Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 18

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 18
18 Íþróttir 12. mars 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 12. mars 2022 LAUGARDAGUR Búið er að frysta eignir Romans Abramovítsj á Eng­ landi vegna tengsla hans við Vladímír Pútín. Abramovítsj gerði Chelsea að einu sigur­ sælasta liði Evrópu frá því hann eignaðist það 2003 og vann félagið allt sem hægt er að vinna. Nú er staðan önnur og ljóst að margir lykilmenn munu yfirgefa Stamford Bridge nú þegar félagið getur ekki lengur keppt við þá bestu. benediktboas@frettabladid.is Enn er mögulegt að Chelsea verði selt en verðmiðinn er um þrír milljarðar punda, sem eru ofboðs­ lega margar íslenskar nýkrónur. Salan verður þó að uppfylla skilyrði bresku ríkisstjórnarinnar um að Abramovítsj hagnist ekki á sölunni. Vegna frystingarinnar má Chel­ sea ekki fá nýjar tekjur inn í félagið. Það þýðir að félagið lokaði minja­ gripabúðinni sinni, engir aðrir en ársmiðahafar mega mæta á leikinn gegn Newcastle og ekki stuðnings­ menn útiliðsins, nema þeir hafi keypt miða fyrir 10. mars. Þá má ekki endursemja við leikmenn og munu því Antonio Rudiger, Cesar Azpilicueta og Andreas Christen­ sen, sem allir eru að verða samn­ ingslausir í sumar, yfirgefa félag­ ið. Þá verður Saul ekki keyptur frá Atletico Madrid. Reyndar voru ekki miklar líkur á því hvort sem er. Til að koma sér í útileiki má félag­ ið ekki eyða meira en 20 þúsund pundum, sem er um 3,5 milljónir króna. Að meðaltali eru lið að eyða um 30 þúsund pundum í útileiki í ensku úrvalsdeildinni, samkvæmt Players Care samtökunum. Fer það í f lug, hótel, öryggisgæslu og annað tilfallandi. Eru þessi pund þó var­ lega áætluð. Má gera ráð fyrir að Chelsea sé að eyða mun meiru. Ekki er loku fyrir það skotið að leikmenn, sem sumir hverjir þéna milljónir í dag, geti borgað það sem upp á vantar. Þá má félagið eyða 500 þúsundum á leikdag en venjulega kosta heimaleikir milljónir. Margir spyrja sig, fyrst Chelsea er tekið fyrir, af hverju Manchester City eða Newcastle sé ekki tekið af sínum eigendum. Abramovítsj er jú vinur Pútíns en eigandi City, sjeikinn Mansour, var beinn þátt­ takandi í stríðinu í Jemen þar sem fjölmargir saklausir borg­ arar hafa látið lífið síðan 2015. Þá eru eigendur Newcastle ekki barnanna bestir þegar kemur að rétt­ indum, hvaða nafni sem þau nefnast. Sá sigursælasti Síðan Abramovítsj kom með sína peninga inn í Chelsea hefur ekkert annað félag á Englandi verið jafn sigursælt. Liðið hefur unnið 19 bik­ ara, en 21 ef samfélagsskjöldurinn er tekinn með. Á meðan hefur Man­ chester United unnið 14 bikara og grannar þeirra í City 13. n Frystur og farinn 15 stjórar hafa stýrt Chelsea. 5 Englandsmeistaratitlar. 2 Meistaradeildartitlar. 7 sinnum voru leikmenn keyptir fyrir yfir 50 millj- ónir punda. 1,5 milljarða punda lánaði Roman félaginu. Hann vill ekki endurgreiðslu. 98 milljónir punda kostaði sá dýrasti, Romelu Lukaku. 1.449 stig fékk Chelsea undir stjórn Abramovítsj. 2,1 milljarði punda eyddi Chelsea í leikmenn undir stjórn Abramovítsj. 1,16 milljarða punda hafa leikmenn verið seldir fyrir síðan 2003. 3 milljarðar punda er talið vera söluverð Chelsea. 140 milljónir punda kostaði Chelsea árið 2003. 48 ár hafði Chelsea beðið eftir Englandsmeistara- titlinum þegar Abramo- vítsj keypti félagið. 60,7% er sigurhlutfallið í öllum keppnum hjá Chelsea síðan 2003. 709 deildarleiki spilaði Chel­ sea undir Abramovítsj. Liðið vann 432 sinnum, gerði 153 jafn tefli og tap­ aði aðeins í 124 skipti. 21 titil vann félagið frá kaupunum. Sá síðasti, HM félagsliða, var eini bikarinn sem vantaði í bikaraskápinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.