Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.03.2022, Qupperneq 20
Bjarney Sigríður Sigurjóns- dóttir fékk trönur og pensla í sextugsafmælisgjöf og eftir krabbameinsmeðferð fór hún að einbeita sér að sköpuninni. Í gær opnaði hún svo sína fyrstu myndlistarsýningu sem stendur út þriðjudag. bjork@frettabladid.is Bjarney, sem oftast er köll- uð Eyja, opnaði í gær sína fyrstu myndlistarsýn- ingu í sal Kirsuberjatrés- ins við Vesturgötu sem hún segir henta vel fyrir tilefnið enda hæfilega lítill og heimilislegur í fallegu húsnæði verslunarinnar. Það var eiginmaður Bjarneyjar, Filippus Árnason, sem gaf henni í sextugsafmælisgjöf trönur, ramma, akrílliti og pensla, sem hvatningu til að láta gamlan draum rætast. „Ég hafði málað af og til frá því ég var krakki og haft gaman af því að teikna og sótt ýmis styttri nám- skeið. Þetta hefur alltaf blundað í mér en átti alltaf að bíða þar til ég hætti að vinna og hefði nægan tíma fyrir þetta,“ segir hún. Örlögin réðu því þó að Eyja hætti fyrr í starfi sínu hjá Ferðafélaginu Útivist en hún hafði ráðgert og þá kom afmælisgjöfin góða sannar- lega að góðum notum. „Ég veiktist af krabbameini árið 2018 og eftir meðferðina byrjaði ég á fullu að mála,“ segir Eyja sem ákvað að prófa sig áfram og segir internetið hafa hjálpað mikið. „Þangað fer ég þegar mig vantar svör varðandi blöndun lita og annað slíkt. Svo bara æfir maður sig.“ Kom sér vel í bataferlinu Eyja segir tímann við trönurnar gæðastundir sem gefi henni mikið. „Í bataferlinu eftir krabbameins- meðferðina kom það sér vel að vera með allar græjur tilbúnar heima og geta byrjað að mála, á milli þess sem ég fór út að ganga og í Ljósið til að byggja mig upp. Það gefur mér mikinn frið að mála um leið og ég hlusta á tónlist eða talað mál. Það eru yfirleitt liðnir tveir, þrír tímar áður en ég veit af.“ Eyja segir daglega göngutúra aldr- ei bregðast og það í öllum veðrum, þetta snúist um að eiga réttu græj- urnar. „Regngalla, húfur, vettlinga og brodda sem reyndar hafa spænst hratt upp undanfarið,“ segir hún í léttum tón. Innblásturinn í verkin sækir Eyja meðal annars í náttúruna á göngum en einnig er hún dugleg að sækja myndlistarsýningar og skoða hvað er um að vera á netinu. „Ég er svo alltaf að prufa eitthvað nýtt. Mér finnst skemmtilegt að mála abstrakt, blanda saman, búa til liti og dreifa þeim og sjá hvernig það kemur út og finna svo framhaldið út frá því.“ Eyja mælir sannarlega með því að láta gamla drauma rætast og bendir á mikilvægi þess að láta verða af því á meðan heilsan enn leyfi. „Það má svo alltaf bæta við draumum. Þetta snýst um að gera þetta á meðan maður hefur heilsu til. Alls ekki bíða,“ segir hún í lokin. Sýningin er opin í Kirsuberja- trénu í dag laugardag, mánudag og þriðjudag en skoða má verk Eyju á vefsíðunni eyjas.com. n Það má alltaf bæta við sig draumum Eyja segir mikilvægt að bíða ekki með að láta drauma sína rætast. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Innblásturinn sækir Eyja í göngu- ferðum, á sýningum og netinu. Eyja segist hafa gaman af því að mála abstrakt og sjá hvað kemur út. n Í vikulokin Við mælum með Það er ekki lengur nátt- úrulegt fyrir Gunn- ari að setja sjálfan sig í fyrsta sæti – allt í einu eru aðrir á undan í forgangs- röðinni. BJORK@FRETTABLADID.IS Á einungis nokkrum áratugum hefur lær- dómur sögunnar gleymst. Ólafur Arnarson Tilgangurinn með stofnun Kola- og stálbandalagsins, undanfara ESB, fyrir 70 árum, var að gera aðildar- ríki þess háð viðskiptum sín á milli og hindra stríðsrekstur í álfunni. Öldum saman geisuðu stríð í Evr- ópu. Eftir tvær hryllilegar heims- styrjaldir á fyrri hluta síðustu aldar bundust iðnríki álfunnar samtök- um um að tryggja frið til framtíðar. Kola- og stálbandalagið er í dag bandalag næstum 30 lýðræðis- ríkja. Vegna ESB og NATO hefur ríkt friður milli aðildarríkja þessara bandalaga frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. NATO og ESB hafa staðið sig með prýði. Friðurinn sem við Evrópu- búar lítum á sem sjálfsagðan hlut er í sögulegu ljósi frávik. Þjóðer nishrey f ing um hef ur vaxið fiskur um hrygg og sprottið hafa upp óprúttnir popúlistar sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Á einungis nokkrum áratugum hefur lærdómur sögunnar gleymst. Lævísir lýðskrumarar hafa málað ESB sem rót alls ills. Í Bretlandi blekktu stjórnmálamenn lítilla sanda og lítilla sæva kjósendur með innistæðulausum loforðum um gull og græna skóga utan ESB. BREXIT og uppgangur þjóðernis- afla í Evrópu hefur veikt samstarf lýðræðisþjóða í álfunni. Trúverðugleiki Bandaríkjanna sem forystuaf ls lýðræðisríkja í heiminum hefur beðið hnekki eftir forsetatíð manns, sem leitar fyrir- mynda og bandamanna meðal ill- ræmdustu einræðisherra veraldar. Pútín hefur greinilega talið Innrás Rússa minnir okkur á lærdóm sögunnar kjöraðstæður vera til að ráðast á og innlima nágrannaríkið Úkraínu nú þegar lýðræðisríkin í ESB og NATO virtust sundruð og veik. Grimmdarleg og glæpsamleg inn- rás Rússa hefur óvænt leitt til þess sem virtist ómögulegt. Vestrænar lýðræðisþjóðir sýna órofa samstöðu sem aldrei fyrr. Friður er hins vegar ekki sjálf- sagður. Lýðræðisþjóðir verða að standa saman um varðveislu hans. Það gerum við best í friðarbanda- lögum á borð við NATO og ESB. n Einn allra harðasti karlmaður lands- ins, bardagakappinn Gunnar Nelson, prýðir forsíðu þessa tölublaðs. Gunn- ar er grjótharður, vöðvastæltur og óhræddur – tilbúinn í einn mikilvæg- asta bardaga ferils síns um næstu helgi. En undir hörðu yfirborðinu er hann dún- mjúkur, ekki síst þegar talið berst að börnum hans tveimur. Það er ekki lengur náttúrulegt fyrir Gunnari að setja sjálfan sig í fyrsta sæti – allt í einu eru aðrir á undan í forgangsröðinni. Hann viðurkennir að fyrir atvinnumann sé ákjósanlegast að vera fremstur í forgangi en hann myndi engu vilja breyta. „Maður elskar börnin sín meira en allt í lífinu. Hugur manns breytist, þú og það sem þú ert að gera er ekki lengur í fyrsta sæti.“ Líf atvinnumanns í íþróttum er óvenjulegt að því leyti að hann hefur í raun starfa af því að hugsa vel um sjálfan sig, það er ekki lúxus. Það hefur Gunnar gert á löngum og farsælum ferli og er nú í þrusuformi og laus við langvinn meiðsl. Undir lok viðtalsins lofar Gunnar því að hann sé eins góður og hann hefur nokkurn tíma verið. Ég ætla að veðja á að hann sé betri. n Harður en mjúkur Að styrkja fólkið í Úkraínu Við getum auðveldlega lagt okkar af mörkum til hjálparstarfs í Úkraínu. Á vefsíðu Rauða krossins, raudi- krossinn.is, er einfalt að velja upp- hæð frá 2.500 krónum og upp í 50.000. Það tekur innan við mínútu að ganga frá greiðslu sem rennur beint í neyðaraðstoð á svæðinu. Hjálpræðisherinn er svo með söfn- un fyrir Úkraínu á sérreikningi þar sem leggja má inn upphæð að vali hvers og eins: 0513-14-000022, kennitala: 620169-1539. Höfuðstöðinni Í gömlu kartöflugeymslunum við Ártúnsbrekku hefur risið gullfal- legt lista- og menningarhús. Í höf- uðstöðinni má líta magnaða inn- setningu Hrafnhildar Arnardóttur, Chromo Sapiens, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í verkinu eru gestir leiddir í gegnum þrjú rými af marglituðu gervihári með hljóð- mynd hljómsveitarinnar HAM. HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 12. mars 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.