Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Núna vildu allir skóg- inum hafa plantað, svo miklu fyrr, enda brýnasta hags- munamál jarðarbúa að huga að loftslags- málum. Er ekki tími til kominn að við Íslendingar eigum samtal um Evr- ópusam- bandið? Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur lengi langað til að vera Winston Churchill. Sem barn gekk Boris í einkaskólann Eton þar sem dýrð breska heimsveldisins og afburðir þess í heimsstyrjöldinni síðari eru innrætt nemendum af sömu afdráttarlausu þörf og Íslendingum af minni kynslóð var gert að læra sýslur utanbókar. Boris Johnson er nú í essinu sínu. Daginn sem Rússar réðust inn í Úkraínu og sagan inn í samtímann fékk Boris loks tækifæri til að leika hlutverkið sem hann hefur beðið eftir, hugsjónamann sem berst við hlið banda­ manna gegn harðstjóra sem ógnar frjálslynd­ um gildum og friði í Evrópu. Frammistaðan kynni að vera trúverðug ef ekki væri fyrir sögulegan atburð sem stendur okkur nær í tíma en Churchill og síðari heimsstyrjöldin. Árið 2016 var Boris Johnson frjálslyndur og vel liðinn borgarstjóri fjölmenningar­ borgarinnar Lundúna. Það kom flestum í opna skjöldu þegar Boris gerðist á einni nóttu helsti baráttumaður fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Marga grunaði hann um pólitíska hentistefnu; að afstaða hans mótaðist ekki af hugsjón heldur sæi hann í Brexit tækifæri til að komast sjálfur til aukinna metorða. Boris er nú forsætisráðherra. Embættið kann þó að hafa verið dýrara verði keypt en Boris gerði sér grein fyrir árið 2016. „Hvernig getur svona gerst?“ Við upphaf frönsku byltingarinnar árið 1789 mátti finna tilraunir til þingræðis í fjórum prósentum ríkja heims. Þeim löndum sem búa við lýðræði hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þá, ekki síst eftir fall Berlínarmúrsins. Í dag fer þeim hins vegar fækkandi. Samkvæmt nýju árlegu mati samtakanna Freedom House búa aðeins tveir af hverjum tíu jarðarbúum í „frjálsu samfélagi“. Þegar Bretar sneru bakinu við Evrópusam­ bandinu sneru þeir ekki aðeins baki við við­ skiptasambandi, frjálsu fólksflæði og meintri skriffinnsku. Nú þegar stríð geisar á ný í Evr­ ópu blasir óþægileg staðreynd við. Lýðræði, frelsi, mannréttindi og friður reyndust ekki söguleg endastöð eins og Mjódd er endastöð hjá Strætó. Evrópusambandið er ekki aðeins efnahags­ bandalag heldur bandalag um hugsjón. Það er yfirlýsing um hvernig við óskum þess að lifa. Það er boðberi og málsvari frjálslyndra gilda, lýðræðis, mannréttinda, samvinnu, víðsýni, fjölbreytileika og umburðarlyndis. „Hvernig getur svona gerst á 21. öldinni?“ heyrist víða sagt um stríðsátökin í Úkraínu eins og veröldin vaxi upp úr stríði eins og barn upp úr bleiu. Það er þegar við sofnum á verðinum sem „svona“ gerist. Fyrir aðeins tveimur vikum fannst okkur þau frjálslyndu gildi sem við búum við svo sjálfsögð að okkur datt ekki í hug að við þyrftum að gefa þeim gætur. Boris fannst þau svo hversdagsleg árið 2016 að hann gat ekki ímyndað sér að það hefði nokkrar afleiðingar þótt hann kastaði þeim fyrir róða til framdráttar pólitískum ferli sínum. En stríð eru ekki úr sögunni. Lýðræði á undir högg að sækja. Frjálslyndi er jafnhverfult og friður í Evrópu. Svo kann að vera að við Íslendingar eigum okkar eigin Boris. Hinn 13. desember árið 2008 birtist tímamótagrein í Fréttablaðinu eftir tvær rísandi stjörnur innan Sjálfstæðis­ flokksins. Höfundarnir kölluðu eftir því að Ísland hæfi aðildarviðræður við Evrópu­ sambandið. Ákallið hljóðnaði snarlega þegar ljóst varð að það var hæstráðendum ekki þóknanlegt. Annar greinarhöfundanna var Bjarni Benediktsson. Bjarni er nú formaður Sjálfstæðisflokksins. Íbúar Úkraínu láta lífið við að berjast fyrir frelsinu sem við hin gleymdum að verja. Það tók sprengjudyn til að vekja Vesturlönd af andvaraleysi. Ný heimsmynd blasir við. Er ekki tími til kominn að við Íslendingar eigum samtal um Evrópusambandið? n Okkar eigin Boris A lþjóðlegan baráttudag kvenna bar upp á þriðjudag í þessari viku sem senn er á enda – og af því tilefni er vert að velta fyrir sér arf leifð Vigdísar Finnbogadóttur og vægi þess að hún var kjörin forseti Íslands fyrir hálfum mannsaldri, fyrst kvenna í lýðræðis­ legum kosningum í heiminum. Þar skipti vötnum í veraldarsögunni. Og þótt þetta kunni að heita stór orð, liggur meining þeirra fyrir í gerbreyttum heimi kvenfrelsis og jafnréttis, þeirra megingilda sem gera ráð fyrir jafnri stöðu kynjanna og af þakka karllæga einsleitni við katla valds­ ins. Kjör Vigdísar hratt af stað atburðarás sem bylti gamalkunnri afstöðu til samfélagsins, þeirri tálsýn að körlum væri betur lagið að stjórna en konum. Og kannski liggur beinast við að rifja upp ráman hlátur karlanna á miðju ári 1980 þegar Vigdís talaði fyrir skóg­ rækt í framboðsræðum sínum. Núna vildu allir skóginum hafa plantað, svo miklu fyrr, enda brýnasta hagsmunamál jarðarbúa að huga að loftslagsmálum. Vigdís sá þetta fyrir vegna innsæis, ræktar­ semi og umburðarlyndis, svo nokkuð af því sé nefnt sem á svo miklu meira erindi í sam­ félagið en frekja og valdhygli. Það er af þessum sökum sem konur eru kallaðar til valda í hverju landinu af öðru. Frumkvæði, mannúð og ríkulegt erindi Vigdísar í starfi forseta í rífan hálfan annan áratug færði öðrum konum sanninn heim um að kvenfrelsi væri ekki kenning ein. Breytingin er alger. Ekki þarf annað en að horfa til Norðurlandanna til að sjá glæsi­ legt brautargengi kvenna í stjórnmálum, en ríkisstjórn Íslands leiðir Katrín Jakobsdóttir, Mette Frederiksen í Danmörku, Magda lena Andersson í Svíþjóð, Sanna Marin í Finnlandi og stutt er síðan stallsystir þeirra Erna Sol­ berg leiddi norsku ríkisstjórnina. Innan Evrópusambandsins hefur vegur kvenna aukist sömuleiðis svo eftir hefur verið tekið. Forseti framkvæmdastjórnar ESB er Þjóðverjinn Ursula von der Leyen, forseti Evr­ ópuþingsins er Maltverjinn Roberta Metsola og æðsti stjórnandi evrópska seðlabankans er frakkinn Christine Lagarde. Það mikilvæga við þessa þróun er að hún er langþráð. Það stórkostlega við þessar breyt­ ingar eru að þær skila sér í réttlátara sam­ félagi þar sem mannréttindum er hampað, en þau ekki fótum troðin af illsku og ógeðs­ legum yfirgangi. n Arfleifð Vigdísar Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem haldnar verða laugardaginn 26. mars 2022, skulu lagðar fram eigi síðar en 16. mars 2022. Kjörskrár skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórna eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn ákveður. Þeim sem vilja koma að athugasemdum er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitar- stjórn. Dómsmálaráðuneytinu, 12. mars 2022. Framlagning kjörskráa SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 12. mars 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.