Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 12.03.2022, Qupperneq 24
tíma mínum betur sjálfur sam- anborið við íþróttamenn í hópí- þróttum.“ Tækifæri til að sanna sig á ný Í janúar skrifaði Gunnar undir nýjan fimm bardaga samning við UFC. Fyrsti bardaginn fer fram laugardaginn 19.  mars næstkom- andi þar sem Gunnar mætir Japan- anum Takashi Sato í O2-höllinni í Lundúnum. Gunnar hefur tapað síðustu tveimur bardögum sínum og þurft að bíða í langan tíma eftir endur- komu í búrið til þess að sanna sig á ný. Hann er spenntur fyrir fram- haldinu. „Það hefur liðið langur tími síðan ég steig síðast inn í búrið og á þessum tíma hafa komið upp tæki- færi sem hafa svo runnið mér úr greipum. Fyrir síðustu bardaga hef ég verið að glíma við smá meiðsli en núna er ég alveg hundrað prósent og er mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til þess að sanna mig á ný.“ Gunnar hefur ekki haft það að venju að setja sér markmið til lengri tíma. „Ég er ekki mikið í því að horfa langt fram í tímann, einbeiti mér frekar að því sem fram undan er í nánustu framtíð. Það er alltaf bara næsti bardagi og núna er ég rúm- lega tilbúinn fyrir hann.“ Undirbýr sig fyrir orrustu Það kom upp kunnugleg atburðarás í aðdraganda komandi bardaga, en Gunnar átti fyrst að mæta Brasilíu- manninum Claudio Silva og hafði búið sig undir það, en Silva þurfti í síðustu viku að draga sig út úr bar- daganum vegna meiðsla. Slík staða hefur oft komið upp á ferli Gunnars og hann kippir sér ekkert sérstak- lega upp við slíkar breytingar. ,,Ég er ekki þekktur fyrir það að setja öll eggin í sömu körfuna og þekki vel þessar aðstæður sem hafa komið upp núna. Auðvitað reynir maður að læra inn á and- stæðinginn og sjá fyrir sér hvernig bardaginn geti mögulega spilast, en ég hef einnig lært það af reynslunni að það þýðir ekki fyrir mig að æfa einhverja fyrirframákveðna taktík fyrir bardagann fram undan með andstæðinginn í huga,“ segir hann. „Maður þarf bara að undirbúa sjálfan sig fyrir orrustu. Vissulega tekur maður tillit til styrkleika and- stæðingsins og stúderar hann en reynsla mín sýnir að það er betra að vera við öllu búinn. Þetta hefur komið það oft fyrir að ég læt þetta ekkert á mig fá.“ Mætir sem hann sjálfur Gunnar hefur einnig staðið í sömu sporum og andstæðingur hans, Takashi Sato, sem tók bardaga við Gunnar með stuttum fyrirvara. „Stundum barðist ég við and- stæðing sem ég hafði aldrei séð áður og vissi lítið sem ekkert um. Mér finnst þetta allt í lagi en ég skil líka bardagamenn sem kjósa að gera þetta ekki því að það er mikið í húfi. Oft eru menn búnir að undir- búa sig fyrir ákveðinn andstæðing en síðan breytast aðstæður og þá getur heilmikið breyst. Fyrir síðasta bardaga hjá mér var ég búinn að undirbúa mig fyrir að mæta Thai-boxara, hann þurfti síðan að draga sig út úr bardagan- um og í staðinn fékk ég margfaldan heimsmeistara í glímu. Ég stressa mig hins vegar ekki á svona hlutum heldur undirbý mig bara eftir bestu getu og fer síðan og berst. Það er mitt hugarfar í gegnum þetta ferli sem og í lífinu almennt. Ég mæti bara til leiks sem ég sjálfur og tel að fólk kunni að meta það.“ Dvelur ekki í skýjaborgum Gunnar segir það ekki vera sér efst í huga núna að næla sér í meistara- titla og belti en að sjálfsögðu er það honum í blóð borið sem atvinnu- manni í íþróttum að sækja ávallt til sigurs. ,,Ég hef aldrei verið beint þann- Laugardaginn 19. mars fær Gunnar tækifæri til að sanna sig á ný eftir tvö töp í röð, langdregin meiðsli og fjarveru. ig þenkjandi að hugsa þennan feril minn í bardagaíþróttum eingöngu út frá því að reyna að næla mér í einhver belti. Belti sem er þarna einhvers staðar skýjum ofar. Mín markmið snúast um að vinna alla bardaga sem ég fer í, það getur síðan skilað sér í titilbardaga að lokum. Ég er meira fyrir það að horfa til þess sem er beint fyrir framan mig frekar en að festast í einhverjum draumórum.“ Gunnar kemur fyrir sjónir sem mjög rólegur og yfirvegaður kar- akter. Nálgun hans og yfirvegun hefur vakið hylli hjá áhugamönn- um um UFC en Gunnar er mjög vinsæll bardagamaður og búast má við því að hann verði á heimavelli í O2-höllinni eins og venjan hefur verið áður. „Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að berjast í London, það er alltaf þvílík stemning í höllunum þar. Það á það til að vera hrottaandi í Bretanum þannig að eftirvænting- in er mikil.“ Gunnar hefur ekki tekið sömu stefnu og margir bardagamenn sem berjast við að koma sér í sviðsljósið, rífa kjaft á samfélagsmiðlum og tala illa um andstæðinginn. Gunnar mætir til leiks. „Þegar ég byrjaði að fylgjast með MMA þá hafði ég gaman af mis- munandi karakterum. Mér fannst það gera íþróttina skemmtilegri. Á þeim tíma var meira um það að bardögum var stillt upp á milli bar- dagakappa sem bjuggu yfir algjör- lega gjörólíkum stíl bæði inni í búrinu en líka fyrir utan það. Ég hef ekkert sérstaklega gaman af því þegar hlutirnir hjá bardaga- köppum fara að snúast um það að slá í gegn á samfélagsmiðlum eða selja sem f lesta aðganga að bar- dagakvöldum. Það verður þreytt oft á tíðum. Ég mæti bara til leiks sem ég sjálfur og tel að fólk kunni að meta það þegar maður er ekki að reyna þykjast vera einhver annar en maður er.“ Er stressaður fyrir bardaga En hvernig er Gunnar stemmdur fyrir bardaga? Verður hann stress- aður eða jafnvel hræddur fyrir komandi átök? „Þetta er rosalega erfið spurning. Stundum fæ ég þessa spurningu frá ungu fólki sem er að byrja sinn feril í MMA, hvort ég sé ekki stressaður fyrir bardaga hjá mér. Auðveldasta svarið er jú, ég verð stressaður fyrir bardaga. Það verða allir stressaðir fyrir bardaga en það er bara eðlileg tilfinning og eitthvað sem maður á bara að fagna og taka á móti. Ef maður f innur ekki f y rir neinum taugum fyrir bardaga þá er kannski bara kominn tími til að snúa sér að einhverju öðru og hætta þessu. Maður á ekki að reyna að útiloka og útrýma þessum tilfinn- ingum heldur sætta sig við þær, taka þær á kassann og gera sitt eins vel og maður getur.“ Hann segist sjálfur hafa átt bar- daga þar sem honum leið ekki vel, fann að hann væri ekki að eiga sinn besta dag en að lokum hafi hann staðið sig vel. Að sama skapi hafi honum liðið mjög vel í aðdraganda bardaga en síðan ekki verið ánægð- ur með frammistöðu sína. „Lykilatriðið er að dvelja ekkert við þessa hluti, maður má ekki leyfa þeim að taka sér bólfestu í hug- anum og hafa áhrif á mann. Maður er bara kominn hingað, er svona og sættir sig bara við það. Lífið er bara eins og það er og maður gerir bara eins vel og maður mögulega getur.“ Laugardaginn 19. mars næst- komandi mun nýr kafli hjá Gunn- ari Nelson hefjast í UFC. Eftir tvö töp í röð, langdregin meiðsli og tíma frá búrinu fær hann tækifæri til þess að sanna sig á ný. Spurður að því hverju við mættum búast við af honum hafði Gunnar eftirfarandi að segja: „Þið megið búast við bestu útgáfunni af Gunnari Nelson. Ég er eins góður og ég hef nokkurn tím- ann verið.“ n Ef maður finnur ekki fyrir neinum taugum fyrir bardaga þá er kannski bara kominn tími til að snúa sér að einhverju öðru og hætta þessu.  24 Helgin 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.