Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 26

Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 26
arið 2021 með Fjallafélaginu til Frakklands að ganga Mount Blanc- hringinn. Þar var verið að ræða um væntanlega ferð til Kilimanjaro og við ákváðum þá að ef þessi ferð yrði auglýst þá myndum við fara,“ segir Erna. Ferðin var svo auglýst haustið 2021 og fengu þær stöllur tvö síð- ustu plássin. Stóra stundin rann upp laugardaginn 5. febrúar þar sem þeirra beið langt ferðalag til Tansaníu. „Við byrjuðum svo að ganga upp mánudaginn 7. febrúar og gengum Machame-leiðina sem tekur alls sjö daga. Við vorum sex daga að toppa Kilimanjaro og svo var tekinn einn dagur til að komast niður.“ Undirbúningur drjúgur Fararstjórar voru þau Haraldur Örn Ólafsson og Kolbrún Björnsdóttir og segja þær að þau hafi undirbúið ferðalanga vel. „Það var mjög dýrmætt þar sem þurfti að huga að mjög mörgu, eins og til dæmis bólusetningum, far- angri og fleiru,“ segir Svava. Aðspurðar eru þær sammála um að fjölbreytileiki landslagsins á gönguleiðinni hafi komið þeim á óvart. „Fjallið spannar fjögur veður- og gróðurbelti, sem gerði ferðina svo ævintýralega fallega. Einstakur hópur heimamanna bar fyrir okkur tjöldin, allan búnað, kló- sett- og matartjöld. Það var erfitt að venjast því að horfa á þá burðast upp með um og yfir 20 kíló á bak- inu,“ segir Erna og bætir við að þær hafi verið fljótar að aðlagast því að komast ekki í sturtu, koma sér fyrir í tjaldbúðum í alls kyns veðrum og vindum og sofa í tjöldum í skíta- kulda. Hópurinn góður stuðningur Þær segja hópinn sem fór saman hafa orðið mjög náinn enda bæði að vinna að sameiginlegu markmiði og fara út fyrir þægindarammann. „Ef einhver átti erfiðan dag var alltaf pláss fyrir það og við vorum dugleg að styðja hvert annað. Það var mikill húmor í hópnum sem gerði ferðina svo miklu skemmti- legri.“ Þær eru sammála um að hæðar- aðlögunin hafi verið það erfiðasta við ferðina. „Allt verður svo miklu erfiðara. Við vinkonurnar tókum hæðinni misvel. Ég fékk dass af höfuðverk af og til en Erna fann lítið sem ekk- ert,“ segir Svava og heldur áfram: „Síðustu tveir dagarnir voru lang- erfiðastir. Fyrir toppdaginn gengum við upp í hæstu búðir sem heita Barafu Camp og eru í 4.680 metrum. Þar hvíldum við okkur í nokkrar klukkustundir þar til við hófum toppagönguna um miðnætti. Þetta voru erfiðustu átta klukkustundir sem við höfum farið í gegnum,“ segir hún, en bætir við að Haraldur Örn hafi látið þau læra Wim Hof- öndun og hún hafi hjálpað mikið síðasta spölinn. „Þessar öndunaræfingar lét hann okkur gera alla dagana, áður en við héldum af stað, í öllum pásum og alls staðar.“ Ómæld gleði Þær segja ferðalagið hafa gefið þeim ótrúlega mikið. „Þessi ómælda gleði við að fara í gegnum svona ævintýri er tilfinning sem endist út ævina,“ segir Erna og bætir við: „Það að ferðast alla leið til Afríku til að klífa fjall saman, fara út fyrir þægindarammann og þurfa að aðlagast því að búa á fjalli í viku þar sem öll þægindi sem við eigum að venjast eru ekki til staðar, getur ekki annað en breytt manni. Maður öðlast nýtt þakklæti fyrir svo margt sem manni finnst sjálfsagt.“ Svava bætir við: „Maður kemur líka til baka með litla sigra sem gefa manni traust og trú á allt annað sem maður er að fást við í lífinu.“ Ótrúlega mikil upplifun Haraldur Örn hefur gengið fimm sinnum á Kilimanjaro og segir það eina skemmtilegustu leið sem hann hefur gengið. „Þetta er ótrúlega mikil upplifun,“ segir Haraldur og hlær að því hversu f ljótt fólk gleymi erfiðinu síðasta daginn sem fyrir marga er stærsta áskorun lífsins. „Nokkrum dögum síðar segir sama fólkið: Jah, þetta var ekkert svo erfitt.“ Haraldur toppaði Kilimanjaro fyrst árið 2001 sem hluta af áskorun sinni um að ganga á hæstu tinda allra heimsálfa. Fjallið spannar fjögur veður- og gróður- belti, sem gerði ferðina svo ævin- týralega fallega. Svava og Erna Kilimanjaro í Tansaníu er vinsæl áskorun hjá göngu- fólki. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína upp fjallið og enn fleiri ætla sér nú í haust og á næsta ári upp þessa 5.895 metra. Kilimanjaro er óvirkt eld- fjall, það hæsta í Afríku, með þremur eldgígum: Mawenzi, Shira og Kibo, þeim eina sem enn er virkur. Fjallið er hluti af Kilimanjaro-þjóðgarðinum og vin- sæl gönguleið fjallagarpa. Í kringum 35 þúsund manns reyna við topp fjallsins ár hvert og ná að meðaltali um tveir þriðju þeirra upp á toppinn. Fleiri göngu- leiðir eru í boði og áætlað að um 50 þúsund manns alls gangi á fjallið ár hvert. Af þessum mikla fjölda eru að meðaltali tíu dauðsföll ár hvert, sem telst ekki há tala miðað við fjölda. Háfjallaveikin stærsta áskorunin Gangan á toppinn tekur fimm til níu daga samtals og f lesta daga er gangan þægileg. Stóra áskorunin í ferð á topp Kilimanjaro er hæðin og háfjallaveikin sem fylgt getur henni. Áskorunin snýst því helst um að fara hægt yfir. Nóttin sem gengið er síðasta spölinn að toppnum er erfiðust, enda eins og frægt er kalt á toppnum, mestar líkur á vindi auk þess sem súrefnisupptaka er ekki nema um 49 prósent. Mælt er með því að ganga á fjallið í janúar-febrúar eða ágúst-septem- ber enda mestar líkur á hlýindum og heiðum himni á þeim tíma. Því fylgja eðli málsins samkvæmt jafnframt flestir ferðamenn og ef fólk vill forð- ast margmenni á göngunni þá kemur mars eða október einnig til greina, rétt fyrir rigningatímabilin tvö. Tilfinning sem endist út ævina Vinkonurnar Svava Guðmunds- dóttir og Erna Björg Sigurðardóttir gengu á Kilimanjaro í síðasta mán- uði og segja upplifunina hafa verið ógleymanlega. „Við höfum báðar mikinn áhuga á alls konar útivist og höfum undan- farin ár gengið á fjöll með Fjalla- félaginu,“ segir Svava, en báðar lang- aði að reyna við frekari áskoranir í fjallamennsku og fóru þær að skoða ferðir erlendis. „Hugmyndin um að fara á Kili- manjaro kviknaði þegar við fórum með eiginmönnum okkar sum- Hópurinn á toppi Kilimanjaro í síðasta mánuði en Haraldur er hér í rauðu hægra megin og Kolbrún Björnsdóttir, hinn leiðangursstjórinn, fremst fyrir miðju. Erna heldur svo utan um Svövu vinkonu sína vinstra megin. Hæsti tindur Afríku heillar Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, er 5.895 metra hátt. Fjallið sem stendur eitt og er mikilfenglegt að sjá hefur heillað marga fjallagarpa enda gönguleiðin fjölbreytt og spennandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 26 Helgin 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.