Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 22

Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 22
Maður elskar börnin sín meira en allt í lífinu. Hugur manns breytist, þú og það sem þú ert að gera er ekki lengur í fyrsta sæti. Gunnar Nelson Síðustu tvö ár hafa reynt á bardagakappann Gunnar Nelson sem mun í næstu viku snúa aftur í bardagabúrið á vegum UFC í Lundúnum. Kórónaveiran hefur sett strik í reikninginn og sömuleiðis langvinn meiðsli en Gunn- ar hefur einnig fundið nýjan farveg fyrir hæfileika sína og þekkingu og sett þarfir ann- arra í fyrsta sæti. Gunnar er f jölskyldu- maður, faðir tveggja barna og hefur það að atvinnu að keppa í blönduðu m ba r- dagalistum, það er það sem hann kann best og því hafa árin í skugga kóróna veirufaraldursins haft í för með sér töluverðar áskoranir. „Ég hugsa að þessi tvö ár hafi verið sambærileg hjá f lestum atvinnu- mönnum í íþróttum. Þetta eru þessi Covid-ár sem bara einhvern veginn hurfu frá okkur. Það komu upp tvö tækifæri á þessum árum þar sem ég átti að fara að berjast en í bæði skiptin var bardagakvöldinu frestað vegna Covid.“ Miðlar reynslu sinni Reynsla Gunnars hefur verið raun margra einstaklinga í mismunandi atvinnugreinum þar sem tækifærin til þess að stunda það sem færir björg í búið hafa verið af skornum skammti. En í gegnum krefjandi tíma má einnig finna tækifæri til þess að beina orkunni í annan far- veg. „Þetta hefur verið langdregið ástand en á þessum tíma náði ég líka að aðlaga mig breyttum aðstæð- um. Ég tók þá stefnu að fara að þjálfa meira, eitthvað sem ég hafði prófað áður en aldrei getað helgað tíma minn að fullu. Í þjálfuninni fann ég ákveðinn pall fyrir mig og þess á milli var maður náttúrulega bara heima hjá sér eins og flestallir. Mér finnst þessi tími samt hafa gert mér kleift að einbeita mér að öðru, hlut- um sem ég fann mig í að lokum.“ Gunnar segir þjálfarann alltaf hafa blundað í sér. Hann er braut- ryðjandi Íslendinga í sinni iðju, hefur náð hvað lengst í henni og býr því yfir ótrúlega mikilli reynslu og fróðleik frá ferli sínum sem atvinnu- maður. „Ég hef mjög gaman af því að þjálfa aðra iðkendur og miðla minni reynslu, það er eitthvað sem ég fæ mikið út úr og ég finn alveg fyrir því að þarna var einhver þörf hjá mér sem ég gat uppfyllt.“ Á þessari stundu er Gunnar hins vegar fyrst og fremst atvinnumaður í íþróttum. Spurður að því hvort þessi kórónaveirutími hafi ekki verið erfiður þar sem ekki var hægt að æfa og keppa eins og venjan hafði verið, svarar Gunnar því játandi. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að halda dampi í því sem ég er að gera og ná inn almennilegum æfingum. Yfirleitt hef ég fengið aðra bardagamenn hingað heim til þess að aðstoða mig við æfingar og undirbúning og svo hef ég sjálfur á þessum árum sem bardagakappi einnig reynt að æfa fyrir utan lands- steinana og nýta mér þau tól og tæki sem ég hef þar. Það hefur reynst erf- itt undanfarin tvö ár.“ Ekki lengur í fyrsta sæti Gunnar hóf feril sinn hjá UFC-bar- dagasambandinu, því stærsta í heimi blandaðra bardagalista, árið 2012. Hann var þá ekki orðinn faðir eins og raunin er núna, en Gunn- ar er nú tveggja barna faðir. Hann segir margt hafa breyst með til- komu barnanna. „Þegar maður er byrjaður að stofna fjölskyldu breytist forgangs- röðunin hjá manni. Maður er ekki lengur í fyrsta sæti – sem væri í raun besti mögulegi farvegurinn þegar maður er atvinnumaður í einhverju,“ segir Gunnar. „Sem atvinnumaður þarf maður að setja sig í fyrsta sæti en þegar Það var hollt fyrir mig að verða faðir Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is það verður ónáttúrulegt fyrir manni þá verður það erfitt. Ég hef hins vegar alveg fundið mig í þess- um aðstæðum sem faðir og fjöl- skyldumaður og kann miklu betur við þessar aðstæður sem ég er nú í. Maður elskar börnin sín meira en allt í lífinu. Hugur manns breytist, þú og það sem þú ert að gera er ekki lengur í fyrsta sæti.“ Það hefur því orðið talsverð breyting á því hvernig Gunnar stundar og nálgast sína iðju, ef bornar eru saman aðstæður hans við upphaf ferilsins hjá UFC og aðstæður hans núna. „Til að byrja með var hugur manns allur í íþróttinni. Allan daginn var maður að spá í hinu og þessu henni tengdu. Það var í rauninni ekkert sem ég skipulagði í mínu lífi annað en það hvenær og hvernig ég ætlaði að æfa næst, hvernig ég ætlaði að haga næstu mánuðum með tilliti til æfinga, hvort ég ætlaði að fara erlendis að æfa og hversu lengi ég ætlaði að vera þar. Það var ekkert sem stoppaði mig og ekkert annað sem ég þurfti að spá í nema sjálfan mig,“ rifjar hann upp. „Fyrir utan það að á þessum tíma gat ég bara farið að sofa þegar ég vildi fara að sofa og vaknað þegar ég var hættur að vera þreyttur. Allt svona breytist þegar maður er orð- inn faðir. Það er kannski erfitt til að byrja með þar sem maður er ekki vanur því en síðan mótast maður í þetta hlutverk. Maður verður bara þetta, faðir.“ Gunnar segir þessar breyttu aðstæður auðvitað hafa verið krefj- andi á sumum sviðum. „En þetta var svo miklu, miklu betra upp á aðra hluti að gera. Maður lærir svo mikið af því að vera í þessu hlutverki og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi. Maður elskar börnin sín meira en allt í lífinu. Hugur manns breytist, þú og það sem þú ert að gera er ekki lengur í fyrsta sæti. Þegar það síast almennilega inn sættir maður sig við það hlutskipti. Mér finnst það rosalega gott, það er mjög eðlislægt fyrir mig,“ segir hann einlægur. Verður þreyttur á sjálfum sér „Maður verður líka bara þreyttur á sjálfum sér. Ég var búinn að vera að spá í sjálfum mér og engum öðrum í öll þessi ár, þannig að það var bara hollt fyrir mig að verða faðir.“ Gunnar hefur það að atvinnu að berjast, það eru spor sem ansi fáir geta sett sig í og því vaknaði upp sú spurning hvort honum fyndist meira vera í húfi núna þegar hann stígur inn í búrið, verandi faðir, samanborið við hans fyrstu ár í UFC. „Ég held að f lestir íslenskir íþróttamenn þekki þessa stöðu. Meirihlutinn af okkur, sérstaklega okkur sem erum komnir yfir 25 ára aldurinn, er kominn með fjöl- skyldu. Ég þekki náttúrulega ekk- ert annað en akkúrat þetta sem ég starfa við og á þess vegna erfitt með að setja mig í spor annarra. En ég get horft á það þannig að það góða við að vera í einstaklingsíþróttum er sú staðreynd að ég get stýrt Gunnar segir að þó að síðustu tvö ár hafi reynt á hafi hann nýtt þau til góðs og fundið sig í nýjum hlutum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR  22 Helgin 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.