarstofum á úkraínskri grundu. Fastafulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Vasílíj Nebensja, hélt því fram að Úkraínumenn væru með bandarísku fjármagni að þróa ban- væn afbrigði af miltisbrandi, kóleru, f lensu og öðrum sjúkdómum sem ætlunin sé að dreifa til Rússlands með fuglum, leðurblökum, lúsum og f lóm. Rússneska varnarmála- ráðuneytið hefur áður haldið því fram að ætlun Bandaríkjamanna og Úkraínumanna sé að hanna efna- vopn sem muni aðeins hafa áhrif á tiltekna þjóðernishópa, það er Rússa. Stjórnvöld í Washington og Kænugarði hafa þvertekið fyrir þessar ásakanir og segja Rússa nota öryggisráðið sem vettvang til að dreifa falsfréttum. Sergíj Kíjslíjtsíja, fastafulltrúi Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði ásakanirnar merki um „geðsjúkt óráðshjal“ Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Þá hafa bæði úkraínskir, banda- rískir og breskir ráðamenn lýst áhyggjum af að Rússar hyggi sjálfir á beitingu efnavopna og muni nota þessar ásakanir sem yfirvarp. „Ef maður vill vita fyrirætlanir Rússa þarf maður bara að skoða hvað Rússar saka aðra um,“ sagði Selenskíj. Á fundi rússneska öryggisráðsins sagði Sergei Sjoígú, varnarmálaráð- herra Rússlands, að það væru þegar 16.000 sjálfboðaliðar frá Mið-Aust- urlöndum til taks sem myndu taka upp vopn við hlið Rússa. Svipaður fjöldi erlendra sjálfboðaliða hefur þegar gengið til liðs við Úkraínu- menn í átökunum að sögn Volo- dímírs Selenskíj. n Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í gær að heimila ætti erlendum sjálfboðaliðum að taka þátt í stríðinu gegn úkraínska hernum. gar@frettabladid.is NOREGUR Varhugavert er að útiloka upplýsingar sem maður er ekki sam- mála, segir Amund Trellevik, með- limur í PEN, alþjóðasamtökum sem berjast fyrir tjáningarfrelsi. Þetta kemur fram í viðtali Norska ríkisút- varpsins við Trellevik. Evrópusambandið ákvað að loka fyrir útsendingar rússnesku sjón- varpsstöðvanna Russia Today og Sputnik í löndum sínum, á þeim grunni að þær væru áróðursstöðvar sem dreifi falsfréttum um stríðið í Úkraínu. Sagt er að norska ríkisstjórnin sé að íhuga að fylgja fordæmi Evr- ópusambandsins. Trellevik segir skiljanlegt að slík útilokun sé rædd en kveðst telja að Noregur verði að standa við eigin gildi. „Ef það er eitt- hvað sem ekki má falla þá eru það grunngildin,“ er haft eftir honum. n Mælt gegn útilokun rússneskra miðla Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is ÚKRAÍNA Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa alls 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Alls eru 38 börn í þeim hópi. Um 75 prósent hópsins fá húsa- skjól hjá vinum og ættingjum en í þeim tilvikum sem einstaklingar og fjölskyldur hafa ekki átt í nein hús að venda hefur Útlendingastofnun komið til aðstoðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stöðuskýrslu Landamæra- sviðs ríkislögreglustjóra. Frá mánaðamótum hafa 127 ein- staklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Það er að meðaltali 18 einstaklingar á dag. Í skýrslunni kemur fram að Wizz Air hafi gefið 100 þúsund flugmiða til f lóttamanna sem eru að f lýja stríðsátökin í Úkraínu og þannig kostar um 10 þúsund krónur, eða 70 evrur, að ferðast með flugfélag- inu til Íslands. Í skýrslunni segir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast en Alþjóðaflótta- mannastofnunin áætli að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin. Samkvæmt ríkislögreglustjóra eru sífellt fleiri rússneskir ríkisborgarar að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á í landinu en töluvert er um að Rússar fari með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystarsaltsríkjanna. n Flestir sem hafa flúið stríðið og óskað verndar hér eru í skjóli hjá vandafólki Íbúar frá Írpín flýja átökin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Báðir stríðsaðilar óttast beitingu efnavopna Úkraínumenn eru nú í óðaönn að byggja götuvígi úr sandpokum í miðborg höfuðborgarinnar Kænugarðs. Rússneskir hermenn færðu sig nær borginni í gær. MYND/EPA 12 Fréttir 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.